Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 46

Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 46
46 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 hverju leyti Kvennakirkjunni að þakka. Þá hafi kirkjan átt stóran þátt í því að breyta málfari þannig að það útilokaði ekki konur. „Ég held að Kvennakirkjan, og femínískir prestar og guðfræðingar, hafi átt stóran þátt í því að í síðustu þýðingu á Biblíunni er talað til beggja kynja,“ segir Arndís og bend- ir á að nú sé talað um „bræður og systur“ þar sem áður stóð einungis „bræður“. „Kvennakirkjan gaf út bók árið 1999 sem heitir Vinkonur og vinir Jesú og þar eru valdir Biblíu- textar á máli beggja kynja. Þannig að það var Kvennakirkjan sem gerði þær breytingar á prenti sem skiluðu sér inn í Biblíuna 2007.“ Prestar Kvennakirkjunnar eru tveir, Arndís og Auður Eir Vil- hjálmsdóttir, sem var vígð til prests fyrir 40 árum, fyrst íslenskra kvenna. Báðar sinna starfinu í sjálf- boðavinnu. „Ég bauð mig fram til að vinna með Kvennakirkjunni því ég vil gjarnan taka þátt í því sem Kvennakirkjan hefur verið að gera; breyta hlutunum, gera þá opnari og léttari,“ segir Arndís. Byggist ekki á abstrakt heim- spekilegum vangaveltum Arndís segir kvennaguðfræðina, eða femíníska guðfræði, ávallt hafa höfðað mjög sterkt til sín, en út- gangspunktur hennar sé mjög frá- brugðinn hefðbundinni guðfræði. „Hún byrjar í reynslu fólks af guði. Hún byrjar ekki í einhverjum heim- spekihugsunum eða kerfum heldur er hún að skoða hvernig einstakling- urinn upplifir guð. Það eru ekki fræðimenn sem sitja og spekúlera og velta því fyrir sér hvernig guð er eða hvað guð er á einhvern abstrakt hátt. Og þess vegna fannst mér hún mjög heillandi.“ Arndís er eina nýlega dæmið um prest sem er vígður til sjálfboðinnar þjónustu en sá síðasti á undan henni var Jón Helgason, síðar biskp, sem var vígður 1895. Hún gerir þó lítið úr þessari staðreynd. „Það er mjög mikið af sjálfboðaþjónustu sem fólk er að vinna alls staðar alla daga á Ís- landi. Í öllum íþróttafélögum, Rauða krossinum, Kiwanis og Lions; þetta er allt meira og minna sjálfboðavinna í þágu einhvers málstaðar,“ segir Arndís, sem er í launuðu starfi hjá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ. Hún segir Kvennakirkjuna afar mikilvæga. „Hún hefur þegar lagt þónokkuð til kirkjunnar og þessar breyttu áherslur, eins og hvernig tal- að er í helgihaldinu varðandi kynin, það hefur skipt máli. Og ég held að jafnrétti kynjana sé ekki, frá mínum bæjardyrum séð, útkljáð mál.“ Á það við innan þjóðkirkjunnar? „Já líka,“ segir Arndís. „Ég held að kirkjan þurfi að velta fyrir sér hvernig hún talar til fólks og hvernig guðsþjónusturnar eru. Við verðum að ná til fólks,“ segir hún. Kirkja byggð á kvennaguðfræði  Arndís G. Bernhardsdóttir Linn var vígð til sjálfboðinnar þjónustu í Kvennakirkjunni í fyrra  Þótti kvennaguðfræðin frelsandi  Kirkjan átti stóran þátt í því að breyta „bræðrum“ í „systkin“ Morgunblaðið/Golli Öðruvísi „Kvennaguðfræðin er ekki upptekin af syndinni sem einhverju sem þú gerir og gerir þig að slæmri mann- eskju, heldur segir hún miklu frekar að synd okkar sé að vera ekki sú eða sá sem guð ætlar okkur að vera.“ VIÐTAL Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Ég fór ekki að sækja kirkju fyrr en ég var komin yfir þrítugt og það var mjög margt í helgihaldinu sem mér fannst framandi, ekki bara það að það var bara verið að tala til karla heldur líka að sá orðaforði sem var verið að nota var pínulítið úreltur og þá verður messan kannski ekki sér- lega merkingabær, því þú skilur ekk- ert alltaf hvað verið er að tala um.