Helgafell - 01.04.1954, Page 77

Helgafell - 01.04.1954, Page 77
Ólafur Ólafsson, skólastjóri: Nokkur atriði úr Gísla sögu Súrssonar Margar íslendingasögur hafa að geyma fjölmörg orð og örnefni úr al- þýðumáli, er skýrt geta torskilin efni í fomum fræðum. Oft getur það gefið málvísinda- mönum leiðbeiningar um uppruna orða eða brugðið birtu yfir viðfangs- efni og atburði, sem annars yrðu lítt skiljanlegir eða misskildir. Er oft unun að athuga, hve upp- runalegu hugtökin geta verið lífseig °g bent á réttar leiðir til úrlausnar, samtímis því að gera frásögnina sannsögulega og auka á gildi stað- fræðinnar. Ein þeirra sagna, er í fremstu röð stendur á þessu sviði, er Gísla saga Súrssonar. Sum atriði hennar verða eigi skýrð, nema frábærri staðþekkingu sé til að dreifa, ásamt nákvæmri gerhygli og fyllsta kunnugleik á öllum staðhátt- um, aðallega í Dýrafirði og Önundar- firði. Þetta tekur þó alveg sérstaklega fil Haukadals, þar sem söguhetjan atti heima. — Skulu nú rakin nokkur atriði, er sýna, hve kunnugur sögu- höfundurinn er þar, og hvernig hann býr til einskonar staðfræðilegar krossgátur, jafnvel kunnugum mönn- urn. En lyktirnar verða þær, að úr- Musnir höfundar standast gagnrýni, auka á öryggi sögunnar, og hefja í æðra veldi þann stíl, sem byggir á því, að „fegurð hrífur hugann meira, ef hjúpuð er, svo andann gruni enn- þá fleira en augað sér.“ I. Aldamótaárið 1900, á jólaföstu, var ungur sveinn að leikum á Seftjörn- inni fornu í Haukadal, ásamt öðru æskufólki, er þar átti heima. Tvennt var sérstaklega í huga sveinsins þá stundina. Annað var það, að reyna hina nýju skauta, sem honum voru gefnir 1 fermingjargjöf vorið áður. Hitt var Gísla saga Súrssonar, er hann hafði nýlokið við að lesa, og komið hafði út árið áður, á kostnað Sigurðar Kristjánssonar. Skautarnir voru tréskautar með stálteinum neðan í. Reyndust þeir af- bragðs vel, svo að hrossa- og sauða- leggir, sem hingað til hafði verið bjargazt við, máttu fara veg allrar veraldar. Tjörnin var líka þennan dag í til- haldsflíkum sínum: hrufulaus, speg- ilslétt og barmafull af nýlögðum ís, — Vatnið, eins og það var kallað í daglegu tali. Vatnskamburinn heldur við vatnið sjávarmegin, en hins vegar eru þrjú melbörð, er liggja í sveig frá Hauka- dalsá út að Vatnslæk. Hafa þau um langan aldur gengið undir „holts“- nafninu: Árholt innst; þar e.r Þor-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.