Morgunblaðið - 09.10.2014, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 09.10.2014, Qupperneq 64
64 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Kleifhugi eða „schi- zophrenia“ er geð- sjúkdómur sem lýsir sér þannig að sjúk- lingurinn fær ranghugmyndir í formi tvöfalds per- sónuleika. Um sjúk- dóminn hafa verið gerðar bíómyndir eins og Me Myself and Irene þar sem Jim Carrey leikur lögreglu sem ýmist telur sig góðu siðprúðu lögguna Charlie eða hinn siðlausa Hank. Fáar þjóðir ættu að þekkja ein- okun og fákeppni betur en Íslend- ingar. Líklega er einokunarverslun Dana þekktust í sögunni og vænt- anlega fáir sem sjá þann kafla í verslunarsögunni í hillingum. Þó finnast enn talsmenn einokunar þótt ótrúlegt megi virðast, eins og t.d. í umræðunni um ÁTVR. Eina hreinræktaða einokunin sem Ís- lendingar búa við í dag er lög- skipuð einokun sem hið opinbera hefur komið á með lagasetningu. Í orði talar hinn auðmjúki Charlie um mikilvægi einstaklings- framtaks, nýsköpunar og sam- keppni, allt afsprengi markaðs- hagkerfis. Þeir sem halda að löggjafarvaldið, „Hank“ raunveru- lega þrái heilbrigða samkeppni ættu að prófa að gefa út gjald- miðil, selja rauðvínsflösku, opna mjólkursamsölu, rækta sitt eigið kúakyn, stunda löggildingar nú eða bjóða upp á vegagerð. Einok- uninni er svo gjarnan pakkað inn í göfugar umbúðir samfélagslegrar ábyrgðar að or- wellskri fyrirmynd. Til að tryggja að hinn almenni borgari leiðist ekki út í ámóta sið- lausan rekstur og hið opinbera, rekur svo Charlie Samkeppn- isstofnun hvar saman kemur lögreglu og dómsvald til samræm- is við þrískiptingu rík- isvaldsins eða þannig. Hank rekur hinsvegar stofnun fyrir þá sem vilja ná sér í lögverndaða einok- unarstöðu með útgáfu einkaleyfa af mismunandi gerðum en skil- greining á einkaleyfi er að aðrir eru útilokaðir frá því að veita sömu þjónustu eða framleiða sama hlut og handhafi einka-/einokunar- leyfisins. Nýjasti leikþátturinn í klofn- ingnum milli Hanks og Charlie er sekt Samkeppnisstofnunar á hinni lögvernduðu „sam-sölu“ um mjólk en nafnið eitt og sér ætti að gefa nokkuð örugga vísbendingu um eðli starfseminnar. Upphaf einokunarkerfis í landbúnaði á rætur sínar að rekja til þess tíma þegar Korpúlfsstaðabúið var um það bil að komast í einokunarstöðu í mjólkurframleiðslu fyrir höf- uðborgarsvæðið á grundvelli hrein- lætis og stærðarhagkvæmni á sama tíma og Sambandið átti undir högg að sækja. Þar þurfti því aug- ljóslega að koma til „leiðrétting“ í þágu neytenda. Seinni tíma rök um matvælaöryggi, hreinleika íslensks landbúnaðar og annað slíkt hafa reyndar nokkuð látið á sjá eftir að upp komst að íslenska smjörið gat allt eins verið írskt og „Íslands- naut“ gat allt eins verið frá Spáni. Enn sem komið er hefur fjöl- miðlamönnum ekki tekist að finna nema einn viðmælanda sem ekki hafði áttað sig á að landbún- aðarkerfið byggist á einokunarfyr- irkomulagi en það er ráðherra samkeppnismála sem hinsvegar telur málið „grafalvarlegt“. Flestir aðrir myndu líklega telja orðið „augljóst“ betur lýsandi. Formað- ur bændasamtakanna bendir hins- vegar á að samkeppnisbrot MS séu unnin „af heilindum“ og er líklega óþarft að efast um þá fullyrðingu. Landbúnaðarráðherra í hlutverki Hanks hefur boðað að „endur- skoða“ skuli kerfið sem er miður því öllum má ljóst vera að vanda- málin með stjórnkerfi landbún- aðarins eru auðvitað sú meinloka að markaðsbúskapur einfaldlega henti ekki. Stjórnkerfi í