Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 98
98 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
Von er á tíu bókum frá Bókabeit-
unni fyrir komandi jól, þar af fjórum
íslenskum. Sjötta bókin í bóka-
flokknum Rökkurhæðir eftir Mörtu
Hlín Magnadóttur og Birgittu Elínu
Hassell nefnist Vökumaðurinn.
„Pétur Kristinn er nýfluttur í gamla
húsið við Kirkjulund 1. Aðeins eru
nokkrar vikur síðan þar áttu sér
stað hræðilegir atburðir en Pétur
Kristinn er viss um að þar sé ekkert
illt á sveimi. Þar til hann rekur aug-
un í dularfullar verur sem eru eitt-
hvað að baksa í garðinum hans,
garðinum sem liggur upp að kirkju-
garðinum,“ segir m.a. í tilkynningu.
Kamilla Vindmylla og svikamyll-
urnar eftir Hilmar Örn Óskarsson
nefnist þriðja bókin um hina mál-
glöðu Kamillu. Í bókinni þarf hún að
kljást við algjörlega nýtt vandamál,
en sem betur fer eru vinir hennar
ekki langt undan. Einnig kemur út
eftir Hilmar Örn bókin Funi og
Alda falda sem sniðin er að þörfum
nýrra lesenda og kjörin fyrir þá sem
eru að æfa sig í lestri. Bókin fjallar
um Funa sem veit fátt skemmti-
legra en að hanga í tölvunni.
„Mamma er ekki sammála og heimt-
ar að hann fari út að leika. Einn
góðan veðurdag þegar hann hangir
úti, í einni af ferlegu fýlunum, hittir
hann dularfulla stelpu sem fer með
hann í stórkostlegt ferðalag.“
Verðlaunabækur að utan
Erlendu bækurnar sem Bókabeit-
an gefur út hafa allar verið
verðlaunaðar í heimalöndum sínum.
Fyrst ber að nefna Arfleifð sem er
þriðja bókin í þríleik eftir Veronicu
Roth í þýðingu Magneu J. Matthías-
dóttur. „Fylkjakerfið sem Tris Prior
fæddist inn í er í upplausn. Ofbeldi
og valdabarátta, tortryggni og miss-
ir hafa splundrað samfélaginu og
þegar Tris fær tækifæri til að kanna
heiminn utan borgarinnar grípur
hún það fegins hendi. En veruleik-
inn utan borgarmarkanna er enn
skelfilegri en nokkuð sem hún hefði
getað ímyndað sér. Sannleikurinn
kollvarpar öllum hennar áformum
og krefst þess að Tris taki erfiðar
ákvarðanir.“
Teningur Mortímers eftir Ken-
neth Bøgh Andersen í þýðingu
Hörpu Jónsdóttur er önnur bókin í
fjögurra bóka seríu sem nefnist
Djöflastríðið, en fyrsta bókin, Lær-
lingur djöfulsins, kom út í íslenskri
þýðingu í fyrra. „Filip er kominn
aftur heim eftir ævintýri sín sem
lærlingur Djöfulsins. Hann saknar
Satínu, Skuggaskeggs og hinna vin-
anna og gleðst því mikið þegar hann
er kallaður til baka, þó ástæðan sé
ekki góð. Undirheimarnir allir og
lífið sjálft er nefnilega í uppnámi.
Teningi Mortímers hefur verið rænt
sem veldur því að allar manneskjur
fæðast ódauðlegar. Mortímer þarfn-
ast hjálpar og Filip semur við hann
um laun sem eru upp á líf og
dauða.“
Eleanor og Park eftir Rainbow
Rowells í þýðingu Mörtu Hlínar
Magnadóttur fjallar um fyrstu ást-
ina. Eleanor er nýja stelpan í skól-
anum og fellur alls ekki inn í hópinn
þar sem hún er í ósamstæðum föt-
um úr Rauðakrossbúðinni og með
úfnar, rauðar krullur. Park er hljóð-
látur og framandi, en í augum
Eleanor óendanlega svalur. Park
hefur áttað sig á því að besta leiðin
til að þrauka skólann er að láta lítið
fyrir sér fara.
Barnabækur um veðrið og liti
Inn í sortann eftir Celine Kiernan
fjallar um tvíburabræðurna Patrick
og Dominick Finnerty sem þurfa að
hafast við á sumardvalarstað fjöl-
skyldunnar eftir að heimili þeirra
brennur til grunna. „Undarleg vera
tekur sér bólfestu í líkama Dom-
inicks og hinn fimmtán ára gamli
Patrick er sá eini sem tekur eftir að
eitthvað sé athugavert.“ Þýðandi er
Birgitta Elín Hassell.
