Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 36

Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Samanlagður áætlaður kostnaður forsætisráðuneytisins og utanrík- isráðuneytisins vegna ferða ráð- herra og fylgdarliðs á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september sl. og tengda viðburði, nam tæplega 5,5 milljónum króna. Auk forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fóru til New York á vegum ráðuneytisins Jörundur Valtýsson utanrík- ismálaráðgjafi ráðherra, Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður ráð- herra og Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona forsætisráðherra, sem tók þátt í sérstakri makadagskrá. Sigmundur Davíð sótti m.a. leið- togafund um loftslagsbreytingar 23. september, tók þátt í setningu alls- herjarþingsins 24. september og hliðarviðburðum því tengdu, og átti óformleg samtöl við erlenda ráða- menn. Þá kynnti ráðherra sér starf- semi íslenskra fyrirtækja í New York og hélt ræðu á ársfundi ís- lensk-ameríska viðskiptaráðsins, samkvæmt upplýsingum frá forsæt- isráðuneytinu. Kostnaður ráðuneytisins vegna ferðarinnar, sem stóð yfir 22.-29. september, nam 1.941.770 krónum. Sat fjölda tvíhliða funda Gunnar Bragi Sveinsson utanrík- isráðherra, Einar Gunnarsson ráðu- neytisstjóri, Hermann Ingólfsson skrifstofustjóri alþjóða- og öryggis- skrifstofu og Sunna Gunnars Mar- teinsdóttir aðstoðarmaður ráðherra tóku þátt í ráðherraviku allsherj- arþings SÞ á vegum utanríkisráðu- neytisins. Ferð þeirra stóð jafn lengi og ferð sendinefndar forsætisráðu- neytisins en áætlaður kostnaður vegna hennar er 3.481.368 króna. Gunnar Bragi átti marga tvíhliða fundi, m.a. með utanríkisráðherra Barbados, þar sem loftferðasamn- ingur var undirritaður, og utanrík- isráðherra Albaníu, þar sem skrifað var undir tvísköttunarsamning. Þá fundaði ráðherrann með Riyad al- Maliki, utanríkisráðherra Palestínu, og sótti ýmsa ráðherrafundi. holmfridur@mbl.is 5,5 milljónir vegna allsherjarþingsins AFP Þing Forsætisráðherra ávarpaði leiðtogafund um loftslagsbreytingar.  Átta fóru utan á vegum ráðuneytanna Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Þegar ég byrjaði að kynna mér sögu kirkjunnar og vinna að bók- inni komst ég að því að Graf- arvogur er í raun eins og lítið kauptún í borg- inni, þar sem íbúar hafa staðið þétt saman og skapað sterkt samfélag. Sóknarstarfið endurspeglar það,“ segir Sig- mundur Ó. Steinarsson, höf- undur bókarinnar Grafarvogssókn 25 ára 1989-2014, sem kom út ný- verið. Bókin er tæplega 300 síður og hana prýða ótal myndir frá litríkri sögu sóknarinnar. Hverri opnu er skipt niður í fjóra fleti sem end- urspegla altaristöflu kirkjunnar sem er í bláum og gulum lit. „Ég vildi að lesandinn fengi þá tilfinn- ingu að hann væri að lesa á alt- aristöfluna, sem er ákaflega fal- leg.“ Sigmundur lagði upp með að stíll bókarinnar yrði léttur og textinn læsilegur og skemmti- legur, ekki þurr skýrsla um kirkjustarfið. Bókin er byggð upp á ótal viðtölum við fólk sem hefur komið að starfinu í gegnum tíðina. Til að brjóta upp síðurnar greip Sigmundur til þess ráðs að munda pensilinn og vatnslitaði ótal arkir í ljósum litum, sem hann notaði sem rammagrunna undir styttri fróð- leiksmola, sem kalla á lesendann. Sigmundur hafði gaman af ritun bókarinnar og lagðist í mikla rannsóknarvinnu – komst til dæm- is að því að þriggja tonna altari kirkjunnar var smíðað úr steini sem kom frá Simbabve í Afríku. „Ég hafði mjög gaman af vinnslu verksins, enda mikið líf í söfn- uðinum, sem á sér stutta en litríka sögu.“ Spurður hvort hann sé trúaður svarar Sigmundur að hann hafi gengið með kross um hálsinn frá unglingsaldri. Ljósmynd/Björg Vigfúsdóttir Útgáfa Bókin var afhent við hátíðlega athöfn, Agnes M. Sigurðardóttir tók við fyrsta eintakinu í Grafarvogskirkju úr hendi ritnefndarinnar. Grafarvogur kauptún í borginni Bók á 25 ára afmæli Grafarvogssóknar » Sigmundur Ó. Steinarsson ritaði sögu Grafarvogssóknar. » Veglegt brot, tæplega 300 síður og ótal myndir af starfinu. » Þriggja tonna altari kirkjunnar var smíðað úr steini sem kom frá Simbabve í Afríku. Sigmundur Ó. Steinarsson „Litla Barcelona“ Valencia Páskaferð Beint leiguflug með Icelandair 1.-5. apríl. 2015 VERÐ FRÁ: SH Abashiri HHH 115.900 KR á mann m.v. tvo fullorðna í tvíbýli með morgunverði. Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is „Maður mætir ekki ólesinn í próf hjá þessu fólki,“ sagði Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbank- ans, í skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Óhætt er að full- yrða að Sigurjón hafi komið vel undir- búinn í réttarsal eftir að hafa setið á hliðarlínunni í fimm daga. Skýrslu- takan hófst kl. 8.30 og stóð yfir til kl. 14, en þá er búið að taka skýrslu af öll- um sakborningum í máli sérstaks saksóknara gegn Landsbankamönn- um. Sigurjón sagði að aldrei hefði verið reitt jafn hátt til höggs og í þessu máli. Sigurjón, Ívar Guðjónsson, fyrr- verandi forstöðumaður eigin fjárfest- inga Landsbankans, og Júlíus S. Heiðarsson og Sindri Sveinsson, fyrr- verandi starfsmenn eigin fjárfest- inga, hafa verið ákærðir fyrir mark- aðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 3. október 2008 og eru sakaðir um að hafa handstýrt verðmyndun hlutabréfa í Landsbank- anum og með því blekkt fjárfesta, kröfuhafa, stjórnvöld og samfélagið í heild. Óendanleg hneykslun Sigurjón varðist af krafti í réttar- salnum, fór upp og niður tilfinninga- skalann, sló á létta strengi og var harðorður í garð embættis sérstaks saksóknara, en hann sagði mikið um rangfærslur í ákærunni. „Hvað er í gangi? Hvernig er þetta hægt, að ég sé búinn að vera í fangelsi og hand- tekinn? Það er búið að hlera mig, það er búið að hlera fundi sem ég hef ver- ið á með fólki úti í bæ. Það er búið að fara yfir 520 þúsund tölvupósta, hlusta á sjö þúsund símtöl og taka 80 kassa niðri í vinnu og það er búið að fara yfir hvert einasta plagg, og það dettur engum í hug að skoða hvernig þetta var áður en ég byrjaði að vinna [í bankanum, innsk. blm],“ sagði Sigurjón. Ummælin lét hann falla eftir að hann vakti athygli á því að á ákæru- tímabilinu hefðu nettó viðskipti sem hlutfall af heildarveltu í eigin bréfum Landsbankans oft farið yfir 50%, jafnvel 70-80%. Hann benti hins veg- ar á að á árunum 2000 til 2003 hefði hlutfallið margsinnis – oft dag eftir dag – farið upp í 100%, bæði í sölu og kaupum. Þá hefði bankinn verið aleinn að kaupa eða selja á markaði. Sigurjón sagði hneykslun sína óendanlega, þar sem markmið sak- sóknara væri að fangelsa menn í 5-6 ár. „Maður skipti sér aldrei af þessu og starfsmennirnir sem voru að vinna, það hvarflaði ekki að þeim að þeir væru að gera annað en rétt,“ sagði hann. Var ekki að halda uppi verðinu fyrir Björgólfsfeðga „Eigin stöðutaka [eigin fjárfest- ing], eða einstakir starfsmenn þar, þeir fengu ekki, hvorki bein né óbein fyrirmæli, leiðbeiningar, línur eða áherslur, hvorki frá mér né fjármála- nefndinni, með þeim hætti sem mér finnst stundum hafa verið sagt. Ann- að en það að það var auðvitað gefin lína með þessi þrjú prósent eða fimm prósent,“ sagði Sigurjón í gær og vís- aði til þess að heildarstaða eignar- hlutar Landsbankans í eigin bréfum væri innan við 3% en í einstaka bréf- um væri ekki farið yfir 5%. Hann sagði að starfsmenn eigin fjárfestinga hefðu verið að vinna eftir fyrirkomulagi sem var þegar til stað- ar, þ.e. áður en þeir hófu störf hjá Landsbankanum. Sigurjón hóf störf 2003 en aðrir seinna. Sigurjón sagði jafnframt galið að halda því fram að hann hefði verið aðalmaðurinn í því að halda uppi hlutabréfaverði í Lands- bankanum fyrir eigendurna, feðgana Björgólf Thor Björgólfsson og Björg- ólf Guðmundsson. „Það var einmitt enginn að halda uppi einu verði eða gera eitt né neitt,“ sagði hann. Venjulegir fjölskyldumenn Sigurjón sagði að hann hefði verið sannfærður fram á síðustu stundu um að Landsbankinn myndi standa af sér efnahagslægðina haustið 2008 en eftir að Glitnir hefði verið „sprengdur í loft upp“ hefði verið ljóst að endalokin væru í nánd. Hann gagnrýndi að öllu hefði verið snúið á haus í málatilbún- aði sérstaks saksóknara og að rann- sókn málsins hefði ekki verið hlut- laus. „Ég held bara að aldrei nokkru sinni, bara í neinu máli, hafi verið reitt jafn hátt til höggs til þess að reyna að sanna eitthvað sem er bara ekki til staðar, og reyna að sanna eitt- hvað á algjörlega blásaklaust fólk. Bara venjulega fjölskyldumenn sem þurfa að sitja hérna og berjast við þetta vald,“ sagði hann í tilfinninga- þrungnu ávarpi sínu. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram í dag en þá verða vitni leidd fyrir dóminn. „Aldrei verið reitt jafn hátt til höggs“  Unnu eftir fyrirkomulagi sem var þegar til staðar Morgunblaðið/Þórður Í dómsal Sigurjón sagði við skýrslutökuna í gær að Kauphöllin hefði aldrei gert athugasemdir við eigin fjárfestingar Landsbankans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.