landbún- aði er ámóta þarft og stjórnkerfi á laxveiðum, matvöruverslun eða dyravörslu. Kerfið hefur reynst bændum illa og skattgreiðendum afleitlega, það veit Charlie en Hank afneitar áfram veruleikanum enda langt í kosningar. Geðveikt ríkisvald Eftir Arnar Sigurðsson »Eina hreinræktaða einokunin sem Íslendingar búa við í dag er lögskipuð einokun sem hið opinbera hefur komið á með lagasetningu. Arnar Sigurðsson Höfundur starfar á fjármálamarkaði. Dóttir mín, sem er þriggja ára, sagði við mig í gær: „Pabbi, þú lofaðir að fara í Toys- rus,“ (sem ég var ekki búinn að lofa) „og ef þú kaupir Barbie þá elska ég þig.“ Um leið og ég hafði lúmskt gaman af þessum gorgeir í dóttur minni þá var mér einn- ig eðlilega nokkuð brugðið. Nú fær dóttir mín mjög mikla ást og hlýju frá pabba sínum og er með mig nánast alveg í vas- anum en það að hún skyldi bara segj- ast elska mig ef ég keypti Barbie fannst mér nokkuð ósanngjarnt og fékk mig til að hugsa aðeins um á hvaða leið ég væri almennt í barna- uppeldinu. Nú er barnauppeldi ævar- andi verkefni og margslungið. Miðað við reynslu mína af uppeldi þriggja barna, uppeldi foreldra minna á sjálf- um mér (fékk mjög ástríkt uppeldi og átti yndislega foreldra) og uppeldi barna almennt sem maður sér allt í kring þá myndi ég segja að það væru þrír þættir sem skiptu mestu máli í öllu þessa flókna ferli sem barnaupp- eldi er: Ást, tími og agi. Eðlilegt er að áætla að foreldrar almennt elski börnin sín og vilji gefa þeim mikla ást. Því miður er þessi ást oft veitt í flýti og með skyndilausn- um. Sjálfur lendi ég oft í því að halda að ég sé að veita börnunum mínum ást með því að gefa þeim eitthvað. Oft og iðulega eitthvert drasl út úr búð, meðal annars úr Toysrus, oft líka með því að segja: Þú mátt horfa, þú mátt fara í tölvuna (en um sjón- varpsgláp og tölvunotkun gilda regl- ur á heimilinu), eða með því að kaupa nammi (þó það séu nammidagar á laugardögum) eða jafnvel með því að segja, ég ætla að gefa þér 500 kall eða 1000 kall sem þú getur sett í baukinn. Allt er þetta innihaldslaus ást í verki og ranghugmyndir mínar að halda að ég sé voðalega góður með þessum gjöfum sem eru ekkert nema umbúð- irnar. Best er að gefa börn- um sínum aldrei neitt. Bara eina afmælisgjöf og eina jólagjöf. Punkt- ur. Börn sem stöðugt fá gjafir og drasl í tíma og ótíma verða heimtu- frek, vanþakklát, leið- inleg og kunna ekki að meta til dæmis þegar þau eiga afmæli. Ást er meðal annars best veitt með því að gefa barninu sínu tíma. Velferðarsamfélagið svo- kallaða á Íslandi (streitusamfélagið) ýtir hins vegar undir að tími foreldra með börnum sínum er mjög af skorn- um skammti. Börn eru vakin kl. 7, dröslað í skólann kl. 8, sótt kl. 5, síð- an brunað á einhverjar æfingar með börnin eða þau tekin með út í búð og þeim síðan hent fyrir fram sjón- varpið á meðan það er eldað, og þá er kvöldmatur og síðan í rúmið. Þarna einhvers staðar er kannski hálftími eða klukkutími en þá er ekki óal- gengt að foreldrar séu í símanum eða í tölvunni, t.d. samhliða því að elda. Á Íslandi er of mikið af foreldrum sem hafa ekki aðstæður til að gefa börnunum sínum tíma. Þá á ég við t.d. bara klukkutíma. Klukkutíma á dag þar sem ég sest niður með barninu mínu, spila ólsen ólsen eða veiðimann, fer í skák, baka, kubba, fer í bíló eða dúkkó eða bara út að hjóla eða í sund. Klukkutíma á dag þar sem ég geri ekkert annað en að vera með barninu mínu (án þess að vera í símanum eða