Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 12

Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 12
Nýjar Stærðir 38-54 Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Hér ríkir heilmikil spenna,enda stutt í frumsýn-ingu,“ segir GuðmundurÓlafsson sem leikstýrir frumuppfærslunni á nýju leikriti sínu sem nefnist Brúðkaup og Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir í Menning- arhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði á morgun, föstudaginn 17. október, kl. 20, en önnur sýning verður sunnu- daginn 19. október. „Brúðkaup fjallar, eins og titill- inn bendir til, um brúðkaup. Þetta er sannkallað gamandrama,“ segir Guð- mundur og heldur síðan áfram: „Í verkinu er Herdís Eva loksins gengin út og ætlar að ganga að eiga hann Bjarna Þór, sem er traustur starfs- maður Heimilistækja,“ segir Guð- mundur og tekur fram að margt fari úrskeiðis í brúðkaupinu. „Í fyrsta lagi leggst séra Guðrún í lungna- bólgu og þá verður að kalla til fyrr- verandi sóknarprest sem er kominn allnokkuð út úr heiminum. Það tekur því nokkurn tíma að gefa brúðhjónin saman á hlaðinu við gamalt félags- heimili sem stendur úti í sveit. Síðan er boðið til veislu inni. Það vill svo óheppilega til að veislustjórinn er ákaflega ástfanginn af brúðinni og reynir hvað hann getur til að ná ást- um hennar. Hann skilur ekkert í stúlkunni að vilja ekki elska sig, enda er hann í góðri stöðu hjá Arion banka í Reykjavík,“ segir Guðmundur og tekur fram að stórt leyndarmál setji síðan allt í uppnám. Allir sem vilja fá að vera með Stutt er síðan Guðmundur leik- stýrði síðast eigin verki í Ólafsfirði, því á seinasta leikári leikstýrði hann verðlaunasýningunni Stöngin inn sem var samstarfsverkefni Leik- félags Ólafsfjarðar og Leikfélags Siglufjarðar. „Á þarsíðasta leikári ákváðu þessi tvö leikfélög að vinna saman í fyrsta sinn, en hafa síðan sameinast formlega undir merkjum Leikfélags Fjallabyggðar. Brúðkaup er því fyrsta verkefni nýja leikfélags- ins,“ segir Guðmundur. Þess má geta að Stöngin inn var að mati valnefndar Þjóðleikhússins athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2012-2013 og sýnd fyrir fullu húsi á stóra sviði Þjóðleikhússins í júní 2013. Von á dramatískum einleik „Ég finn því fyrir ákveðinni pressu núna um að jafnvel takist til í þetta sinn,“ segir Guðmundur kíminn og bætir við: „Þegar leikfélögin báðu mig að skrifa aftur fyrir sig verk datt mér fyrst í hug að skrifa um ætt- armót, en ákvað á endanum að skrifa frekar um brúðkaup,“ segir Guð- mundur og tekur fram að það hafi verið lykilatriði í sínum huga að vera með leikrit með mörgum hlut- verkum. „Og brúðkaup býður upp á að vera með margar persónur. Það er mín skoðun að sem flestir fái að vera með af þeim sem það vilja,“ segir Guðmundur. Alls taka rúmlega tutt- ugu leikarar þátt í sýningunni, en auk þess er nokkur tónlist í verkinu, bæði leikin og sungin. „Aldursbreiddin í leikhópnum er mikil. Þeir yngstu eru rétt undir tvítugu og þeir elstu á átt- ræðisaldri,“ segir Guðmundur og tekur fram að leikhópurinn sé að stórum hluta skipaður sömu leik- urum og í fyrra. „Brúðkaup er sjöunda leikritið sem ég set upp í Tjarnarborg í Ólafs- firði á sl. tuttugu árum og jafnframt fjórða leikritið sem ég skrifa fyrir heimamenn,“ segir Guðmundur og tekur fram að sér renni blóðið til skyldunnar þar sem hann eigi