Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 76
76
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
AKUREYRI
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Á
röskum áratug hefur tónleikastaðurinn
Græni hatturinn orðið einn af burðarstólp-
unum í skemmtanalífi Akureyringa. Haukur
Tryggvason er framkvæmdastjóri staðarins
og segir hann ævintýrið hafa byrjað árið 2003. „Fyrst
var Græni hatturinn hugsaður sem pöbb og áherslan
á dansleiki. Einu og hálfu ári síðar er áherslunum
breytt og Græn hatturinn verður einvörðungu tón-
leikastaður: fyrst bara um helgar en æ oftar að tón-
leikarnir færðust framar í vikuna og í dag erum við að
halda að jafnaði 140-150 tónleika á ári, stundum
tvenna tónleika á dag.“
Staðurinn er hæfilega stór, rúmar 170 manns í sæti
með ágætan bar og vel útbúið svið. „Við höfum unnið
stöðugt að endurbótum á tónleikarýminu í gegnum
árin, hljóðeinangrað veggi og komið upp vönduðu
hljóðkerfi og úrvali hljóðfæra. Er mál manna að á
Græna hattinum sé eitt besta „sviðs-sándið“ á land-
inu og allt frá trommusetti yfir í Hammond-orgel bíð-
ur eftir tónlistarmönnunum svo þeir þurfa ekki að
koma hingað með stóra bílfarma af græjum.“
Allar tegundir tónlistar
Tónleikadagskráin er mjög fjölbreytileg og í hverj-
um mánuði ættu allir að geta fundið þar eitthvað við
sitt hæfi, hvort heldur fólk vill hlýða á ljúfan söng
Álftagerðisbræða, leyfa Mugison að kitla eyrun,
slaka á yfir seiðandi djassi eða hrista skankana á
rokktónleikum Dimmu. Haukur segir undantekn-
ingalítið myndast mjög gott andrúmsloft á tónleik-
unum í húsinu. Gestir séu komnir til að njóta tónlist-
arinnar og skemmta sér vel og fyrir vikið er ekki
farið of geyst inn um gleðinnar dyr. Selt er inn á alla
tónleika og algengt miðaverð á bilinu 2-3.000 kr. Er
vissara að kaupa miða tímanlega, t.d. á Midi.is eða í
bókaverslun Eymundsson í húsinu á móti þvi iðu-
lega vill það gerast að uppselt er á tónleikana. „Er
ekki óalgengt að biðröð sé þegar farin að myndast
við dyrnar þegar ég mæti til vinnu,“ bætir Haukur
við.
Tónleikarnir á Græna hattinum hefjast iðulega
nokkuð snemma um kvöldið og geta því fallið vel inn
í lengri kvölddagskrá þar sem komið er við á nokkr-
um stöðum. Er hægt að byrja kvöldið með því að
snæða á einu af veitingahúsum bæjarins, fara því-
næst á tónleika kl. 8, 9 eða 10, og svo halda fjörinu
áfram eftir miðnætti á bar eða skemmtistað ef sá
gállinn er á mönnum.
„Það tók vissan tíma að venja fólk á að byrja gleð-
skap helgarinnar svona snemma á kvöldin því Ís-
lendingar eru margir vanastir því að fara ekki út að
skemmta sér fyrr en kl. 1 að nóttu. Hefur samt sýnt
sig að tímarnir okkar henta vel og þýða líka að ef
fólk vill eiga ánægjuelga upplifun á tónleikum er vel
hægt að vera kominn aftur heim og í háttinn á
skikkanlegum tíma.“
Iðulega uppselt á tónleikana
Saga Flest, ef ekki öll goð íslenskrar hryntónlistar hafa birst á sviði staðarins.
Haukur kemur oft að biðröð við dyrnar þegar hann mætir til
vinnu á Græna hattinum Allir bestu tónlistarmenn landsins
troða þar upp og allt að 150 tónleikar haldnir yfir árið
Ómissandi „Það tók vissan tíma að venja
fólk á að byrja gleðskap helgarinnar svona
snemma á kvöldin því Íslendingar eru marg-
ir vanastir því að fara ekki út að skemmta
sér fyrr en kl. 1 að nóttu,“ segir Haukur.