Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 16

Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 þjóðlegt gómsætt og gott alla daga www.flatkaka.is Gríptu með úr næstu verslun k ÖkugerÐ hp VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Öll gos hafa sína sérstöðu og við sjáum nýjar hliðar. Það safnast reynsla sem við reynum að skilja,“ segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann er einn þeirra fjölmörgu jarðvísindamanna sem fylgst hafa með þróuninni í Bárðarbungu og nágrenni og reynt að rýna í fram- haldið. Í jarðhræring- unum í Vatnajökli og eldgosinu í Holuhrauni hafa nokk- ur mikilvæg atriði bæst í reynslu- bankann. „Þarna er það hvernig gangurinn myndast út frá megineld- stöðinni. Það tekur hann tvær vikur að fara eftir jarðskorpunni og svo gýs á hinum endanum. Við höfum ekki séð þetta gerast svona áður þótt ýmislegt í jarðfræðinni hafi bent til þess að það gæti verið. Síðan er það framhaldið, eftir að gangurinn hefur myndast, hvernig kvikan heldur áfram að flæða og tappar af meg- ineldstöðinni, og askjan hrynur sam- an. Við höfum ekki séð slíkt áður og hefðum ekki getað giskað á að þetta gerðist svona,“ segir Páll og bætir því við að öskjuhrun af þessari stærðargráðu sé ný reynsla, ekki að- eins hér á landi heldur í heiminum. Jarðhræringarnar í Bárðarbungu hófust fyrir nærri tveimur mán- uðum. Jarðskjálftahrinan hófst 16. ágúst og þá var almannavarnakerfið ræst. Lítið gos virðist hafa orðið undir sporði Dyngjujökuls og síðan varð smágos nyrst í Holuhrauni. 31. ágúst hófst síðan eldgosið í Holuhrauni sem enn stendur. Þótt gosið hafi verið kraftmest í byrjun var aldrei neinn ofsi í því. Til marks um það segir Páll að vís- indamenn hafi orðið að sjá gosið á vefmyndavélum til að vera vissir um að það væri hafið. Hann segir að gos- sprungan hafi aldrei orðið lengri en tæpir 2 kílómetrar og er það miklu styttri gossprunga en algengast var í Kröflueldum og þekkist í Heklu- gosum. Gosið hefur dregist að mestu saman á einn stað, í kringum gíg sem nefndur hefur verið Baugur og hann hefur hlaðist vel upp. „Við sjáum ekki skýrar vísbendingar um það. Raunar er erfitt að meta það,“ segir Páll þegar hann er spurður að því hvort einhver merki séu um að gosið sé að fjara út. Hann segir að gosið virðist svipað og síðustu þrjár vik- urnar, eða svo, og hraunrennslið stöðugt. Bætir Páll því við að sigið í Bár- arbunguöskjunni sé besti mæli- kvarðinn á að gosið sé ekki í rénun, örlítið hafi dregið úr siginu en varla merkjanlega. Rennur undan Bárðarbungu Jarðskjálftavirknin yfir kviku- ganginum hélt áfram af nokkrum krafti eftir að gosið hófst. Það gerði jarðvísindamenn óörugga í að spá um framhaldið því venjulega hættir skjálftavirkni þegar kvikan nær til yfirborðs. Töldu þeir hugsanlegt að gossprungan gæti orðið lengri. Öflugir jarðskjálftar hafa hins Ný reynsla með hverju gosi  Páll Einarsson prófessor segir einstakt að hafa getað fylgst með ferð kvikunnar eftir ganginum út í Holuhraun og samspili öskjuhrunsins í Bárðarbungu og gossins  Ekki merki um að gosið sé að fjara út Ljósmynd/Morten Schioldan Riishus Holuhraun Eldvirknin er í gígnum sem vísindamenn hafa nefnt Baug og í sprungu útfrá honum. Glóandi hrauná rennur úr gígnum og hraunið breiðir sífellt úr sér. Gasið dreifist eftir vindátt. Páll Einarsson 
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.