Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 76

Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 76
76 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 AKUREYRI Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á röskum áratug hefur tónleikastaðurinn Græni hatturinn orðið einn af burðarstólp- unum í skemmtanalífi Akureyringa. Haukur Tryggvason er framkvæmdastjóri staðarins og segir hann ævintýrið hafa byrjað árið 2003. „Fyrst var Græni hatturinn hugsaður sem pöbb og áherslan á dansleiki. Einu og hálfu ári síðar er áherslunum breytt og Græn hatturinn verður einvörðungu tón- leikastaður: fyrst bara um helgar en æ oftar að tón- leikarnir færðust framar í vikuna og í dag erum við að halda að jafnaði 140-150 tónleika á ári, stundum tvenna tónleika á dag.“ Staðurinn er hæfilega stór, rúmar 170 manns í sæti með ágætan bar og vel útbúið svið. „Við höfum unnið stöðugt að endurbótum á tónleikarýminu í gegnum árin, hljóðeinangrað veggi og komið upp vönduðu hljóðkerfi og úrvali hljóðfæra. Er mál manna að á Græna hattinum sé eitt besta „sviðs-sándið“ á land- inu og allt frá trommusetti yfir í Hammond-orgel bíð- ur eftir tónlistarmönnunum svo þeir þurfa ekki að koma hingað með stóra bílfarma af græjum.“ Allar tegundir tónlistar Tónleikadagskráin er mjög fjölbreytileg og í hverj- um mánuði ættu allir að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi, hvort heldur fólk vill hlýða á ljúfan söng Álftagerðisbræða, leyfa Mugison að kitla eyrun, slaka á yfir seiðandi djassi eða hrista skankana á rokktónleikum Dimmu. Haukur segir undantekn- ingalítið myndast mjög gott andrúmsloft á tónleik- unum í húsinu. Gestir séu komnir til að njóta tónlist- arinnar og skemmta sér vel og fyrir vikið er ekki farið of geyst inn um gleðinnar dyr. Selt er inn á alla tónleika og algengt miðaverð á bilinu 2-3.000 kr. Er vissara að kaupa miða tímanlega, t.d. á Midi.is eða í bókaverslun Eymundsson í húsinu á móti þvi iðu- lega vill það gerast að uppselt er á tónleikana. „Er ekki óalgengt að biðröð sé þegar farin að myndast við dyrnar þegar ég mæti til vinnu,“ bætir Haukur við. Tónleikarnir á Græna hattinum hefjast iðulega nokkuð snemma um kvöldið og geta því fallið vel inn í lengri kvölddagskrá þar sem komið er við á nokkr- um stöðum. Er hægt að byrja kvöldið með því að snæða á einu af veitingahúsum bæjarins, fara því- næst á tónleika kl. 8, 9 eða 10, og svo halda fjörinu áfram eftir miðnætti á bar eða skemmtistað ef sá gállinn er á mönnum. „Það tók vissan tíma að venja fólk á að byrja gleð- skap helgarinnar svona snemma á kvöldin því Ís- lendingar eru margir vanastir því að fara ekki út að skemmta sér fyrr en kl. 1 að nóttu. Hefur samt sýnt sig að tímarnir okkar henta vel og þýða líka að ef fólk vill eiga ánægjuelga upplifun á tónleikum er vel hægt að vera kominn aftur heim og í háttinn á skikkanlegum tíma.“ Iðulega uppselt á tónleikana Saga Flest, ef ekki öll goð íslenskrar hryntónlistar hafa birst á sviði staðarins.  Haukur kemur oft að biðröð við dyrnar þegar hann mætir til vinnu á Græna hattinum  Allir bestu tónlistarmenn landsins troða þar upp og allt að 150 tónleikar haldnir yfir árið Ómissandi „Það tók vissan tíma að venja fólk á að byrja gleðskap helgarinnar svona snemma á kvöldin því Íslendingar eru marg- ir vanastir því að fara ekki út að skemmta sér fyrr en kl. 1 að nóttu,“ segir Haukur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.