Helgafell - 01.04.1954, Qupperneq 93

Helgafell - 01.04.1954, Qupperneq 93
LISTJR 91 föstum fótum á vinsældum skáldsög- unnar. Áhorfandinn fyllir upp í eyð- urnar og lætur sér í léttu rúmi liggja, hvernig afturenda Guðmundar á Búr- felli ber að skyrinu, eða kútáfylling Bárðar inni í stofu. Jón Thoroddsen hefur gefið þjóðinni ljóslifandi skop- teikningar. Mönnum þykir gaman að blaða í gömlum fjölskyldu-mynda- bókum, jafnvel þó að sumar mynd- irnar séu fölnaðar og torkennilegar. Annað mál er það, að þessi gamla °g vinsæla myndabók sýslumannsins, hefði getað verið í viðkunnanlegri spjöldum. Leiksviðsmálverk Lárusar Ingólfssonar var hroðalegt. Fyrirmynd að sölubúðinni hefði hann a. m. k. getað sótt í Sögu Reykjavíkur Klem- ensar Jónssonar, annað bindi bls. 125, 1 stað þess að mála brúður og grím- Ur upp um alla bita og veggi, og hann hefði getað hlíft manni við beitar- húsa-staðsetningu kirkju á kirkju- stað, fyrir miðju leiksviði, yzt í túni, upp við hamar. Gamlar myndir eru til af Klúbbnum og Aðalstræti, sem sjálfsagt hefði verið að fara eftir, en ^uála ekki skúrræksni og „rússneska“ þorpsgötu. Það fylgir íslenzku leik- ntunum í Þjóðleikhúsinu eins og erfðasyndin, að ofgera kvennabún- lugum með skarti og kvenslifri en vangera karlmannabúningum með sniðlausum lörfum, einkum aukaleik- ara- Myndin í Sögu Reykjavíkur, sem er raunar eftir þýzkan teiknara, gef- Ur betri hugmynd um viðskiptavini í Verzlunarbúð 1 þá tíð en búðarþáttur- lnn hjá Þjóðleikhúsinu. f heild stóð þessi sýning Þjóðleik- hússins að baki fyrri sýningar leiks- ins 1934. Þá skóp Gunnþórunn Hall- öórsdóttir eftirminnilega Ingveldi í 1'ungu, og hið litla hlutverk Kristjáns búðarmanns varð í höndum Alfreðs Andréssonar ógleymanleg perla, bæði hlutverkin koðnuðu niður hjá Arn- dísi Björnsdóttur og Róbert Arnfinns- syni. Valur Gíslason og Emilía Jóns- dóttir náðu hins vegar fyrri leikur- um í hlutverkum Bárðar á Búrfelli og Gróu á Leiti, þeim Brynjólfi Jó- hannessyni og Mörtu Indriðadóttur, en fóru ekki fram úr þeim, enda af- burðaleikur hjá báðum. Guðmundur Jónsson var skemmtilegur Þorsteinn matgoggur, en frekar i Dickens-stíl en Thoroddsens, og Möller kaupmað- ur var mjög samvizkusamlega unnið hlutverk hjá Ævari Kvaran, en hvað aðra leikendur snertir, leyfir ritúalið okkur ekki að fara lengra út í það. piltar — Hlátrar. íslendingar eru alvörugefin þjóð, þeir kunna naumast að brosa. Þetta var vitnisburður erlendra ferða- manna til íslands í lok 18. aldar og byrjun þeirrar 19. Og öld síðar furð- ar Carl Kuchler sig á því, að gaman- leikir skuli vera skrifaðir á íslenzku. Joseph Banks, Uno von Troil, Hen- derson og hvað þeir nú heita, ferða- bókahöfundarnir, yrðu forviða, ef hentugleikar þeirra á núverandi til- verustigi leyfa þeim að líta inn í leikhúsin okkar, þegar Holberg og Frænka Charleys eru þar á ferð. Auð- vitað hafa íslendingar alltaf kunnað að hlæja, en því skal ekki neitað, að breytt mataræði og betri afkoma kunni að hafa gert þá eitthvað létt- lyndari. „Þessi Holberg hlýtur að hafa ver- ið merkilegur maður,“ sagði rakari í Bergen við Gunnar Heiberg. Það var verið að reisa styttu af Holberg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.