Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íslendingarhafa löngumstært sig af
því að óvíða á
byggðu bóli sé læsi
meira en á Íslandi
og því hefur verið
bætt við að vart
finnist annars staðar fleiri
lestrarhestar eða sé meira les-
ið af bókum.
Það var eins og ímynd þess-
ari hefði verið gert tilræði þeg-
ar kom í ljós að hartnær þriðj-
ungur drengja og 12 af
hundraði stúlkna á Íslandi
gætu ekki lesið sér til gagns.
Læsi er algert grundvallar-
atriði og í raun má segja að
eitthvað hafi brugðist þegar
ekki tekst að kenna hverju ein-
asta barni að lesa sér til gagns.
Illugi Gunnarsson mennta-
málaráðherra gerir sér grein
fyrir alvöru málsins. Í viðtali
við Agnesi Bragadóttur í
Morgunblaðinu í dag segir
hann ólæsi stríð á hendur. „Ég
hef stundum sagt að vanda-
málin, sem við erum að fást við,
eins og gjaldeyrishöftin, skipta
máli, en ég held að þegar til
lengri tíma er litið sé það enn
meira og alvarlegra vandamál
fyrir okkur, þegar 30% drengj-
anna og 12% stúlknanna okkar
geta ekki lesið sér til gagns.
Spurningin er þessi: Hvað þol-
um við marga svona árganga,
áður en það fer að hafa veru-
legar efnahagslegar, fé-
lagslegar og pólitískar afleið-
ingar fyrir okkar samfélag?
Ólæsi, þ.e. að
krakkar geta ekki
lesið sér til gagns,
er raunverulegt og
það ber að taka það
alvarlega,“ segir
Illugi í viðtalinu.
Þetta er rétt hjá
ráðherranum. Ólæsi getur ver-
ið einstaklingnum eins og fóta-
kefli í lífinu og komið í veg fyrir
að hann fái að njóta sín. En það
er ekki bara vandamál hins
ólæsa, heldur samfélagsins
alls.
Illugi segir að hann geti orð-
ið sáttur við framlag sitt í
stjórnmálum takist honum að
vinna bug á ólæsi. Hann þykist
ekki vera með töfralausnir á
reiðum höndum og hefur skor-
að á kennara og foreldra að
taka þátt í því með sér að leysa
vandann. Vandinn verður ekki
bara leystur í kennslustofunni.
Það þarf líka að ráðast gegn
honum á heimilum landins.
Lestur á að vera daglegt brauð
hjá börnum, sem eru að læra að
lesa. Foreldrar, sem ekki
leggja áherslu á lestur barna
sinna, verða að átta sig á því að
það geti haft áhrif á möguleika
þeirra síðar á ævinni.
Í skólakerfinu þarf að leggja
áherslu á að greina þau börn
sem eiga í erfiðleikum með
lestur og hjálpa þeim frá upp-
hafi þannig að það hái þeim
ekki og öll börn geti ekki bara
lesið sér til gagns, heldur einn-
ig gamans. Ólæsi á ekki að þríf-
ast á Íslandi.
Eitthvað hefur
brugðist þegar ekki
tekst að kenna
hverju einasta barni
að lesa sér til gagns}
Ólæsi er afdrifaríkt
Mikill einhugurvar meðal
þingmanna sem
þátt tóku í sér-
stakri umræðu um
umferðarörygg-
ismál að frum-
kvæði Vilhjálms Árnasonar,
þingmanns Sjálfstæðisflokks-
ins. Ekki er það alltaf góðs viti
þegar þingmenn tala einum
rómi, en að þessu sinni er ótví-
rætt að samstaða um aðgerðir
getur aðeins verið af hinu góða.
Eins og Vilhjálmur benti á
létust 15 manns í umferðinni í
fyrra, 177 slösuðust alvarlega
og á annað þúsund minni hátt-
ar. Þetta er mikil blóðtaka fyr-
ir fámenna þjóð og sýnir hve
brýnt er að gera betur og
treysta öryggið í umferðinni.
Töluverður árangur hefur
náðst frá því sem áður var og
má þakka ýmsu, meðal annars
því átaki sem gert hefur verið í
vegamálum á liðnum áratug-
um. Vegir hafa stórlega batnað
ef miðað er við það sem þekkt-
ist fyrir aldarfjórðungi eða svo,
en engu að síður eru vegir víða
ófullnægjandi. Þetta á við um
vegi fjarri þéttbýlinu, svo sem
á Vestfjörðum, þar
sem dregist hefur
úr hömlu að ráðast
í vegabætur og
virðist ástæðan að-
allega vera sú að
stjórnvöld hafa
ekki tekið af skarið og hoggið á
þá hnúta sem þar hafa verið
hnýttir.
