Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 65
UMRÆÐAN 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
Umræðan und-
anfarið í fjölmiðlum um
málefni múslima á Ís-
landi, hefur verið
óþarflega uggvekjandi,
vegna þess að þar hef-
ur vantað aðkomu
flestra hinna sérfróð-
ari, og ábyrgari, og
formlegri, aðila, er
málið gæti varðað. Þó
er þetta vísir að byrjun
á alvöru nýbúaumræðu á Íslandi.
Miklu máli skiptir því að hér megi
myndast þroskuð félagsmála-
umræða, sem og samstiga viðbrögð
á milli almennings og stjórnvalda,
svo allir geti lært að tala og hugsa
um þessi mál sem fyrst; og að verða
sáttir að kalla.
En það gengur síður í litlu landi
sem Íslandi, en í stærri löndum, að í
nýbúamálum myndist stór ágrein-
ingur á milli efnahagslegra og fé-
lagslegra þarfa almennings, er kem-
ur að sáttinni um að opna landið
fyrir innflytjendum frá útlöndum.
Æskilegt væri að enn fleiri for-
svarsmenn trúfélaga múslima á Ís-
landi, styngju niður penna nú um
umræðu þessa.
Einnig væri uppbyggilegt að
heyra meira um skoðanir frá með-
limum þeirra sem væru dæmi um
það sem helst er verið að gagnrýna
um múslima í heimspressunni.
Þá stendur það upp á okkur fé-
lagsmenn í fræðafélögum, að reyna
að koma með okkar sérfræði-
innsýnir; svosem mannfræðinga,
stjórnmálafræðinga, félagsráðgjafa,
kennara, sagnfræðinga; sálfræð-
inga; guðfræðinga, heimspekinga,
bókmenntafræðinga; og svo fjöl-
miðlafræðinga; og lögfræðinga.
Þá ættu félagar í vináttufélögum
Íslands við hin ýmsu múslimalönd að
hafa eitthvað fram að færa; svosem
við lönd á borð við Kúvæt, Palestínu,
Íran, Líbanon, Egyptaland; og fleiri
lönd sem Íslendingar hafa flykkst
til. (Þess má til gamans geta, að Vin-
áttufélag Íslands og Kanada, sem ég
leiði, hefur haldið mót landsvina-
félaga, þar sem við buðum m.a. fé-
laginu Íslandi-Palestínu að gera
grein fyrir sér.)
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur
tjáð sig um lóðarumsókn múslima
undir bænahús, en stærsta emb-
ættið er kannski innanríkisráðu-
neytið; sem arftaki dóms- og kirkju-
málaráðuneytisins. Hefur það litla
málgleði sýnt um þetta.
Í samanburði við umræðu kalda-
stríðsáranna, líkist umræðan um
múslima umræðunni um önnur ríki
sem voru áður mest áberandi í her-
verkum á alþjóðavettvangi: Þá voru
það Bandaríkjamenn og Sovétmenn,
en nú eru það mörg múslimalöndin.
En ólíkt því sem var þá, erum músl-
imar ekki sérstaklega á könnu utan-
ríkisráðuneytisins. (Enda erum við
ekki í stríði við þá; nema þá sem að-
ilar að hernaði NATÓ í Afganistan.
En við höfum sent friðargæsluliða
og hjálparstarfsfólk þangað; og
einnig áður til Bosníu.)
Kvenréttindasamtök okkar, Amn-
esty International, og Mannrétt-
indastofa, hafa tjáð sig um málefni
múslima, enda tengd Sameinuðu
þjóðunum.
Sendiráð og ræðismannaskrif-
stofur múslimalanda á Íslandi
mættu einnig láta heyra í sér.
Af fjölmiðlastofnunum hafa dag-
blöðin leitt umræðuna, og kannski
minni útvarpsstöðvar. Ríkisútvarpið
síður. En það er kannski einmitt
merki um að uppbygging svo eld-
fimrar umræðu krefst innleggs frá
svo mörgum fleiri aðilum til að geta
náð þroska.
Dómsmálaráðuneytið hefur ekki
enn haft frumkvæði að því að ákæra
meinn fyrir meiðyrði; enda væri það
hæpið í stöðunni nú, að ætla almenn-
ingi að verða eins orðvar og atvinnu-
fjölmiðlamennirnir, á þessu þroska-
stigi umræðunnar.
Kirkjumálaráðuneytið hefur ekki
tekið sérkristna afstöðu í málinu,
enda hlutdrægur aðili.
Sem félagi í Ása-
trúarfélaginu leyfist
mér að fullyrða: Það
ber að virða trúarbrögð
annarra, svo fremi sem
þeir brjóta ekki lög.
Hér hafa verið
nefndir margir helstu
aðilarnir sem gætu
komið að umræðunni.
Þó má einnig nefna
að Samfylkingin hefur
komið múslimanýbúa á
Alþingið; en það er ein
aðsópsmesta fjölmiðla-
kona nýbúa: frú Tamimi frá Palest-
ínu. Ætti eitthvað að geta heyrst úr
hennar horni!
Einnig má nefna að Háskólinn á
Akureyri hefur gert baráttukonu í
mannréttindamálum frá Íran að
heiðursdoktor hjá sér. Ætti þeim því
ekki að vera um megn að tjá sig um
múslimaumræðuna líka.
Þá má ekki gleyma að Reykjavík-
urborg hefur veitt rithöfundi frá
Líbanon hæli á Íslandi af mannúðar-
ástæðum, og mun hann nú vera orð-
inn íslenskur ríkisborgari!
Enn má minna á að núverandi
borgarfulltrúi Framsóknarflokksins
gerði út á múslimaumræðuna í síð-
ustu sveitarstjórnarkosningum.
Mætti ekki spyrja hana frekari
ráða?
Þó eru skáld einna duglegust við
að tjá sig um slík tilfinningamál. Ég
kemst einna næst því að tjá mig um
heimsfréttir frá múslimaríki í dæmi
sem er að finna í fimmtándu ljóða-
bók minni, Væringjaljóðum (2014).
Er það í ljóði sem heitir Þessi Per-
vez Muzharraf, og sem rekur feril
þessa fyrrverandi einræðisherra í
Pakistan. En þar segir meðal annars
svo:
Fyrst var það þjónkunin við Bandaríkin.
En voru ekki skæruliðar að rífa í sundur
landið?
Svo var það dómurinn yfir hópnauðg-
urunum.
En mátti konan ekki neita að giftast?
Allavega var refsingunni aldrei framfylgt.
Loks var það umsátrið um moskuna
þar sem hermdarverkamennirnir höfðu
samansafnast.
Gat hann þá látið slíkt viðgangast í höf-
uðborginni?
Á eftir fylgdu máttleysislegar fjölda-
handtökur.
Aðilar sem vantar að múslimaumræðunni
Eftir Tryggva V.
Líndal »Miklu máli skiptir
því að hér megi
myndast þroskuð fé-
lagsmálaumræða...
Tryggvi V. Líndal
Höfundur er skáld og menningar-
mannfræðingur.
SPORT
MARKAÐUR
2 FYRIR 1
DAGANA 9.-13.OKT
OPIÐ: MÁN. - FÖS. KL. 12 - 18 - LAU. KL. 12-16
EKKI MISSA AF ÞESSU!
AF CASALL BOLUM!
MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS
*GREIÐA ÞARF FYRIR DÝRARI BOLINN