Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 82
82
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
AKUREYRI
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
H
ótel Kea skartar sínu feg-
ursta í dag eftir umfangs-
miklar endurbætur á síð-
ustu árum. Á síðasta ári
var hulunni svipt af nýrri gesta-
móttöku, veitingastaðnum Múlaberg
bistro & bar auk notalegs útisvæðis
þar sem hægt er að njóta matar og
drykkjar.
„Breytingarnar heppnuðust mjög
vel og nýja yfirbragðið fellur vel að
útliti hótelsins, sem er sjötugt í ár.
Við erum gríðarlega stolt af þessu
fjögurra stjörnu hóteli okkar hér í
hjarta bæjarins,“ segir Hrafnhildur
E. Karlsdóttir hótelstjóri.
Auk notalegra herbergjanna, sem
hafa á sér glæsilegan skandinav-
ískan brag með dökkum og virðu-
legum litatónum, er á hótelinu að
finna vel útbúna funda- og ráð-
stefnusali með öllum þeim tækni-
búnaði sem þarf til að halda nútíma-
legan viðburð.
Fundir án truflana
Hrafnhildur segir hótelið vinsæl-
an fundarstað og algengt að fyr-
irtæki á höfuðborgarsvæðinu taki
fundatarnir fyrir norðan þar sem
fara saman afköst og afþreying.
„Margir eru á þeirri skoðun að með
því að halda fundinn hér takist að fá
fólk til að vinna betur. Eftir flugið
norður er fólk laust við þær hvers-
dagslegu truflanir sem annars geta
skemmt mikilvæga fundi, stefnu-
mótun og ákvarðanatöku. Að ferðast
til Akureyrar er líka upplifun og
umbun fyrir vel unnin störf, nánast
eins og að ferðast til útlanda, og í
bænum hægt að finna allt það sem
þarf til að eiga ánægjulega daga
samhliða fundahöldunum,“ segir
Hrafnhildur og telur upp veit-
ingastaði bæjarins, leikfélag, sinfón-
íuhljómsveit söfn og Menningar-
húsið Hof.
„Hér erum við á besta stað í bæn-
um og öll þessi afþreying og menn-
ing í þægilegu göngufæri.“
Bjóða upp á hagstæða pakka í allan
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Miðjan „Breytingarnar heppnuðust mjög vel og nýja yfirbragðið fellur vel að útliti hótelsins, sem er sjötugt í ár,“ segir Hrafnhildur.
Hótel Kea hefur
verið tekið í gegn og
m.a. opnaður nýr
veitingastaður, Múla-
berg Gleðin er oft
við völd á hótelbarn-
um þar sem gestir
og heimamenn
koma saman
Félagsskapur
Gleðin er oft við
völd á glæsilegum
hótelbarnum.