“ Þetta segir Arndís G. Bernhards- dóttir Linn, sem var vígð til þjónustu í Kvennakirkjunni í júlí í fyrra. Kvennakirkjan starfar innan þjóð- kirkjunnar en guðsþjónustur kirkj- unnar taka mið af kvennaguðfræði og eru um margt ólíkar því sem flest- ir eiga að venjast. „Ég kynntist kvennaguðfræði og Kvennakirkjunni á meðan ég var í guðfræðideildinni,“ segir Arndís, sem útskrifaðist 2008. „Ég hafði farið í nokkrar messur hjá Kvennakirkj- unni og fannst þær heillandi, og kvennaguðfræðin öll; hvort sem við köllum hana kvennaguðfræði eða femíníska guðfræði. Mér fannst hún frelsandi og opnari, jákvæðari og skemmtilegri í alla staði,“ segir hún. Óhefðbundnar guðsþjónustur Í Kvennakirkjunni er guð „hún“ og Arndís viðurkennir að vissulega hafi verið ögrandi í fyrstu að heyra talað um guð í kvenkyni. Hún segir guðsþjónusturnar, sem haldnar eru einu sinni í mánuði, ólíkar hefð- bundnum messum að því leyti að presturinn er ekki í aðalhlutverki, heldur situr hann úti í sal meðal fólksins. Þá taka sóknarbörnin virk- an þátt: Lesa texta og bænir, leggja fram eigin bænarefni og segja frá trú sinni. Starfsemi Kvennakirkjunnar felst einnig í námskeiðahaldi og þátttöku í guðfræðilegri umræðu. Almennt séð segir Arndís að guðsþjónustur á veg- um þjóðkirkjunnar séu frjálslegri í dag en þær voru og það sé að ein- Kvennakirkjan var stofnuð af kon- um sem sóttu námskeið í kvenna- guðfræði vorið 1991 hjá Auði Eiri Vilhjálmsdóttur. Fyrsta messan var haldin 14. febrúar 1993 í Kópa- vogskirkju en það var sr. Agnes Sigurðardóttir, nú biskup, sem predikaði. Samkvæmt söguágripi á vefsvæði Kvennakirkjunnar, kvennakirkjan.is, fór fyrsta ferm- ingin í kirkjunni fram árið 2001 en eftir það hefur kirkjan fermt nokk- ur börn á ári hverju og veitt þeim fermingarfræðslu. Í október munu námskeið kirkj- unnar fjalla um önnur trúarbrögð en þau verða haldin á mánudags- kvöldum frá kl. 20-21.30 í Þing- holtsstræti 17. Arndís segir erfitt að henda reiður á fjölda þeirra sem taka þátt í starfi Kvennakirkjunnar en segir guðsþjónusturnar mjög vel sóttar. Fermingar og námskeiðahald FYRSTA MESSAN HALDIN 14. FEBRÚAR 1993 Arndís, sem hefur nú starfað hjá Kvennakirkjunni í rúmt ár, segist ekki hafa orðið vör við fordóma í garð kirkjunnar, en hins vegar séu þeir fjölmargir sem vita ekki að hún er til. Hún bendir hins vegar á að um leið og eitthvað sé kallað „femínískt“ fái það á sig neikvæðan stimpil. En er Kvennakirkjan femínísk kirkja? „Já, ég myndi ætla það. Fem- ínismi er ekki einhver ein meg- instefnulína. Í femínískri guðfræði er að finna mjög róttæka guðfræði og mjög frjálslynda, þetta er svo breiður straumur. Það er ekki bara ein femínísk leið. Þær konur sem gengu lengst í kvennaguðfræðinni, eða femínískri guðfræði, þá er ég að tala um erlend- is, kölluðu sig „post-christian“. Hættu að vera „kristnar“, af því að þær sögðu að kirkjan væri svo gölluð að henni væri ekki við bjargandi. En svo er miklu stærri hópur sem ákvað að halda áfram að vera femínistar en starfa innan kirkjunnar til að reyna að breyta henni. Þannig að þegar maður segir „femínisti“ þá erum við að tala um alveg rosalegt litróf,“ segir Arndís. Arndís segir kvennaguðfræðina mjög frelsandi en í dag sé hún skrif- Margir vita ekki af Kvennakirkjunni  Femínisk guðfræði frelsandi og litrík Morgunblaðið/Kristinn Konur Í Kvennakirkjunni tala kon- urnar um guð sem vinkonu sína. uð bæði af konum og körlum. Hún segir að í Kvennakirkjunni sé lögð mikil áhersla á að trúin nýist fólki í daglegu lífi og sé hluti af veruleika fólks í hversdeginum. Með hvaða hætti þá? „Ja, við tölum um guð sem vin- konu okkar sem gengur með okkur. Slæst í för með okkur og er til staðar og hlustar. Og það verður svona allt önnur nálgun,“ svarar Arndís. sem gleður Rennibekkir, standborvélar, bandsagir, hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar, röravalsar, legupressur, fjölklippur, sandblásturstæki og margt fleira. Sýningarvélar á staðnum og rekstrarvörur að auki - fyrir fagfólk í léttum iðnaði og lítil verkstæði IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.