Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 96

Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 96
96 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu hendur standa fram úr ermum. Reyndar má sneiða hjá deilum með því að hætta að reyna að breyta öðrum eða bæta. 20. apríl - 20. maí  Naut Forgangsröðunin stjórnar því hvað maður tekur sér fyrir hendur og hverju maður fær áorkað. Vertu nú svolítið röskur! 21. maí - 20. júní  Tvíburar Viðræður um stjórnmál, trúmál og heimspeki ættu að verða gefandi í dag. Að- dráttaraflið mun minnka þegar frá líður en þú munt áfram meta vináttu viðkomandi og leggja rækt við hana. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur unnið vel að undanförnu og mátt vera ánægður með sjálfan þig. Kannski telur kunningi þinn að þú hafir móðgað hann. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vanalega heldurðu öllum persónulegum fréttum og smáatriðum fyrir sjálfan þig. Farðu eftir hugmyndunum sem þú færð því þær eiga eftir að hafa mikil áhrif á þig í langan tíma. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sérhver manneskja á jörðinni finnur til líkamlegrar eða andlegrar vangetu á ein- hverjum tímapunkti. Kannski kynnist þú nýrri hlið á sjálfum þér og þínu samskiptamynstri. 23. sept. - 22. okt.  Vog Haltu áfram að koma skipulagi á hlutina bæði á heimilinu og í vinnunni. Hugsaðu frekar um vináttuna en að slá keilur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er eins og allt standi á haus í dag. Seinna í dag gerir félagsskapurinn óárennileg verkefni skemmtileg. Vertu opinn fyrir nýjum hlutum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú veist ekki alltaf svörin í ásta- lífinu, en stundum er best að þegja. Byrjaðu á nýju og listrænu verkefni í dag. Listir, rómantík, orlof og skemmtanir eiga líka hug þinn allan. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hvaða þáttur vinnunnar er þér fjarlægastur? Í dag er rétti tíminn til þess að kynna þér hann. Kunnuglegt umhverfi eykur á kjark þinn. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gættu þess að sýna ekki vinum þínum yfirgang í dag. Sólin er beint á móti þínu merki núna og samskipti þín út á við þar af leiðandi í brennidepli. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert tilbúinn að mæta áskoruninni, sérstaklega ef hún er stærri en þú. Búðu þig samt undir harða samkeppni sem þú þó átt að geta sigrast á. Ólafur Stefánsson skrifaði í Leir-inn á mánudaginn: Er Leirinn lagstur í dá, og leiðinn að buga þá sem fyrrum á tíð fjörguðu lýð og fóru á kostum, smá? Björn Ingólfsson hafði orð á því að ský hefðu verið óvenjulega blá- svört í morgunsárið: Sólin brött og byrjar göngu nýja, að brjótast fram er henni þó um megn því dökkir flotar skuggalegra skýja skirrast við að hleypa henni í gegn. Og bætti síðan við: „Gert bara til að slá á áhyggjur þínar, Ólafur, um þunglyndi eða jafnvel drepsótt á Leir.“ Mér virðast áhyggjur Ólafs óþarfar, því að á laugardag setti Fía á Sandi á Leirinn: Úti er gola ósköp mjúk, andar haustsins blíða. Frostið breiddi á fjöllin dúk, fallega hvítan víða. Og Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir „gagaraljóð að hausti“: Hökli grænum haustið stal, híma nakin gráleit fjöll. Þó er nýtt á Súlum sjal, sallafínt, úr ljósri mjöll. Síðan fór Davíð Hjálmar út í aðra sálma: „Læknar hóta verkfalli, þeir muni þó sinna alvarlegum tilfellum en láta smáslys afskiptalaus. Það gagnar lítt að gleypa plast og geitarull og körfubast, að rassskelli þig frúin fast svo flumbrist á þér dausinn, að hálsbrotna er hentugast (þú heyrðir þegar eitthvað brast): Þeir safnast eins og súlukast að síld – ef vantar hausinn.