ættir að rekja til Ólafsfjarðar. Að sögn Guðmundar eiga leik- ritaskrif hans að nokkru rætur að rekja til kynjaskekkjunnar í leikbók- menntunum. „Leikbókmenntirnar eru þannig að þar eru oftast mun fleiri karlhlutverk en kvenhlutverk en kynjaskiptingin hjá áhugaleik- félögunum er yfirleitt á hinn veginn. Ég var orðinn svo þreyttur á að finna leikrit sem hentuðu leikhópunum að ég fór bara sjálfur að skrifa,“ segir Guðmundur og viðurkennir fúslega að sér finnist gaman að leikstýra eig- in verkum. „Ég ber ekki alltof mikla virðingu fyrir leikskáldinu og breyti óhikað textanum eftir þörfum í sviðs- vinnunni.“ Spurður hvað sé framundan hjá sér segist Guðmundur vera farinn að huga að uppsetningu á nýju verki eft- ir sig í febrúar sem ber vinnuheitið Tenórinn II – Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað en það er fram- hald á Tenórnum sem Guðmundur frumsýndi fyrir rúmum áratug og lék síðast í október í fyrra. Þetta nýja verk verður sýnt í Iðnó. „Sannkallað gamandrama“ Skrautlegur hópur Hér má sjá prúðbúna leikara sem og aðstandendur Brúðkaups á góðri stundu, en stemningin í hópnum er mjög góð. Fjölhæfur Guðmundur Ólafsson er leikari, leikstjóri og leikskáld. Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir Brúðkaup eftir Guðmund Ólafsson í leik- stjórn höfundar í Tjarn- arborg. „Ég ber ekki alltof mikla virðingu fyrir leik- skáldinu,“ segir leikstjór- inn. Guðmundur Ólafsson, leikari og leikstjóri, hefur á umliðnum ár- um skrifað bæði leikrit og bæk- ur. Meðal leikrita hans eru 1932 sem sett var upp í Borgarleik- húsinu árið 1991, Barið í brest- ina sem Leikfélag Ólafsfjarðar setti upp árið 2003, Tenórinn sem settur var upp í Iðnó árið 2003 og Stöngin inn sem Leik- félag Ólafsfjarðar og Leikfélag Siglufjarðar settu upp, en upp- setningin var að mati valnefnd- ar Þjóðleikhússins valin athygl- isverðasta áhugaleiksýning leikársins og leikin á stóra sviði Þjóðleikhússins sumarið 2013. Guðmundur er sennilega þekktastur fyrir þrjár bækur sínar um þá félaga Emil og Skunda, en hann hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 1986 fyrir fyrstu bókina í þeim flokki. Árið 1987 sendi Guðmundur frá sér bókina Klukkuþjófurinn klóki og 1998 Heljarstökk afturábak en fyrir þá bók hlaut hann fyrstur höfunda Íslensku barnabókaverðlaunin öðru sinni. Skapari Em- ils og Skunda VERÐLAUNAHÖFUNDURINN GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, gæti átt vel við hjá dans- hópnum „The Radio City Rockettes“ í New York-borg sem æfir nú á fullu fyrir hina árlegu jólasýningu sem verður í risa- byggingunni Rockefeller Center. Fyrsta sýningin verður eftir mánuð, í byrjun nóvember, en sú síðasta hinn 31. desember. Sýningarnar verða hvorki meira né minna en 202 svo það er eins gott að stúlkurnar séu í góðu dansformi og með allt á hreinu í steppdansinum. Allt frá því árið 1925 hefur þessi jóladanssýning verið ár- legur viðburður í Rockefeller Center en upphaf sitt á dans- sýningin í Englandi árið 1885, þegar John nokkur Tiller setti saman hóp af dansandi stúlkum sem röðuðu sér í beina línu og dönsuðu nýtt afbrigði af steppdansi. Á hverju ári bíða margir spenntir eftir þessari sýningu. 202 sýningar allt til enda desember Æft á fullu fyrir stepp- dans jólasýningarinnar Kattliðugar Þær geta heldur betur teygt fæturna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.