Ennfremur er ófullnægjandi
vegi að finna nær þéttbýlinu og
þar sem umferðarþunginn er
meiri. Tvöföld Reykjanesbraut
sýnir vel hversu mikill árangur
getur orðið af því að aðskilja
akstursleiðir með tvöföldun
vega og brýnt er að vinna
markvisst að slíkum vegabót-
um þar sem umferðin er
þyngst, svo sem á leiðinni á
milli Selfoss og Reykjavíkur og
á leiðinni frá Reykjavík og
vestur á land.
Vonandi verður fyrrnefnd
þingumræða Vilhjálms Árna-
sonar til þess að aukinn kraftur
verði settur í vegabætur og
þannig unnið að því að auka ör-
yggi og draga úr þeim hörm-
ungum sem allt of margar fjöl-
skyldur hér á landi þurfa að
ganga í gegnum ár hvert.
Vonast má til að
samstaða þing-
manna leiði til auk-
ins umferðaröryggis}
Aðkallandi vegabætur
M
argt er sagt í hita leiksins í póli-
tíkinni og maður skyldi ætla að
sjóaðir stjórnmálamenn hefðu
ýmislegt þarfara að gera en að
leggja á minnið orð pólitískra
andstæðinga í þeirra garð – meðan þau orð eru
ekki því svæsnari. Nýleg fésbókarfæsla Jó-
hönnu Sigurðardóttur virðist bera með sér að
hún sé enn sármóðguð tæpum tveimur árum
eftir að Bjarni Benediktsson sagði úr ræðustól
Alþingis, þegar fylgi vinstristjórnarinnar var í
lágmarki: Skilaðu lyklunum, Jóhanna. Jóhanna
segir reyndar í fésbókarfærslu sinni að Bjarni
hafi gargað þessi orð á hana. Sú sem þetta ritar
hefur ekki nægt ímyndunarafl til að sjá Bjarna
Benediktsson fyrir sér garga, maðurinn er
soddan prúðmenni. Það væri samt athyglisvert
að sjá hann grenjandi af bræði í ræðustól Al-
þingis. Jóhanna endar fésbókarfærslu sína á spurningunni:
Er til of mikils mælst að Bjarni skili lyklunum nú? – og vís-
ar til þess að fylgi núverandi ríkisstjórnar er ekki ýkja mik-
ið.
Já, sannarlega er til of mikils mælst að Bjarni skili lykl-
unum á þessum tímapunkti, hvað sem seinna kann að
verða. Reyndar talar Jóhanna um lyklavöld þannig að ætla
mætti að Bjarni væri forsætisráðherra þjóðarinnar, en þar
sem hann hefur komið sér upp landsföðurlegu yfirbragði þá
er engin ástæða til að gera athugasemd við það að talað sé
um hann eins og hann mæti dag hvern til vinnu í forsæt-
isráðuneytinu og veifi lyklakippunni.
Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæð-
isflokks skorar vissulega ekki hátt í huga lands-
manna, enda ansi ósamstæð og alltof oft fær
maður á tilfinninguna að þingmenn þessara
flokka talist ekki við. Þingmenn Framsókn-
arflokksins virðast margir hverjir lifa í sérheimi
og eru á sérkennilegu egóflippi, uppteknir
flesta daga við að koma sér í fjölmiðla. Þeir
nöldra yfir fjárlagafrumvarpinu eins og þeir
séu í kappsmikilli stjórnarandstöðu og ráð-
herrar þeirra stunda landsbyggðastefnu sem er
svo á skjön við almenna skynsemi að furðu vek-
ur en stöðugt er gefið í, eins og nýjustu áætlanir
félagsmálaráðherra í barnaverndarmálum eru
dæmi um. Það er ýmislegt furðulegt við þessa
ríkisstjórn – og þá aðallega framsóknarhluta
hennar. Hins vegar er það svo – og mörgum
þykir örugglega vont til þess að vita – að rík-
isstjórnin er ekki enn orðin óstarfhæf. Meðan svo er þá er
engin ástæða fyrir Bjarna að gefast upp. Staðreyndin er sú
að jafn illa samstillt og þessi ríkisstjórn er þá er staðan ekki
nærri því jafn slæm og hún var hjá vinstristjórninni sem
varð snemma lömuð vegna ágreinings en hökti samt lengi
áfram, flestum landsmönnum til mikillar mæðu.
Núverandi ríkisstjórn er líkleg til að endast út kjör-
tímabilið þótt sennilega verði hún þá aðframkomin. Við
hægri kratarnir vitum svo sannarlega hvernig stjórn við
viljum eftir næstu kosningar – og stundum rætast draumar
manns. Við bíðum í eftirvæntingu og teljum dagana.
kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Á Bjarni að skila lyklunum?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Tekin verða upp strangariskilyrði fyrir innflutningiog verslun með skotelda,hæfnisskilyrði fyrir fram-
leiðslu skotvopna og skotfæra verða
aukin og strangari kröfur gerðar til
geymslu skotvopna í læstum skáp-
um, verði nýtt frumvarp um breyt-
ingu á vopnalögum að veruleika, en
frumvarpsdrögin voru kynnt á
heimasíðu innanríkisráðuneytisins í
vikunni.
