Helgafell - 01.04.1954, Page 98

Helgafell - 01.04.1954, Page 98
96 HELGAFELL rífur samhengið, fer niður úr tónstiga óperettunnar, ef svo mætti segja, að sínu leyti líkt og raddir Magnúsar og Guðmundar Jónssona fara langt upp fyrir. Á millisviðinu lágu kvennakórsöngvar eins og þokkaleg frammistaða kirkjukórs í sveit, en liðsforingjakórinn lyfti allt 1 einu sönghæðinni upp í beljandi karla- kórssöngs. Svona var sýningin á allar hliðar, ójöfn og jafnvægislaus. Stíl- leysi, hávaði og óðagot braut jafnhart niður góðu áhrifin frá einstökum leik- urum. Á sérsviði Þjóðleikhússins, í ballettinum, birtust læralangar meyj- ar í bidstedskum Can-Can-dansi, en nú brá svo við, að höfuðið fór að styðja fæturna og lagði til óhljóð til að vera í stílnum, Ég veit ekki, hvað Bidsted heldur um menntunarástand- ið í Þjóðleikhúsinu, en hann heldur áreiðanlega, að við þarna á áhorf- endabekkjunum séum á borð við Tivoli-gesti, þegar ameríski flotinn liggur við Löngulínu í Kaupmanna- höfn. Sigrún Magnúsdóttir lék Denise eins og fyrir 12 árum — og þó ekki eins- Stærð leiksviðsins og umsvif leikstjóra þreyttu hana sýnilega og rödd hennar fyllti ekki hið stóra rúm. Þó var hún, ásamt Lárusi Pálssyni og nafna okkar Ingólfssyni, eini ljósi punkturinn í þessari sýningu. Lárus Ingólfsson átti, auk frammistöðu sinn- ar sem karlinn Loriot, heiður og hrós fyrir framúrskarandi smekkleg leik- tjöld. Á sviði skreytinga er nafni eins sterkur og hann er veikur í landslag- inu. Það þýðir ekki að leyna því. Gróða- bragð Þjóðleikhússins mistókst. Það borgar sig stundum illa að setja bæt- ur á gamalt fat. Óperetta Hervés verður ekki endurnýjuð með Offen- bach og Can-Can, enginn leikstjóri, — ekki einu sinni útlenzkur — getur yngt upp okkar ágætu leikara. Ni- touche átti að setja upp með ungum, óþreyttum kröftum og stranglega í stílnum, — en allra bezt að koma ekki nærri henni. Gosið rauk svo rækilega úr henni fyrir tólf árum. Gimbill eftir götu rann — Leikfélag Reykjavíkur lauk leikár- inu með sýningu á nýju íslenzku leik- riti eftir höfund, sem nefnir sig Yðar einlægan. Þetta er gamanleikur, ekki stórvægilegur að efni, en Vor einlæg- ur, hver sem hann er, kann betur til verka á leiksviðinu en títt er um byrjendur. Á þessu snotra verki er slíkur menningarbragur, að hverju leikhúsi er sæmd að því að kynna það fyrir áhorfendum, sem eiga þá áreiðanlega í vændum að heyra fleiri einlægnisorð frá höfundi, ef marka má byrjunina. Boðskapur leiksins er í sjálfu sér nógu mikilvægur, því að höfundur sýnir, hvernig hinir ýmsu menningarstraumar brotna á ungu kynslóðinni. Leikritið er um ungu kynslóðina. Hin forna íslenzka sveit- armenning er ekki lengur til hlífðar, brjóstvit og músik duga henni eitt- hvað, þegar fornsögum sleppir, en framundan rís hin ameríska alda. Mr. Gimble kemur að lokum inn í leik- inn. Spurningin er, hvernig stendur hún af sér ólagið, betur eða verr en eldri kynslóðin í danska húsinu i Keflavík? Höfundur svarar ekki sjálfur, maður er dálítið efins um út- komuna, en samúð höfundar með ungu kynslóðinni gerir manni þo rórra í skapi. Leikfélag Reykjavíkur gerði þess-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.