Morgunblaðið - 09.10.2014, Síða 67

Morgunblaðið - 09.10.2014, Síða 67
UMRÆÐAN 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Full búð af nýjum vörum Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • www.selena.is • Póstsendum • Næg bílastæði • Selena undirfataverslun Félag eldri borgara í Reykjavík Fimmtudaginn 2. október var spil- aður tvímenningur á 10 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 266 Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 238 Örn Isebarn – Ólafur Ingvarsson 234 Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 227 A/V Björn Péturss. – Valdimar – Ásmundss. 272 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 257 Tómas Sigurjónss. – Björn Svavarss. 252 Bjarni Þórarinss. – Hrólfur Guðmss. 230 Spilað er í Síðumúla 37. Björn og Þórður unnu Haust-Monradinn hjá BK Björn Jónsson og Þórður Jónsson sigruðu í þriggja kvölda Haust– Monrad sem lauk hjá Bridsfélagi Kópavogs sl. fimmtudag Lokastaðan:. Þórður Jónsson – Björn Jónsson 118,2 Eiður Már Júlíuss. – Júlíus Snorras. 115,6 Heimir Tryggvas. – Gísli Tryggvason 115,5 Leifur Kristjánss. – Árni M. Björnss. 112,4 Jörundur Þórðars. – Þórður Jörundss. 111,6 Úrslit síðasta spilakvöld: Júlíus Snorras. – Eiður Már Júlíuss. 61,1 Björn Jónsson – Þórður Jónsson 59,5 Ísak Örn Sigurðss. – Gunnl. Karlss. 55,8 Næsta keppni er FRESCO-impa- keppnin sem er þriggja kvölda But- ler-tvímenningur og þarf að spila öll kvöldin til að ná í verðlaun. Spilað er í Gjábakka, félagsheimili aldraðra, Fannborg 8, á bak við Landsbank- ann og byrjað kl. 19 alla fimmtudaga. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Á Alþingi er núna til meðferðar tillaga til þingsályktunar um aukna aðkomu ríkis- valdsins að rannsókn- um á hreyfitauga-sjúk dómum (MND, MS, Parkinson o.fl.). Flutn- ingsmaður er Sigrún Magnúsdóttir, þings- flokksformaður Fram- sóknarflokks og við framlagningu tillög- unnar lýstu þingmennirnir Valgerður Bjarnadóttir og Jóhanna María Sig- mundsdóttir yfir eindregnum stuðn- ingi við auknar rannsóknir á þessu sviði. Allsherjar- og menntamála- nefnd hefur málið til umfjöllunar, en tillaga Sigrúnar er eftirfarandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að beita sér fyrir stofnun rann- sóknarklasa á sviði taugavísinda og taugahrörnunarsjúkdóma á Íslandi, svo sem á sviði ALS/MND-sjúk- dómsins. Ríkisstjórnin hlutist til um að vísindasamfélagið á Íslandi fái nauðsynlega aðstoð við að afla styrkja til að fjármagna rannsóknir á taugasjúkdómum, einnig frá alþjóða- samfélaginu." Ísland er kjörið til rann- sókna á erfðasjúkdómum Hreyfitaugar nefnast þær frumur sem annast stjórn allra vöðva líkam- ans. Þessa vöðva er ekki bara að finna í útlimum, heldur einnig inn- vortis og þeirra á meðal er þind og raddbönd. Þess vegna missa MND- sjúklingar ekki bara mátt í höndum og fótum, heldur einnig í önd- unarfærum og radd- böndin verða gagnslaus. Þrátt fyrir að um 150 ár séu liðin frá því að Jean- Martin Charcot (1825- 1893) skilgreindi MND sem sérstakan sjúkdóm, er ennþá ekki vitað hvað veldur honum. Skiptar skoðanir eru til dæmis um, að hve miklu leyti MND er erfðasjúkdóm- ur, en rannsóknir á veg- um Alþjóðlegrar miðstöðvar MND- rannsókna benda til að hérlendis sé MND bundið erfðum og að erfða- mynstrið sé „víkjandi“. Á síðustu áratugum hafa orðið stórstígar framfarir í erfðafræði, sem hafa opnað augu manna fyrir þeirri staðreynd að fjölmargir sjúk- dómar eru bundnir erfðum. Af