Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 27

Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 27
Theódóra Matthíasdóttir er ein af þeim sem hafa verið í forsvari fyrir verkefnið og fylgt því eftir. Hún var spurð út í hvernig gengi að fá fólk til að hætta að nota plast- pokana í verslunum. Eitt lítið skref Hún segir að viðbrögðin séu mjög góð og miklu betri en hún átti von á. „Við renndum blint í sjóinn, hvernig þessari hugmyndi yrði tekið. Við bjuggumst við að heyra margar gagnrýnisraddir sem þætti litill til- gangur í að minnka plastpokanotkun og að aðrir þættir umhverfismála væru miklu nauðsynlegri. En þessar raddir heyrast ekki. Við erum að taka eitt lítið skref til að bæta um- hverfi okkar. Það er alltaf byrjunin. Við höfum allt frá byrjun verið í góðu sambandi við verslanir og þjón- ustuaðila í Stykkishólmi og nú hafa flestir þeirra eða um 95 % hætt að nota plastpoka. Stærsta verslunin hér er Bónus og eru forsvarsmenn þess tilbúnir að vinna með okkur, en það þarf lengri aðlögun fyrir þá en aðrar verslanir á svæðinu. Það eru að koma á markaðinn stórir og sterkir maíspokar og þeir munu fljótt verða ráðandi í stað plastpok- anna. Þó auðvitað viljum við helst leggja áherslu á notkun margnota burðarpoka.“ segir Theódóra Theódóra segir að mikið magn af plastpokum fari í urðun og stefnan sé að losna alveg við plast af urð- unarstöðum. „Plast eyðist illa og seint í náttúrunni, en sama á ekki við um pappír og maíspoka. Það er ekki mikið mál að bæta margt í umgengni okkar. Breyttur hugsunarháttur er fyrsta skrefið. Það er gaman að vinna að svona verkefnum í litlu samfélagi. Það vilja allir reyna að gera sitt besta og eftir ekki langan tíma þorir varla nokkur að láta sjá sig með plastpoka koma út úr búðinni,“ segir Theódóra að lokum. FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Nú fer að líða að lokum makríl- og síldarvertíðar. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað er haft eftir Jóni Gunnari Sig- urjónssyni, verksmiðjustjóra í fisk- iðjuveri, að vertíðin hafi verið ein- staklega góð. Frá því að hún hófst um miðjan júlí hafi enginn dagur fallið niður í vinnslunni vegna hráefnisskorts. Íslensk skip veiddu 134.325 tonn af makríl á fyrstu átta mánuðum ársins og var tæpum 125 þúsund tonnum aflans landað úr íslenskri lögsögu eða 93%. Um 9.514 tonn- um var landað úr grænlenskri lög- sögu. Veiðarnar þar eru undir stjórn Grænlendinga með samn- ingum viðkomandi skipa við græn- lenskar útgerðir, að því er segir á vef Fiskistofu. Fyrstu átta mánuði ársins var landað 9.626 tonnum af norsk- íslenskri síld, sem er nokkuð minni afli en á sama tíma í fyrra. Síldin veiðist einkum er líður á sumarið og í september var góður gangur í veiðunum og síldin yf- irleitt vel haldin. Samfelld vinnsla á síld og makríl Enn dregur úr afla í úthafskarfa og hefur hann aldrei verið minni síðan íslensk skip hófu beina sókn í úthafskarfa á Reykjaneshrygg, segir á vef Fiskistofu. Nú þegar vertíðinni er lokið er niðurstaðan að aðeins fengust 2.436 tonn af út- hafskarfa, en í fyrra var aflinn hins vegar 8.617 tonn. Aflinn aðeins svipur hjá sjón Þess má geta að á velmektarár- um úthafskarfaveiðanna á Hryggnum var heildarafli íslensku skipanna oft rúmlega 40 þúsund tonn. Þess má enn fremur geta að heildarveiðin á árinu 1996 var rúmlega 51 þúsund tonn. Aflinn á þessari vertíð er því aðeins svipur hjá sjón, segir á vef Fiskistofu. Aldrei minna veitt af úthafskarfa Fyrsti áfangi örþörungaverksmiðju líftæknifyrirtækisins Algalífs á Ásbrú á Reykjanesi var formlega tekinn í notkun í gær. Í verksmiðjunni verða ræktaðir örþörungar sem nefnast haemato- coccus pluvialis, en úr þeim er unnið virka efnið astaxanthin. Samkvæmt uppplýsingum frá Algalífi er það sterkt andoxunarefni sem er notað í fæðubótarefni og vítamínblöndur, auk þess að vera neytt í hylkjaformi. Mikill og vaxandi markaður sé fyrir efnið og heimsframleiðslan núna anni hvergi nærri eftirspurn. Skrifað var undir fjárfestinga- samning við ríkið fyrir átta mán- uðum. Áætlaður kostnaður við upp- byggingu örþörungaverksmiðjunnar er um tveir milljarðar króna og hefst framleiðslan strax, en fullum afköst- um verður náð árið 2016. Nú starfa tæplega 20 manns hjá fyrirtækinu, en verða um 30 þegar verksmiðjan verður komin í fullan gang. Algalíf nýtir nú 1.500 m² húsnæði sem þegar er til á Ásbrú, gamla varnarsvæðinu við Keflavíkur- flugvöll, en mun byggja við það um 6.000 m². Verksmiðjan mun nota 5 megavött af raforku og hefur samið við HS orku til 25 ára. Örþörungaverksmiðja tekin til starfa á Ásbrú Kynning Skarphéðinn Orri Björnsson forstjóri Algalífs, sýndi gestum ör- þörungaverksmiðjuna þegar hún var tekin formlega í notkun í gær. KOMDU MEÐ MÁLIN og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI Þú nýtur þekkingar og reynslu og fyrsta flokks þjónustu. VIÐ KOMUM HEIM TIL ÞÍN, tökum mál og ráðleggjum um val innréttingar. ÞÚ VELUR að kaupa inn- réttinguna í ósamsettum einingum, samsetta, eða samsetta og uppsetta. HREINT OG KLÁRT Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500Mán. - föst. kl. 10-18 · Laugardaga kl. 11-16 Við sníðum innrétt- inguna að þínum óskum. Þú getur fengið skúffur og útdregin tauborð undir véL- arnar, einnig útdreginn óhreinatausskáp, kústaskáp o.m.fl . Fataskápar og sérsmíði Baðherbergi Skóhillur Uppþvottavélar Helluborð Ofnar Háfar Kæliskápar RAFTÆKI FYRIR ELDHÚSIÐ TILBOÐ AFSLÁTTU R25% AF ÖLLUM INNRÉTT INGUM TIL 20. OK T. GÓ KAUP VEGNA GÓÐRA UNDIRTEKTA HÖFUM VIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ FRAMLENGJA HAUSTTILBOÐ OKKAR TIL 20. OKTÓBER NÚ ER LAG AÐ GERA Glæsilegar innréttingar á tilboðsverði Vandaðar hillur Pottaskápar Þvottahúsinnréttingar ÁBYRGÐ - ÞJÓNUSTA 5 ár á innréttingum, 2 ár á raftækjum. Fríform annast alla þjónustu. (Trésmíðaverkstæði, raftækjaviðgerðaverkstæði). VÖNDUÐ RAFTÆKI Á VÆGU VERÐI friform.is Viftur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.