tölvunni). Heima hjá okkur gildir sú ágæta regla að lesa á hverju kvöldi fyrir börnin þeg- ar þau fara í rúmið svona um átta – hálfníu. Hins vegar er ég oft orðinn svo þreyttur eftir prógram dagsins (frá kl. 7-20.30) að ég sofna yfirleitt sjálfur þegar ég er búinn að lesa eina eða tvær blaðsíður. Það væri óskandi að foreldrar ættu raunverulega möguleika á að gefa börnum sínum meiri tíma. Um leið og maður gefur börnum sínum ást og tíma er mikilvægt að þau alist upp við aga og reglur (þar er ég t.d. frekar slakur). Það er ótrú- lega algengt að maður sjái tveggja, þriggja, fjögurra ára börn stjórna foreldrum sínum og heilu fjölskyld- unum. Gjemmmér, gjemmmér, suða og suða, annars bara öskra ég og æpi. Þetta er áunnin frekja og aga- leysi. Börnin valta yfir foreldrana sem skilja ekki neitt í neinu en eru kannski ef betur er að gáð búin að koma sér sjálf í þessa stöðu með því að dæla í börnin allskonar drasli (sem börnin voru jafnvel ekki búin að biðja um). Um leið og maður setur reglur þarf maður að fylgja þeim. Betra er að eyða þremur búð- arferðum í það að segja nei við öllu en að guggna og sitja uppi með frekt barn, það sem eftir er, sem veit að það getur stjórnað öllu með öskri og grenjum. Nú á ég þrjú yndisleg börn og nýt hverrar stundar með þeim. Um leið er það hlutverk mitt sem pabba, eins og allra annarra foreldra, að und- irbúa þau fyrir lífið og gera þau að góðum og heilbrigðum ein- staklingum og það er gríðarlega mik- ilvægt verkefni, kannski það merki- legasta af öllu, og eins gott að standa sig og vanda sig. Næst þegar dóttir mín biður mig um pakka úr Toysrus segi ég henni að næsti pakki sem hún fái sé á af- mælinu hennar, síðan fái hún jóla- gjöf, en hún megi óska sér þangað til. En um leið býð ég henni að koma að lita, leira eða baka, eða bara í dúkkó. Ást, tími og agi Eftir Pál Guðmundsson » Best er að gefa börnum sínum aldrei neitt. Bara eina afmælisgjöf og eina jólagjöf. Páll Guðmundsson Höfundur er pabbi og fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Mörgum brá illa í brún, þegar það spurð- ist á liðnu sumri, að ný- ir stjórnendur Rík- isútvarpsins hefðu í hyggju að fella út morgunbænir og orð kvöldsins úr dagskrá Rásar 1, sem um langt árabil hafa verið þar fastir liðir. Ástæðan sögð vera sú, að þessir dagskrárliðir hefðu svo litla hlustun, að ekki tæki því að halda þeim áfram. Auk þess væru þeir „barn síns tíma“, eins og það var nefnt, og þar af leið- andi úreltir. Annað kom þó á daginn. Strax og ákvörðunin hafði verið til- kynnt, rigndi mótmælum yfir RÚV. Fjölmargir settu sig í samband við Ellimálaráð Reykjavíkurprófasts- dæma, þar sem farið var fram á, að ráðið aðhefðist eitthvað í málinu. Hátt í sjö þúsund manns rituðu nöfn sín á Facebook-mótmælasíðu og aðr- ir skrifuðu í blöðin. Öll þessi við- brögð komu nýjum útvarpsstjóra, Magnúsi Geir Þórðarsýni, í opna skjöldu. Ákvað hann í framhaldinu, að morgunbænum skyldi áfram hald- ið, en orð kvöldsins fellt niður. Í stað þess kæmi umræðuþáttur um trúmál á sunnudagskvöldum. Var þess getið, að haft hefði verið samáð við biskup Íslands um þessa niðurstöðu, en ekki kom fram, hvort hann hefði verið henni samþykkur. Allt er mál þetta með nokkrum ólíkindum og vekur ýmsar spurningar. Eða hvernig ætla stjórnendur RÚV að mæla hlustun á örstuttum – 10 mín. – dagskrárlið morgna og kvölds? Er það ekki vandkvæðum bundið? Að þessar stuttu bænastundir séu eitthvert stíl- brot í dagskrá Rásar 1 er