Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 24

Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Falleg jólgjöf frá Ernu Handsmíðaðir íslenskir silfurmunir í 90 ár Serviettuhringurinn 2014 Verð: 12.500 Jólaskeiðin 2014 Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 )(hönnun Sóley Þórisdóttir Verð: 19.500 Skeiðin er smíðuð á Íslandi úr ósviknu silfri. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulags- ráðs, segir eigendur Höfðatorgs hafa þann möguleika að opna veitingastað á 16. hæðinni. „Umsögn ráðsins er endanleg í þeim skilningi að við segjum, það er fín hugmynd að hafa útsýnishæð, svo- nefndan „skybar“, en framkvæmdaaðilinn hefur þá 16 hæðir og getur þá notað 16. hæðina til þess. Ef viðkomandi framkvæmda- og rekstraraðilar telja að það sé góð viðskiptahugmynd að vera með svona út- sýnishæð og að það sé gott fyrir borgarbúa að hafa að- gengi að slíkri hæð þá veitir þessi bókun okkar heimild til þess. En við föllumst hins vegar ekki á að það sem þeir sóttust eftir, að tylla einni hæð ofan á húsið, 17. hæðinni. Við segjum að þeir geti notað það rými sem er samþykkt í deiliskipulaginu. Það var smá Salómons- dómur. Það var rætt heilmikið um kosti og galla þess- arar hugmyndar og þetta varð niðurstaðan, að hafna þessu ekki heldur leyfa það með þessum hætti.“ Þótti gluggasetningin vera einsleit – Hvaða kosti sáuð þið við þessa hugmynd? „Þetta kemur til af því að mörgum í umhverfis- og skipulagsráði fannst þetta hús líta út fyrir að verða svo- lítið einsleitt. Það er einsleit gluggasetning og yfirbragð- ið allt grátt, ef til vill í anda minimalisma. Við nefndum það við þá hvort hægt væri að brjóta þessa einsleitni upp og þá koma þeir fram með þessa hugmynd, sem er svolítið djörf. Þeir koma með gulan kubb ofan á húsið sem skagar aðeins út úr, eins og hon- um sé tyllt vitlaust ofan á bygg- inguna, til að brjóta hana upp. Það átti að gera þetta sjónrænt skemmti- legra. Númer tvö, sem er ekki síður sannfærandi, þá myndu borgarbúar fá útsýnisstað sem væri þá opinn öll- um. Þá verður þetta staður sem verð- ur ekki aðeins fyrir hótelgesti, heldur líka borgarbúa. Þetta voru kostirnir. Ókostirnir voru þeir að fara að breyta deiliskipulagi á húsi sem mörgum þykir nú þegar ansi stórt.“ Hjálmar segir aðspurður að það hafi einnig verið sjónarmið að skapa ekki fordæmi með því að fallast á við- bótarhæð, eftir að skipulag var samþykkt. Horfa þurfi til jafnræðisreglu í þeim efnum. Almenningsrýmið væri torg milli húsanna Fyrir utan Höfðatorgsturninn, sem er 19 hæðir, og Fosshótel-turninn, sem verður 16 hæðir, stendur til að reisa 12 hæða íbúðaturn og tvo lægri skrifstofuturna á austari hluta lóðarinnar. Efstu hæðir þessara bygginga verða að óbreyttu ekki opnar almenningi. Spurður út í þá staðreynd að hið mikla útsýni yfir sundin verði þannig aðeins fyrir starfsfólk og íbúa segir Hjálmar að þegar reiturinn var skipulagður sumarið 2006 hafi verið lögð mikil áhersla á að almenningsrýmið væri torg milli húsanna, ekki útsýnishæðir á efstu hæð- um háhýsanna fimm á reitnum. Fram hefur komið að Eykt undirbúi framkvæmdir við 12 hæða íbúðaturn með 80 íbúðum við hlið hótelsins og er áformað að hefja þá uppbyggingu síðar í haust. Vildu brjóta upp grátt yfirbragð hótelturnsins  Skipulagsráð var hlynnt breytingu en hafnaði útfærslu Hjálmar Sveinsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umhverfis- og skipulagsráð Reykja- víkur féllst ekki á hugmyndir félags- ins Höfðatorgs um að bæta einni hæð ofan á hótelturn sem er langt komin í byggingu á Höfðatorgi. Ætl- unin var að bæta 17. hæðinni ofan á turninn og hafa þar veitingaaðstöðu með miklu útsýni yfir miðborg Reykjavíkur og sundin. Turninn verður 16 hæða og er uppsteypa á honum langt komin. Flaggskip Fosshótels-keðjunnar verður opnað þar í byrjun næsta sumars, með 340 herbergjum. Eins og meðfylgjandi teikningar sýna hafði félagið Höfðatorg látið gera frumdrög að 17. hæð ofan á hót- elið. Þar áttu að vera stórir gluggar með góðu útsýni. Ljósmyndin hér til hliðar sýnir turninn eins og hann leit út í gær. Hallgrímur Magnússon, byggingarstjóri Höfðatorgs, segir unnið að því að steypa upp 15. hæð- ina. Hann væntir þess að 16. og efsta hæðin verði steypt upp í nóvember og að síðar í nóvember verði búið að loka öllu húsinu með gluggum. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins mun efsta hæðin, sú 16., líta út eins og hæðirnar fyrir neðan. Það þýðir að 16. hæðin verður ekki hönnuð með það í huga að þar séu útsýnis- gluggar ætlaðir almenningi. Það vekur því athygli að í umsögn um- hverfis- og skipulagsráðs segir að vel sé hægt að opna slíka veitingaað- stöðu á 16. hæðinni. Tekið undir með fagrýnihópi „Umhverfis- og skipulagsráð fagnar hugmynd um að breyta efstu hæð hótels við Borgartún 8-16 í svo- kallaðan „skæbar“. Ráðið tekur und- ir niðurstöðu fagrýnihóps um að æskilegt sé að efsta hæð hússins verði opin fyrir almenning. Ekkert er því til fyrirstöðu að þeim mark- miðum verði náð innan ramma gild- andi deiliskipulags hvað varðar fjölda hæða byggingarinnar. Ekki er hægt að fallast á að nauðsynlegt sé að bæta 17. hæðinni við ofan á hót- elið til að koma megi fyrir slíkri veit- ingaaðstöðu á efstu hæð.“ Höfnuðu útsýnishæð á Höfðatorgi  Umhverfis- og skipulagsráð féllst ekki á ósk verktaka um að bæta 17. hæðinni við Fosshótels-turninn  Á 17. hæðinni átti að vera veitingaaðstaða með miklu útsýni  Hæðin hefði verið opin almenningi Frumdrög Veitingaaðstaðan á 17. hæðinni í Fosshótel-turninum hefði orðið glæsileg. Hluti hennar hefði skagað fram af turninum. Hæðin hefði orðið kennileiti í borgarlandslaginu. Tjáir sig ekki » Pétur Guðmundsson, for- stjóri Eyktar og eigandi Höfða- torgs ehf., baðst undan viðtali vegna málsins. » Fram hefur komið að kostn- aður við byggingu Fosshótels- turnsins sé um 8 milljarðar. » Ætlunin er að opna þar 340 herbergja hótel í upphafi næsta sumars. Tölvuteikningar/PK Arkitektar Morgunblaðið/Eggert Hótelturninn Framkvæmdirnar hófust í nóvember 2013 er áformað að þær taki 18 mánuði. 200 til 300 manns vinna að jafnaði við framkvæmdirnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.