Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 52

Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 52
VIÐTAL Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, er ómyrk- ur í máli þegar hann ræðir um ólæsi drengja. Hann lýsir því af ástríðu hvernig hann vill leggja til atlögu við ólæsið og segir að það gildi sömu lögmál um læsi og tónlist: „Þú nærð aldrei árangri í tónlistarnámi með því að æfa þig á hljóðfærið ein- ungis í spilatímanum. Þú verður að æfa þig líka heima, á hverjum degi. Það er eins með lesturinn. Æfingin fer að hluta til fram í skólanum, en hún verður einnig að fara fram á heimilinu, hvern einasta dag, til þess að árangur náist og þú verðir læs.“ Illugi ræðir skólamál, mennta- mál, fundaherferð og fleira í samtali við Morgunblaðið. - Illugi. Þú hefur verið á fundum út um allt land að undanförnu, bú- inn að halda yfir 20 fundi um um- bætur í menntun. Hvað finnst þér helst hafa komið út úr þessum fund- um? „Það er rétt. Við erum búin að halda yfir 20 fundi á undanförnum vikum um land allt. Við höfum boð- að til fundanna þannig að allir sem hafa áhuga á menntamálum væru velkomnir. Kennarar, foreldrar og sveitarstjórnarmenn hafa komið á fundina, sem hafa verið vel sóttir, sem er sérstakt gleðiefni. Annars vegar hef ég komið til skila mínum áherslum í menntamálum og hvert ég vil stefna og hins vegar, sem er ekki síður mikilvægt, hef ég fengið til baka frá þeim sem sótt hafa fundina hugmyndir og athugasemd- ir. Það er mjög mikilvægt, því á sama tíma og við erum í þessari fundaherferð, þá stendur yfir vinna hér í ráðuneytinu, þar sem við erum að útfæra hugmyndir um það hvernig við eigum að bregðast við þeim vanda sem ég fjalla um á fundunum.“ Ekki niðurnjörvað plan „Ég er þannig ekki að ferðast um landið með eitthvert niðurnjörvað plan um það hvað eigi að gera, held- ur er ég að hvetja til og opna um- ræðu um þessi mál og á grundvelli hennar vil ég halda áfram og koma fram með aðgerðaáætlun. Það skiptir máli að það sé góður skiln- ingur á þeim vanda sem við er að etja og þá um leið líka að það verði góður stuðningur við þær aðgerðir sem ákveðið verður að ráðast í, þannig að þær nái fram að ganga. Það hefur glatt mig á þessum fundum, hversu mikill áhugi er á þessum málum, meðal kennara, for- eldra og sveitarstjórnarmanna. Fundirnir hafa verið vel sóttir, það hefur mikið verið spurt og oft hafa spunnist miklar umræður. Umræð- an hefur ekki verið neikvæð á ein- um einasta fundi. Auðvitað koma gagnrýnar spurningar, en umræðan er lausnamiðuð og menn eru að ræða sig niður á það hvað eigi að gera.“ 30% ólæsi drengja vandamál - Hver eru brýnustu úrlausnar- efnin sem blasa við í mennta- málum? „Ég hef stundum sagt að vanda- mál sem við erum að fást við, eins og gjaldeyrishöftin, skipta miklu máli, en ég held að þegar til lengri tíma er litið sé það enn meira og al- varlegra vandamál fyrir okkur, þeg- ar 30% drengjanna og 12% stúlkn- anna okkar geta ekki lesið sér til gagns. Spurningin er þessi: Hvað þolum við marga svona árganga, áð- ur en það fer að hafa verulegar efnahagslegar, félagslegar og póli- tískar afleiðingar fyrir okkar sam- félag? Ólæsi, þ.e. að krakkar geta ekki lesið sér til gagns, er raun- verulegt og það ber að taka það al- varlega. Þrátt fyrir að staðan hjá strákun- um sé mjög slæm, þá væri það ein- földun að tala bara um strákavanda í þessu samhengi. Stelpurnar standa vissulega betur en 12% er líka of há tala. Við þessu þurfum við að bregðast og við þurfum að vera tilbúin að ræða alla þætti varðandi læsið. Það er ekki nein ein ástæða fyrir því að við