Samkvæmt tilkynningu frá
ráðuneytinu er þessum breytingum,
auk annarra sem eru í frumvarpinu,
ætlað að stuðla að auknu almanna-
öryggi á einn eða annan hátt, og um
leið eru tvær Evróputilskipanir
leiddar í íslensk lög. Þá eru ákvæði
í frumvarpinu, sem ætlað er að að-
laga íslenskan rétt að ýmsum samn-
ingum sem ríkið hefur undirgeng-
ist, eins og til dæmis
Chicago-samninginn um flugmál, en
samkvæmt honum munu flugrek-
endur fá heimild til þess að eignast
hand- og fótajárn til þess að nota
vegna hugsanlegra óláta farþega.
Auðveldara að rekja efnin
Þær tilskipanir Evrópusam-
bandsins sem leiða á í íslensk lög
snúa annars vegar að tilskipun um
CE-merkingu skotelda, og hins
vegar að tilskipun um kerfi til þess
að auðkenna og rekja sprengiefni til
almennra nota.
Markmiðið með CE-merkingu
skotelda er að koma á frjálsum
flutningum á flugeldavörum á innri
markaðinum og einnig að tryggja
öfluga heilsuvernd manna. Ef fram-
leiðandi skoteldanna kemur utan
EES er innflytjandinn gerður
ábyrgur fyrir því að þeir uppfylli
þær öryggiskröfur sem gerðar eru,
m.a. um CE-samræmismerkingu,
en langflestir skoteldar sem fluttir
eru til landsins koma frá Kína.
Þá er í frumvarpinu kveðið á
um það að sá sem framleiði, flytji
inn eða versli með sprengiefni skuli
sjá til þess að það, þar með talið
smæstu einingar þess, sé sér-
staklega auðkennt og að upplýs-
ingar um efnin séu skráðar þannig
að rekja megi feril þess.
Samkvæmt ákvæðum frum-
varpsins verður byssusmiðum skylt
að setja auðkennisstafina IS, fram-
leiðslunúmer og -ár, og auðkenni á
þau skotvopn sem framleidd eru.
Þurfa þeir einnig að skrá þau í
skotvopnaská þegar smíði þeirra er
lokið.
Söfnunargildi vopna þrengt
Sömuleiðis verður skylda að
setja eintaksnúmer á innflutt skot-
vopn sem skortir slík númer. Hins
vegar er lagt til að skilyrðin sem
uppfylla þarf til þess að fá und-
anþágu á innflutningi vopna til
landsins vegna söfnunargildis
þeirra verði hert, þannig að vopn
þurfi bæði að vera gömul og hafa
ótvíræð tengsl við sögu landsins, en
áður dugði annað hvort skilyrðið.
Þá er ákvæðum eldri laga, þar
sem innflutningur og framleiðsla á
eftirlíkingum vopna er bannað,
breytt þannig að lögreglustjórinn á
höfuðborgarsvæðinu geti ákveðið að
víkja frá þessu skilyrði, sé vopnið
ætlað til nota við leiksýningar og
kvikmyndagerð.
Þá bætast að lokum tvö skil-
yrði við útgáfu skotvopnaleyfa hér-
lendis. Sá sem vill fá slíkt leyfi
verður samkvæmt frumvarpinu að
leyfa könnun lögreglustjóra á hæfi
sínu, og má að auki ekki vera með-
limur í eða í nánum tengslum við
samtök sem teljast til skipulagðra
brotasamtaka.
Vopnalög þrengd í
þágu almannahags
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áramót Í frumvarpi um breytingar á vopnalögum er kveðið á um strang-
ari skilyrði fyrir innflutningi skotelda til landsins og merkingu þeirra.
Í greinargerð með frumvarp-
inu kemur fram að ákvæði
frumvarpsins nú byggist á
eldra frumvarpi sem samið
var árið 2009, en var aldrei
lagt fram þar sem önnur og
brýnni málefni höfðu forgang.
Var annað frumvarp lagt fram
veturinn 2012-2013, en náði
ekki fram að ganga á því
þingi.
Í millitíðinni höfðu hinir vo-
veiflegu atburðir í Útey og
miðborg Óslóar gerst, en þar
var notast við mikið magn
sprengiefna og hálfsjálfvirk
skotvopn. Var í kjölfarið farið
yfir frumvarpið og ákvæði
þess þrengd. Í greinargerðinni
eru nefndir nokkrir þættir
sem hafi leitt til þess að auð-
veldara sé að nálgast vopn og
sprengiefni, og eru velmegun,
tækniþróun, greiðar sam-
göngur og frjálsræði í við-
skiptum á meðal þeirra.
Ákvæðin
þrengd
ÁHRIF FRÁ ÚTEY