“ Jón Hjaltason á þessa limru: Hann Gylli á Toyunni skugganum skjótari, nú er skítlegur Patrólinn helmingi ljótari. Hann stöðvar ei bíl en stekkur með stíl, Í stæðin hann vindur sér, fötluðum fljótari. Og svo er það húsgangurinn: Komdu á Eyrina, kindin mín. Kokkurinn vill þig finna, gefur þér brauð og brennivín, bláan klút og tvinna Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Áhyggjur á Leirnum og verkfall lækna Í klípu „FARÐU BARA OG LÁTTU HANN VITA. ÞÚ VEIST HVAÐ HANN HATAR AÐ VERA SKILINN EFTIR Í MYRKRINU.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VILTU UMBÚÐIR?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...að heyra af nýja afabarninu í vændum. ROOOOOOOP! TIKK, TIKK, TIKK, TIKK ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ SENDA MÉR SMS UM ALLT SEM ÞÚ GERIR! STRESSIÐ SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ VERA VÍKINGAHÖFÐINGI EINS OG ÉG ER ÓTRÚLEGT... ...OG ÞAÐ AÐ TAKA ÁKVARÐANIR ER ÞAÐ ERFIÐASTA... ÆTTI ÉG AÐ FÁ MÉR ANNAN SKAMMT AF MAÍSBAUNUM, EÐA ANNAN SKAMMT AF KARTÖFLUMÚS? Íþróttamennska, og hvað felist í þvíað vera íþróttamaður, hefur verið ofarlega á baugi í kaffispjalli vinnu- félaga Víkverja síðustu daga. Til- efnið var það að í lok úrslitavið- ureignarinnar á Íslandsmótinu að þessu sinni ætlaði einn leikmað- urinn, sem bar þó nokkra ábyrgð á því að lið hans varð af gullinu, að vaða í einn reyndasta dómara lands- ins. Ekki er enn ljóst hvað viðkom- andi leikmaður vildi dómaranum, en látbragðið benti ekki til þess að hann vildi rökræða lífsins gagn og nauð- synjar yfir tebolla. x x x Sama kvöld fór síðan fram önnurviðureign, öllu ódannaðri en knattspyrnan, þar sem tveir menn flugust á, og reyndu að kýla hinn kaldan. Bar útgangurinn á þeim, sem minnti einna helst á fyrstu Rocky-myndina, þess vitni, að við- ureignin hefði verið nokkuð jöfn, þar sem sigurvegarinn var allur bólginn og blár og hafði fengið á sig nokkur þung högg. Skipti þó engum togum að bæði meðan á bardaganum stóð, og eftir hann, var ljóst að íþrótta- andinn var heldur meiri í slags- málahundunum í hringnum, heldur en í knattspyrnumanninum tapsára. Svo segja menn að Gunnar Nelson sé ekki góð fyrirmynd. x x x Annað, sem hefur borið á góma íkaffispjallinu, er það hver til- gangur íþróttaviðtala er. Víkverji er þó á því, að öll viðtöl mættu vera eins og þau sem íþróttafréttamenn taka strax eftir leik. Fréttamenn gætu þá spurt Sigmund Davíð og Bjarna Ben. strax eftir erfiða atkvæða- greiðslu í þinginu: „Hvernig líður ykkur, nú þegar frumvarpið er kom- ið í gegn?“ eða „Jæja, hvað varð til þess að þetta hafðist?“ x x x Svörin yrðu þá væntanlega á þáleið, að þeim hefði liðið vel inn í þingsalnum, þeir hafi undirbúið sig vel, og að planið hefði gengið vel upp. Stjórnarandstaðan væri hins vegar með gott þinglið og hefði náð nokkrum þungum sóknum á frum- varpið. „En á endanum vildum við þetta meira en þeir, og þess vegna náði þetta í gegn!“ víkverji@mbl.is Víkverji Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. (Lúkasarguðspjall 2:11)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.