Helgafell - 01.04.1954, Page 82

Helgafell - 01.04.1954, Page 82
8Ö HELGAFELL Sandaleið, og á það að ýmsu leyti vel við, þótt hér verði ekki frekar rak- ið. Fyrsti áfanginn er þá frá Sandár- ós að Hólasjó. í beinni línu er hann að vísu ekki langur. En í boglínu, sem alltaf var farin til að króka fyrir Hólalónið, reynist það drjúgur spöl- ur. Annar áfanginn er frá Hólasjó, að Meðaldalsnaustum. Þar lá vegurinn í fjöru, undir háum bökkum. Þriðji og síðasti áfanginn var svo þaðan til Haukadals; alla leiðina á bökkum uppi, vegna stórgrýttrar fjöru. Nú var til önnur leið, svonefnd bæjaleið, í línunni: Hólar — Meðal- dalur — Haukadalur. Hún lá nokkru ofar, þétt við fjallsræturnar og er hún mun styttri. Þá leið hefir Þorkell auðsjáanlega farið. Tvær eru ferðirn- ar, sem Þorkell skundar þessa leið. Sú fyrri, er hann verður þess áskynja, að Þórdís systir þeirra bræðra hefir „rofit upp málit“, eins og sagan orð- ar það, ljóstrað því upp, er leynt á að fara, um innihald 11. vísu. Svo er að sjá, sem Þorkell hafi fengið að vita þetta hjá Berki á leiðinni til Sandár og þótt mikilsvert að bróðir sinn fengi að fregna þetta þegar í stað. Að öðru leyti er þessi viðvörunarferð ekki markverð eða áhættusöm, þar sem Börkur er nú á innleið, og þeir fjarlæjgjast nú hvom annan, þegar Þorkell snýr við, til að „hitta Önund vin sinn“, í Meðaldal. Aftur á móti reynir á rekkarif Þorkels í síðari ferðinni. Þá er hann enn í fylgd með Berki. Skal nú stefna Gísla til Þórsnessþings, og nú er lífsnauðsyn á, að gera honum við- vart. Og nú eru báðir, Börkur og hann, á leið til Haukadals. Jú, hann hættir á það, — hann hefir farið það áður. „Ek á skuld að heimta hér á einum bæ litlum, (það eru Hólar, spölkorn frá Sandaleið) ok vil ek þangat ríða ok heimta skuldina, en þér ríðið eftir tómliga.“ Þetta gerir hann; lætur húsfreyju síðan skipta um hest við sig, en skilur sinn hest altýgjaðan eftir á hlaðinu, og blasir hann þá við þeim Berki. Um hlað þurfa þeir ekki að ríða, því að Sanda- leið er kippkom neðar. Síðan ríður Þorkell skyndilega til Haukadals. — Hér skal því skotið inn, að hinn gamli bær á Hólum var nær Hólahrygg en nú er, og, að maður, sem stendur við gamla vaðið hjá Sandaós, sér ekkert af bæjarleiðinni nema lítinn spöl yf- ir Saltnesið, þar sem bílvegurinn ligg- ur nú; annað er í hvarfi. — Vel ber að athuga áherzluorðin í frásögninni „tómliga11 og „skyndi- lega“; tómlega, löturhægt, eða fót fyrir fót; skyndilega, þeysireið. Þann veg mætti treina þeim Berki fyrsta áfangann í stundarþriðjung að minnsta kosti, en Þorkeli sína leið í 10 mínútur, 1 hæsta lagi. Viðdvölin á Hóli tæki ekki annan eins tíma. Og gæti Þorkell þá aftur verið kominn inn til Hóla eftir hálfa klukkustund. En það, sem mestu varðar í þessu sambandi er það, að þeir Börkur séu staddir á öðrum áfanganum, þegar Þorkell ríður um hættusvæðið: fra Meðaldal til Hóla. Og sú áætlun Þor- kels stenzt, hvorki sér hann þá Börk né þeir Börkur hann og fyrir þvi sleppur hann alla leið inn eftir, óséð- ur. — Þetta er því alger hliðstæða við atburðinn hjá Mosvöllum, þegar sendimenn Gísla fara á mis við Vé- stein. — Eftir það er björninn unn- inn. Þorkell ríður síðan alfaraveginn og kemur á bak þeim Berki, „eins og vera átti, eða ráð var fyrir gert‘, er undirskilið. Hefði hins vegar Þor- kell komið í fang þeim, þ. e. komið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.