Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 60

Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 60
60 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 París. AFP. | Nora átti sér þann draum að verða læknir og henni gekk vel í menntaskóla. En þegar hún fór frá Frakklandi til að taka þátt í heilögu stríði í Sýrlandi komst fjölskylda hennar að því að hún hafði leikið tveim skjöldum. Nora er á meðal fleiri en 1.000 franskra ríkisborgara sem hafa farið til Sýrlands eða Íraks til að berjast með liðsmönnum „Ríkis ísl- ams“, samtaka íslamista. Nora er frá borginni Avignon og var aðeins 15 ára þegar hún fór til Sýrlands í janúar. Bróðir hennar, Fouad, hóf þá örvæntingarfulla leit að systur sinni og komst að því að hún hafði lifað tvöföldu lífi. Hún var t.a.m. með tvær Facebook-síður, á ann- arri þeirra voru færslur hennar eins og hjá venjulegum unglingum, en á hinni talaði hún um að hún vildi „fara til Aleppo til að berjast með sýrlenskum bræðrum okkar og systrum“. Fouad sagði upp starfi sínu til að leita að systur sinni og fann hana í Sýrlandi. Hann fór þangað í apríl og hitti hana í „hálfa klukku- stund í viðurvist emírsins hennar, Omars Omsen“, sem mun vera fransk-senegalskur. „Hún var í slæmu ástandi, grennri, andlitið þrútið og gult,“ sagði Fouad. Honum tókst ekki að telja „emírinn“ á að leyfa stúlkunni að fara aftur til Frakklands. Áður hafði hún sagt bróður sínum þegar hann hringdi í hana að hún vildi komast heim. „Ég er hérna innan um hræsnara og hugleysingja sem beita Sýrlendinga ofbeldi.“ Lögfræðingur Faouds, Guy Guenoun, segir að stúlkan sé núna „gísl“ íslamistanna. Hann óttast að Nora og fleiri ólögráða stúlkur séu notaðar sem „jómfrúr til að verð- launa vígamenn“. „Sorglegt, en þetta er stríð“ David Thomson, blaðamaður og höfundur bókar um franska ísl- amista, segir að þeir sem fari til Sýrlands og Íraks til að berjast hafi að mörgu leyti ólíkan bak- grunn. Því fari fjarri að þeir séu allir ungir og atvinnulausir. Sumir þeirra séu ungir, aðrir ekki, og sumir úr dreifbýlinu, aðrir úr borgum. Um 20% höfðu snúist til íslamskrar trúar og margir voru í fastri vinnu. Myriam, tvítug kona sem stundar laganám, segist styðja samtök íslamistanna en vilja búa í Sádi-Arabíu þar sem farið sé eftir sjaría-lögum. Hún sagði fréttamanni AFP að þeir sem kæmust ekki til Sýrlands eða Íraks til að berjast gætu háð heil- agt stríð þar sem þeir væru. „Það verða gerðar árásir í Frakklandi,“ sagði hún, en tók fram að hún vildi sjálf ekki taka þátt í slíkum árás- um. „Það er sorglegt, en þetta er stríð,“ svaraði hún þegar hún var spurð hvað henni þætti um það þegar íslamistarnir tækju vest- ræna gísla af lífi með því að háls- höggva þá. Heimild: Franska ríkisstjórnin Yfir 1.000 franskir ríkisborgarar hafa farið til Sýrlands og Íraks til að berjast með samtökum íslamista Fjöldi þeirra sem berjast nú Frakkar takast á við íslamista 449 ábendingar hafa borist yfirvöldum í baráttunni gegn samtökum íslamistanna í síma í tölvupósti á netinu um: 69 meinað að fara úr landi Um 3.000 Evrópubúar í Sýrlandi og Írak 71 dómsmálFranskir ríkisborgarar í Sýrlandi - Flestir frönsku íslamistanna eru ungir - Flestir úr fjölskyldum innflytjenda - 20% snerust til íslamskrar trúar - 50% ekki á skrám lögreglu - Eru frá öllum landshlutum 2012 Jan. 2014 Sept. 2014 30 555 932 580 365 36 Fjöldi þeirra sem hafa barist Fallnir Hverjir eru þeir? 114 handtökur 78 sæta rannsókn 53 í varðhaldi 22 undir eftirliti dómstóla frá 1. janúar 87 ekki stöðvaðir á leiðinni 197 konur 107 ungmenni Löndin sem þeir koma frá: Frakkland (flestir koma þaðan), Þýskaland, Danmörk Bretland, Svíþjóð, Belgía og Holland Lék tveim skjöldum og gekk til liðs við íslamista  Ríki íslams laðar að sér marga franska ríkisborgara AFP Leitar systur sinnar Fouad ræðir við lögfræðing sinn í Avignon. Félagar í verkalýðssamtökum standa með gosanef við mynd af Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, fyrir leiðtogafund Evrópu- sambandsins í Mílanó í gær. Boðað var til fundarins til að ræða aðgerð- ir til að minnka atvinnuleysi í að- ildarlöndunum. Atvinnumálin féllu þó í skuggann af deilu um hvort breyta ætti reglum um evruna. Á fundinum sagði Francois Hollande, forseti Frakklands, að ekki kæmi til greina að gera frekari ráðstafanir til að minnka fjárlagahallann í Frakklandi til samræmis við mark- mið Evrópusambandsins. Leiðtogafundur um atvinnumál AFP Deilt um fjárlagahalla Rúmlega 330 manns hafa látið lífið í átökum í Úkraínu síðan vopnahlé hófst þar fyrir um mánuði. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem var birt í gær. Sam- tökin segja jafnframt að ofbeldið í landinu hafi slæm áhrif á líf fimm milljóna manna. Í skýrslunni kemur einnig fram að áður en samið var um vopnahlé 5. september hafði uppreisnarmönnum í Austur-Úkraínu fjölgað töluvert vegna þess að margir útlendingar gengu til liðs við þá. Þeirra á meðal eru rússneskir ríkisborgarar. Uppreisnarmönnum fjölgaði „Vopnahlé er mikilvægt til þess að binda enda á átökin í Austur- Úkraínu. Ég bið alla sem að málinu standa að virða vopnahléið og við- halda því,“ sagði Zeid Ra’ad Al Hussein, yfir- maður mannrétt- inda hjá Samein- uðu þjóðunum í yfirlýsingu. Samkvæmt töl- um frá Al Huss- ein hefur 331 dauðsfall verið tilkynnt frá 6. september til mánudagsins var. Hann tók þó fram að hugsanlega hefðu einhver dauðsfallanna átt sér stað áður en vopnahléið hófst en ekki verið tilkynnt strax. Tólf manns biðu bana í átökum í Austur-Úkraínu í fyrradag. Flestir þeirra voru almennir borgarar. Alls hafa nær 3.400 manns látið lífið í átökum í Úkraínu síðustu mán- uði. audura@mbl.is Yfir 300 hafa fallið þrátt fyrir vopnahlé Særður maður eft- ir árás í Donetsk.  Átökin bitna á milljónum manna Grænn markaður ehf. | Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.flora.is | Sími 535 8500 | info@flora.is Verslunareigendur! Ítalskir pappírspokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.