Morgunblaðið - 09.10.2014, Síða 38

Morgunblaðið - 09.10.2014, Síða 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook Rauðir dagar 6.-10. október Síðdegisboð VÍB Ídag býður VÍB til síðdegisopnunar milli kl. 16.00-18.00. Sérfræðingar VÍB verða á staðnum og bjóða upp á ráðgjöf, spjall og svör við spurningum um sparnað, fjárfestingar og séreignarsparnað. Einnig verða óformlegar spjallstofur þar sem gestum gefst tækifæri til að taka þátt í umræðum um verðbólgu og efnahagsmál, skuldabréfamarkaðinn og hlutabréfamarkaðinn. Boðið verður upp á veitingar frá Búrinu. Íslandsbanki Kirkjusandi. Fim. 9. okt. kl. 16.00-18.00 Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Á dagskránni í dag er meðal annars síðdegisfundur VÍB um sparnað, fjárfestingar og séreignarsparnað. Kynntu þér dagskrá Rauðra daga á islandsbanki.isbanki.is Þú gætir unnið iPhone 6 Notaðu Íslandsbanka Appið í október og þú ert með í leiknum. Kynntu þér Appið og iPhone leikinn á islandsbanki.is SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Vel virðist horfa með bókanir og áhuga erlendra ferðamanna á norður- ljósaferðum hér á landi í vetur. Gosið í Holuhrauni hefur kallað á ein- hverjar afbókanir eða fyrirspurnir ferðamanna en fleiri hafa hins vegar sýnt áhuga á að sjá gosið berum aug- um. Mikil ásókn er því í flugferðir yfir eldgosið norðan Vatnajökuls. Friðrik Pálsson á Hótel Rangá, sem gerir sérstaklega út á að sýna ferðamönnum norðurljósin, segir vet- urinn líta mjög vel út. „Við höfðum áhyggjur af því að umfjöllun í erlendum fjölmiðlum yrði ekki eins mikil og hún hefur verið. Hún er eitthvað minni en við tókum okkur til og reyndum að bæta um betur. Við settum upp stjörnuskoð- unarhús og höfum auglýst grimmt hjá okkar viðskiptavinum að þetta sé hrein viðbót við norðurljósaferðir. Hvort sem það er því að þakka eða ekki, þá er bókunin í vetur á við það sem var í fyrra,“ segir Friðrik. Hann segir vertíðina þegar hafna. Skilyrði til norðurljósaferða hafi verið ágæt, þrátt fyrir rysjótta tíð. Fyrstu ljósin hafi sést 15. ágúst síðastliðinn en héðan í frá megi reikna með norð- urljósum á himni allt fram í mars eða byrjun apríl. „Gestirnir sem til okkar koma hafa getað treyst því að við vekjum þá hve- nær sem er að nóttu til ef norður- ljósin sjást. Þetta gerðist síðast um miðja nótt fyrir stuttu og þá voru gestirnir komnir út á hlað örfáum mínútum síðar, sumir í náttfötum en aðrir fullklæddir,“ segir Friðrik. Hann segir miklu skipta að ferða- menn sem til þeirra koma, sem líta á það sem meginmarkmið að fá að sjá norðurljósin, séu vel búnir undir það að sjá ljósin ekki. „Þeir skilja að þetta er bara bónus og þiggja því mikla afþreyingu hjá okkar samstarfsaðilum. Öll sú af- þreying, sem er í boði á sumrin, er einnig á veturna nema þá helst lax- veiðin og golfið.“ Aðspurður segir Friðrik að eld- gosið í Holuhrauni hafi vissulega haft einhver áhrif á eftirspurnina. Að- allega séu það ferðamenn frá Suð- austur-Asíu sem vilji síður taka mikla áhættu með löngu flugi til Íslands, ef ske kynni að frekari eldgos yrðu með tilheyrandi truflun á flugumferð. Hann segist hafa nýlega verið á ráð- stefnu í S-Evrópu þar sem gosið í Holuhrauni kom til tals. „Hið merki- lega var að nær allir báru þetta sam- an við gosið í Eyjafjallajökli 2010. Það virðist sem alþjóðafjölmiðlar hafi búið til þessi áhrif í fyrstu, þegar flug- vandræðin 2010 voru rifjuð upp. Sem betur fer hefur það ekki gerst en ég býð ekki í það ef hlutirnir endurtaka sig,“ segir Friðrik. Á náttfötum í norðurljósaferðir  Vel horfir með bókanir í norðurljósaferðir í vetur  Ferðamenn eru vaktir upp um miðja nótt á Hótel Rangá ef sést til norðurljósa  Afbókanir vegna eldgossins koma einkum frá Suðaustur-Asíu Morgunblaðið/Árni Sæberg Norðurljós Erlendir ferðamenn hafa komið til landsins í stórum stíl yfir veturinn til að sjá norðurljósin. Guðrún Þórisdóttir, sölustjóri Iceland Excursions - Gray Line Iceland, segir eftirspurn eftir norðurljósaferðum mjög svip- aða og í fyrra, sem var metár. Fyrirtækið er með daglega rútu- ferð að kvöldi til og eftir 15. október verða farnar tvær ferðir á dag. Bætt verður við sér- stökum lúxusferðum, þar sem farnar verða lengri ferðir, allt upp undir átta tíma og boðið upp á mat og kaffi á leiðinni. Fullbúnar rútur verða notaðar í ferðirnar, með salerni og öllu tilheyrandi, og stoppað lengur á hverjum stað en í hefðbundnum ferðum. Guðrún segist lítið finna fyrir áhrifum eldgossins á bókanir. Mest hafi verið spurt fyrstu dagana eftir að gosið hófst en nú berist varla fyrirspurnir eða afbókanir. „Við finnum mikinn áhuga ferðamanna, sem hingað eru komnir, á því hvernig þeir geti komist að eldstöðvunum og séð gosið með eigin augum,“ segir hún. Lúxusferðir á lengri leið ICELAND EXCURSIONS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.