erum lent á þessum stað og það er ekki til nein ein ein- föld lausn á vandanum. Hitt atriðið sem ég hef verið að fjalla um er námsframvindan, sem er ekki það sama og brottfall. Námsframvindan er spurningin um það hversu stór hluti hvers árgangs klárar það nám sem krakkarnir eru skráðir í á þeim tíma sem námið á að taka. Þegar þetta er skoðað í al- þjóðlegum samanburði og borið saman við þau menntakerfi sem aðrar þjóðir hafa byggt upp fyrir sín ungmenni, sjáum við að mennta- kerfi okkar skilar lélegum árangri hvað varðar námsframvindu. Við segjum oft í opinberri um- ræðu að okkar krakkar klári fram- haldsskólann tvítug. Það er ekki rétt nema að hluta. Það eru vel inn- an við 50% af hverjum árgangi sem klára framhaldsskólann á tilskildum tíma. Meirihlutinn gerir það ekki og meira að segja þegar við skoðum stöðuna eftir sex ár í framhalds- skóla, þegar krakkarnir eru orðnir 22ja ára, þá eru ennþá um 40% af hópnum sem ekki eru búin að ljúka náminu. Við höfum þannig búið til kerfi sem nýtir ekki vel tíma krakk- anna. Það þýðir það að ævitekjur þeirra sem ganga menntaveginn verða lægri sem þessu nemur. Þótt það sé ekki algild regla, þá er það almennt þannig að þú færð hærri laun að námi loknu. Þeim mun eldri sem þú ert þegar námi og þjálfun er lokið, þeim mun færri ár hefur þú á vinnumarkaðnum til þess að afla tekna. Þegar við sjáum það svart á hvítu að framhaldsskólakerfið hér á landi er ekki að nýta tíma ung- mennanna jafnvel og gert er í öllum öðrum löndum sem við berum okk- ur saman við, þá þurfum við aug- ljóslega að bregðast við.“ Skoða iðn- og verknám „Þá hefur okkur ekki tekist nógu vel að skipuleggja iðn- og verknám- ið. Það er einhver ástæða fyrir því hversu lágt hlutfall af hverjum ár- gangi fer í það nám. Það var nýver- ið gerð úttekt á þessu námi hjá okk- ur af hálfu OECD. Þar komu ýmsar ábendingar fram hvað varðar upp- byggingu þess náms, sem ég held að við þurfum að skoða mjög vel og finna hvernig við viljum breyta iðn- og verknámi. Við verðum að breyta framhalds- skólakerfinu. Við munum stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár, þannig að nemendur útskrifist eftir þriggja ára nám. Við erum eina landið innan OECD þar sem það tekur 14 ár að undirbúa nemendur fyrir háskólanám. Í öllum öðrum OECD-löndum tekur það ýmist 12 eða 13 ár. Í hvítbókinni okkar settum við fram tvö meginmarkmið: Að laga læsið, sem þýðir þá væntanlega að það verði færri nemendur sem koma upp úr grunnskólunum og eru í þeirri stöðu að geta ekki hafið nám í framhaldsskóla og hins vegar að hraða námsframvindunni. Fyrra markmiðið um læsið styður svo vit- anlega markmiðið um násmfram- vinduna. Það getur hver sem er sett sig í spor 16 ára ungmennis sem sest í framhaldsskóla og fær þar bækur til þess að lesa og taka próf upp úr. Ef ungmennið hefur ekki náð tök- um á lestri þegar hér er komið, og á að tileinka sér flókið námsefni úr bókunum, þá er augljóslega sú hætta fyrir hendi að það brotni nið- ur og gefist upp; í það minnsta mun námið reynast erfitt og torsótt.“ Grunnskólinn besta tækið „Ég er þeirrar skoðunar að grunnskólinn sé besta tækifærið og tækið sem við höfum til þess að tryggja að börn hafi sömu tækifæri í lífinu, óháð félagslegum og efna- hagslegum bakgrunni foreldra þeirra. Auðvitað skipta heimilis- aðstæður alltaf máli. Við getum aldrei jafnað alveg fyrir ástríku og öguðu uppeldi. En læsi snýst um tækifæri í lífinu, tækifæri til að mennta sig og tækifæri til að nýta hæfileika sína. Það barn sem við lok grunnskóla getur ekki lesið sér til gagns hefur ekki sömu tækifæri í lífinu og