ofvaxið mínum skilningi. Eitthvað annað hlýtur að búa að baki. Sá grunur læð- ist óneitanlega að manni, að hér hafi verið ætlunin að þóknast hópum í þjóðfélaginu, sem hafa hátt og kenna sig við Siðmennt eða Vantrú og vilja öll kristileg áhrif burt úr hinu op- inbera ými, m.a í grunnskólum landsins, þar sem þeim hefur nú þeg- ar orðið nokkuð ágengt. En við búum í kristnu samfélagi og byggjum á kristnum menningararfi. Það ætti nýjum útvarpsstjóra ekki að koma á óvart. Sá hópur er mun stærri en nokkrar tölur gefa til kynna, sem iðkar trú sína í einrúmi og fer með bænirnar sínar, finnst gott að byrja daginn með bænastund og láta Guðs orð fylgja sér inn í svefninn. Þar er ekki aðeins um að ræða aldr- að fólk og einstæðinga, heldur fólk á öllum aldri, bæði í gleði og sorg. Bæn er ekki sama og spjall um trú. Bænin er persónuleg tjáning, samtal við Guð, lífgefandi og endur- nærandi. Hún er sjálfur and- ardráttur trúarlífsins, svo mikilvæg er hún. Þess vegna finna svo margir styrk í bæninni og finnst hún ómiss- andi. Örfá bænarorð flutt á réttum stað og stund geta verið til mikillar blessunar. Umræðuþáttur um trú- mál getur verið góð viðbót við út- varpsmessurnar á sunnudögum, en hann kemur ekki í stað bænastund- ar. Fyrir nokkrum árum stóð til að fella orð kvöldsins út af dagskrá Rás- ar 1. Þá reis fólk upp og mótmælti, svo við það var hætt. Vonandi verður sú einnig raunin nú. Enginn hefur ort fagurlegar um bænina og gildi hennar en sálmaskáldið sr. Hall- grímur í versinu alkunna í Pass- íusálmunum, sem er fyrirsögn þessa greinarkorns. Það er kaldhæðn- islegt, að einmitt á þessu ári 2014, þegar við höldum upp á 400. árstíð sr. Hallgríms, þá skuli sú ákvörðun tekin að fella bænaorð að kvöldi út af dagskrá útvarps allra landsmanna. Vart getur það talist merki um rækt- arsemi við minningu skáldsins eða trúararfinn almennt. Og ekki verður það til styrktar betra mannlífi í landi okkar. Um leið og nýjum útvarps- stjóra er óskað farsældar í starfi skora ég á hann að draga þessa ákvörðun til baka. „Bænin má aldrei bresta þig“ Eftir Ólaf Þ. Hallgrímsson Ólafur Þ. Hallgrímsson » Var þess getið, að haft hefði verið sam- ráð við biskup Íslands um þessa niðurstöðu, en ekki kom fram, hvort hann hefði verið henni samþykkur. Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur. Lúxus 200 fm. hús í flottu hverfi nálægt Pattaya ströndinni til sölu. Í húsinu eru fjögur stór svefnherbergi með nýjum hjónarúmum, fataskápum, flatskjá sjónvörpum, loftkælingu ofl. Fjögur fín baðherbergi með innréttingum og öllum tækjum. Mjög stórt og fallegt eldhús og borðstofa með öllum tækjum og tólum. Þvottahús og búr með innréttingum og öllum tækjum. Stór og mikil stofa með stórum flatskjá, hljómflutningkerfi, leðursófasetti og öðrum lúxus, hlaðin listaverkum. Góður bíll, sem nýr getur fylgt með. Stutt í yfir 20 frábæra golfvelli. 7 mín. akstur í flotta báta- og snekkjuhöfn. 5 mín akstur í eina glæsilegustu íþróttahöll Asíu. Glæsilegir verslunarkjarnar. Gott og gestrisið fólk. Sundlaugar í næsta nágrenni. Frábært veðurfar allt árið. Hagstætt verðlag og fullkomin læknisþjónusta á hátæknisjúkrahúsum, engir biðlistar. Skipti möguleg á góðri fasteign á höfuðborgarsvæðinu, jörð eða sumarhúsi. Allar nánari upplýsingar ásamt myndum fyrir hendi. Áhugasamir sendi helstu uppl. ásamt nafni og símanúmeri á netfangið josakco@gmail.com THAILAND HEILLAR !
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.