nokkrum ástæðum er Ísland kjörið til rannsókna á erfðasjúkdómum. Í fyrsta lagi er hér mögulegt að rekja ættir langt aftur í tímann. Í öðru lagi hefur Ísland öldum saman verið meira einangrað en þekkist um mörg önnur lönd. Í þriðja lagi veldur fá- menni því að ekki er útilokað, að ná til allra með ákveðinn sjúkdóm hjá heilli þjóð. Sérstaða Íslands veitir tækifæri, sem ekki má láta ónotuð. Ísland hefur skyldum að gegna við umheiminn, á sviði rannsókna á sjúk- dómum. Nær allar aðferðir, sem hér er beitt við greiningu sjúkdóma og lækningu þeirra, eru komnar frá öðr- um þjóðum. Ekki er siðferðilega rétt að Ísland verði áfram eingöngu þiggjandi á sviði lækninga, sér- staklega þegar fyrir liggur að hér- lendis eru aðstæður góðar til ákveð- inna rannsókna. Ríkisvaldinu ber einnig skylda til að veita landsmönn- um læknisþjónustu og það á sér- staklega við um banvæna sjúkdóma eins og MND. Fram að þessu hafa valdamenn á Íslandi talið sæmandi að leggja ekkert opinbert fjármagn til MND-rannsókna. Með tillögu- flutningi Sigrúnar Magnúsdóttur á Alþingi hillir loks undir breytingar. Ekki ósanngjörn krafa Hugmyndin um rannsóknarklasa fyrir hreyfitaugasjúkdóma á sér fyr- irmyndir hérlendis og er í samræmi við stefnu stjórnvalda um skipulag vísindarannsókna í landinu. Sem dæmi má nefna, að 2009 hlaut „Al- þjóðlegur rannsóknarklasi í jarðhita“ styrk frá ríkinu sem nam 490 millj- ónum króna. Á núverandi verðlagi samsvarar þessi upphæð um 600 milljónum króna. Tillaga Sigrúnar gerir ekki ráð fyrir svona rausnar- legu framlagi til Rannsóknarklasa í hreyfitaugasjúkdómum, en vel er hægt að reikna með að erlend fram- lög kunni að verða af þessari stærð- argráðu. Fólk um allan heim gerir þá kröfu, að framfarir verði sjáanlegar á sviði hreyfitaugasjúkdóma og sérstaklega gildir þetta um MND, sem að und- anförnu hefur notið mikillar athygli. Framlög einstaklinga til MND- rannsókna hafa stórlega aukist og til að leggja áherðslu á alvarleika máls- ins hika menn ekki við að þola „ískalt sturtubað“. Söfnunar-reikningur Miðstöðvar MND-rannsókna er: 0515-14-409909 - 5611120960 og vef- setur félagsins er: http://mid- stodin.blog.is/blog/midstodin/. Jafnan þegar MND-fólk kemur saman ríkir í hópnum glaðværð og æðruleysi. Oft er heilbrigðiskerfið til umræðu og í eftirfarandi dæmisögu er því líkt við „heilagt stöðuvatn“, sem veitir flestum lækningu og öllum nokkura úrlausn: „Þrír sjúklingar leituðu lækningar hjá Hinu heilaga vatni og fyrstur til að vaða útí var blindur maður. Þegar hann kom úr kafinu, hafði hann feng- ið fulla sjón. Næsti sjúklingur til að leita ásjár Hins heilaga vatns var heyrnarlaus. Þegar hann kom aftur á þurrt land hafði hann hlotið fulla heyrn. Þriðji sjúklingurinn var MND-sjúklingur. Eftir að hafa séð þau kraftaverk sem Hið heilaga vatn hafði gert á blindum og heyrnar- lausum, ók hann vongóður í hjólastól sínum út í vatnið og hikaði ekki við að fara á bólakaf. Þegar hann kom aftur á þurrt land blasti árangurinn við sjónum. Hjólastóllinn hafði fengið nýja og glansandi hjólbarða.“ Eftir Loft Altice Þorsteinsson Loftur Altice Þorsteinsson » Þrátt fyrir að um 150 ár séu liðin frá því að Jean-Martin Charcot skilgreindi MND sem sérstakan sjúkdóm, er ennþá ekki vitað hvað veldur honum. Höfundur er verkfræðingur og stjórnarformaður Miðstöðvar MND-rannsókna. Rannsóknarklasi í hreyfitauga sjúkdóm- um er ekki lengur fjarlæg draumsýn mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.