Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 11
Bleikt Þessar dömur hoppa af kæti og ætla að skemmta
sér með öðrum konum fyrir norðan núna um helgina.
Vinkonur, systur, mæðgur, dætur og frænkur njóta lífsins
og gera sér glaðan dag saman á Dömulegum dekurdögum
sem hefjast á Akureyri í dag og standa fram á sunnudag.
Boðið er upp á alls kyns skemmtanir um allan bæ, kynn-
ingar og tilboð í verslunum. Bleiki þráðurinn í gegnum allt
það sem fram fer er fjáröflunarátak til styrktar rann-
sóknum á krabbameini í konum. Krabbameinsfélag Akur-
eyrar og nágrennis mun í þessum alþjóðlega bleika októ-
ber njóta góðs af því sem safnast á Dömulegum
dekurdögum. Alls kyns uppákomur fara fram þessa daga í
rómantísku og bleiku umhverfi þar sem dans, söngur, ljúf-
ir tónar, list, hönnun, heilsa kvenna, forvitnilegur fróð-
leikur, matur, drykkur og kruðerí, ball og diskótek koma
m.a. við sögu.
Hægt er að fá nánari upplýsingar um dagskrána á vef-
slóðinni: www.visitakureyri.is og á Facebook-síðu Dömu-
legra dekurdaga.
Dans, söngur, list og hönnun í rómantísku og bleiku umhverfi
Dömulegir dekurdagar á Akureyri hefjast í dag
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
Allir sem hafa einhverntíma verið á
tónleikum eða balli með Varsjár-
bandalaginu vita að það er heljar-
innar fjör. Varsjárbandalagið leikur
glundroðakennda blöndu af klezmer
og balkanrokki með íslensku ívafi.
Varsjárbandalagið fer reglulega í leyfi
en rumskar þó annað veifið til að
svala þorsta áheyrenda í það sem
sveitin hefur fram að bjóða, en líka til
að hljómsveitarmeðlimir fái sinn
gleðiskammt. Fastir meðlimir sveitar-
innar eru Magnús Pálsson sem leikur
á klarínett og sópransax, Karl James
Pestka sem leikur á fiðlu, Sigríður
Ásta Árnadóttir sem þenur nikkuna
og syngur, Hallur Guðmundsson sem
plokkar bassa og syngur og Stein-
grímur Guðmundsson á trommur.
Auk þess spila eftirfarandi stundum
með Varsjárbandalaginu: Ásgeir Ás-
geirsson á gítar, Gréta Mjöll á fiðlu,
Þórdís Claessen og Halldór Eldjárn,
bæði á trommur og slagverk.
Tónleikar í kvöld á Kexinu
Stuð með Var-
sjárbandalagi
Morgunblaðið/Ernir
Litríkt band Aldrei lognmolla þarna.
Það er alltaf jafn notalegt að koma
við á Sunnlenska bókakaffinu á Sel-
fossi, fletta bókum á meðan sopið er
á kaffi og spjalla við vertinn Bjarna
Harðarson. Bókakaffið varð átta ára
sl. þriðjudag og hefur stækkað heil-
mikið undanfarið ár eins og gengur
með afmælisbörn á þessum aldri.
Haldið verður upp á afmælið næsta
laugardag, 11. okt., og þá verður heitt
á könnunni og bækur og ritföng á til-
boðsverði. Allir eru velkomnir, börn,
unglingar, mömmur, pabbar, afar,
ömmur, langafar og langömmur.
Sunnlenska bókakaffið 8 ára
Afmælisveisla
fyrir fólk á öll-
um aldri
Vertinn Bjarni spjallar við gesti.
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Fjarðarkaup
Gildir 9. - 11. okt verð nú áður mælie. verð
Svínalundir úr kjötborði.................................... 1.298 2.398 1.298 kr. kg
Nauta entrecote úr kjötborði............................. 3.198 3.998 3.198 kr. kg
Fjallalambs lambahryggur frosinn ..................... 1.598 1998 1.598 kr. kg
Kjarnafæði ferskt lambalæri ............................. 1.398 1.498 1.398 kr. kg
KS lambabógur frosinn .................................... 898 1.149 898 kr. kg
Ísfugl 1/1 frosinn kjúklingur ............................. 698 798 698 kr. kg
Hamborgarar 10x80g frosnir ............................ 1.216 1.520 1.216 kr. pk.
Helgartilboðin
Getty Images/iStockphoto