barn sem getur lesið. Í grunnskólum landsins er margt mjög vel gert, börnunum líður til dæmis vel og það er góður jöfnuður í menntakerfinu. En við þurfum samt sem áður að bæta ákveðna þætti. Það er til dæmis alveg rétt hugsun sem felst í því að foreldr- arnir komi meira inn í grunnskóla- starfið og það þarf að aukast enn frekar. Það er í einhverjum tilvikum þannig, því miður, að foreldrar líti svo á að grunnskólarnir sjái alveg um menntun barna þeirra. Það get- ur aldrei orðið þannig að skólinn sjái einn og sér um að kenna börn- unum til dæmis að lesa. Þau verða að lesa heima. Þá er ég ekki bara að tala um að börnin lesi námsefnið heima, heldur að þau lesi bækur sér til gagns og gamans. Víða er það þannig, að um er að ræða lítið formlegt heimanám hjá grunnskólabörnum. Ég velti því fyr- ir mér hvort slík skilaboð frá skól- um valdi þeim misskilningi hjá ein- hverjum foreldrum, að ábyrgðin á náminu sé þar með öll hjá skól- anum. Þannig er það ekki og alveg sérstaklega ekki þegar kemur að grundvallaratriði eins og lestri. Til þess að ná árangri í lestri verðum við öll að taka þátt, skólarnir, kenn- ararnir, nemendurnir og foreldr- arnir. Ef það sýnir sig að krakk- arnir eru að lenda í vandræðum með lesturinn þarf með virkum og skipulögðum hætti að virkja for- eldra í þeirri vinnu sem þarf að fara fram með barninu á heimilinu. Það er svo mikið í húfi, að barnið læri að lesa sér til gagns. Því gerist það ekki fækkar tækifærum barnsins í lífinu þannig að um munar.“ Ólæsi og fangelsispláss „Maryanne Wolf, virtur vísinda- maður á sviði læsis, kom hingað til lands og hélt frábæran fyrirlestur í Hörpunni um læsi. Hún sagði mér eftir fyrirlesturinn að í sumum fylkjum Bandaríkjanna, þegar reynt væri að meta þörfina á fangelsisplássum einhver ár fram í tímann, væri skoðað hversu margir í fjórða bekk grunnskólans væru ólæsir og það gæfi þeim einhverjar hugmyndir um það hversu mörg fangelsispláss þyrfti eftir 15 til 20 ár. Þegar maður hugsar um þetta, þá er þetta alveg lógískt. Ef þú nærð ekki tökum á læsinu, þá lokast mjög mörg tækifæri fyrir þér í lífinu, eða verða í öllu falli harð- sóttari. Auðvitað verða einhver tækifæri fyrir hendi, en þannig skapast líka hættan á því að sá ólæsi sæki í tækifæri sem eru utan laga og reglna úr því að svo mörg hafa lokast. Ég er alls ekki að segja að þetta verði örlög allra sem ekki ná tökum á læsi, að sjálfsögðu ekki, en hún benti á að þetta gæti gefið ákveðna mynd af því hver sam- félagsþróunin yrði. Enda hafa rann- sóknir sýnt fram á að staða fullorð- inna einstaklinga sem ekki hafa náð tökum á læsi er miklu verri í öllu tilliti en hinna. Þeir fá lægri laun, félagsleg og efnahagsleg staða þeirra er lakari, heilbrigði einnig og svo framvegis. Læsi er ekki bara eins og hvert annað fag sem við kennum í skól- unum. Læsi er grundvallaratriði sem getur skilið mjög að hvernig einstaklingnum vegnar það sem eft- ir er ævinnar. Með þessu er ég ekki að segja að skólarnir eigi að verða einhverjar allsherjar læsisverk- smiðjur, fjarri því. En það er grundvallaratriði að við útrýmum ólæsi, börnin okkar verða að geta lesið sér til gagns.“ Ráðherra segir ólæsi stríð á  Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að framhaldsskólinn nýti tíma íslenskra ungmenna illa  Ráðherrann telur nauðsynlegt að hraða námsframvindu íslenskra nemenda til muna 52 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Ólæsi Hvað þolum við marga svona árganga, áð- ur en það fer að hafa veru- legar afleiðingar fyrir okk- ar samfélag?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.