Von er á fyrstu bókinni af fjórum
í bókaflokknum Seiðfólkið eftir Jo
Salmson og Natalia Batista í þýð-
ingu Önnu R. Ingólfsdóttur. „Arel
er í herþjálfun. Enós er kominn af
kaupmönnum. Sól elst upp hjá elda-
buskunni. Þau eru vinir – en enginn
má vita það. Þegar þau uppgötva
hræðilegt leyndarmál breytist allt.“
Auk þess koma út barnabæk-
urnar Vinur minn, vindurinn eftir
Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur sem
fjallar um veðrið og Þegar litirnir
fengu nóg eftir Drew Daywalt í þýð-
ingu Birgittu Elínar Hassell, með
myndskreytingum eftir Oliver Jef-
fers, sem fjallar um ósamlyndi lit-
anna. silja@mbl.is
Djöflastríð, Rökkurhæðir og seiðfólk
Bókabeitan sendir frá sér tíu bækur Von á Arfleifð, síðustu bókinni í þríleik Veronicu Roth
Kenneth Bøgh Andersen
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Útgefendur Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir.
Veronica Roth
Benedikta Br. Alexandersdóttir
benedikta@mbl.is
„Ég er að reyna að tækla þennan
íslenska, hráa raunveruleika, þenn-
an hversdagsleika sem við gleym-
um gjarnan að taka eftir, hvað þá
að taka mynd af með minninu eða
myndavélinni,“ segir Hallgerður
Hallgrímsdóttir ljósmyndari um
nýjustu einkasýningu sína Hvass-
ast úti við sjóinn í Listasafni ASÍ á
laugardaginn, 11.
október, kl. 15.
Sýningin er
fyrsta stóra
einkasýning
Hallgerðar en
hún hefur staðið
að minni sýn-
ingum bæði hér-
lendis og í Glas-
gow í Skotlandi,
þar sem hún
lauk námi í Fine
Art Photography við Glasgow
School of Art.
Hallgerður hefur alltaf heillast
af hversdagslegri fegurð og beinir
sjónum sínum gjarnan að hvers-
dagslegum augnablikum lífsins.
Hún segir sýninguna að einhverju
leyti uppreisn gegn íðilfögrum
landslagsljósmyndum sem Íslend-
ingar þekkja svo vel og sýna upp-
hafið landslag Íslands. Þá leitast
hún frekar við að sýna og setja
hversdagsleikann á stall.
Samval mynda segir sögu
Sýningin samanstendur af fjór-
um verkum þar sem Hallgerður
vinnur með ljósmyndir, texta og
fundið efni til þess að draga fram
hljóðlátan og gleymdan hversdags-
leikann. Ljósmyndirnar eru sam-
ansafn mynda Hallgerðar frá síð-
ustu árum sem hún hefur m.a.
safnað með því að ferðast vítt og
breitt um landið. Myndirnar eru
því af mörgum stöðum á landinu,
sumar teknar á fjallstindi, aðrar á
sléttu.
Hallgerður notar ljósmyndamið-
ilinn á afgerandi hátt en í verkum
hennar er mikið lagt upp úr úrvali
og samsetningu mynda. Þá telur
hún ferlið þar sem hún velur hvaða
myndir eiga heima í sýningunni og
skapa heild eða sögu vera mik-
ilvægara en myndatökuna sjálfa og
einbeitir hún sér því frekar að því.
„Ég einbeiti mér að því hvernig
myndirnar eiga saman því um leið
og maður sér meira en eina mynd
á vegg eða í bók þá förum við sjálf-
krafa að tengja þær og búa til
sögu. Samval mynda og samhengið
er því það sem er athyglisvert fyrir
mér,“ segir Hallgerður.
Hallgerður segist meðvituð um
ljósmyndamiðilinn og vill að áhorf-
endur séu meðvitaðir um að ljós-
mynd er aðeins tillaga eða túlkun á
raunveruleikanum en ekki sann-
leikurinn.
„Þú getur ímyndað þér að marg-
ir mismunandi ljósmyndarar hafi
tekið myndirnar. Ég reyni að ná
því fram með því að blanda saman
ólíkum stílum og jafnvel gera mis-
tök við framköllun myndanna.
Þannig er ég að minna áhorfendur
á að þetta er ljósmynd, ekki sann-
leikurinn.“
Safnaði orðum úr veðurfrétt-
unum og lýsingum á veðri
Veður skipar ákveðinn sess í
sýningu Hallgerðar. Yfirskrift sýn-
ingarinnar, Hvassast úti við sjóinn,
kemur úr veðurfréttunum og í einu
verki sýningarinnar safnaði Hall-
gerður saman íslenskum orðum um
veður úr veðurfréttum og lýsingum
af veðri. „Ég komst að því að við
eigum ekkert sérstaklega mikið af
orðum yfir gott veður en við eigum
hins vegar fjöldann allan af ynd-
islega skemmtilegum orðum yfir
slæmt veður,“ segir Hallgerður um
verkið. Þá gerði Hallgerður einnig
myndaröð af misfallegum íslensk-
um húsum og kallar hún hana
„Gluggaveður.“ Hallgerður telur
veðrið eiga vel við íslenskan hvers-
dagsleika og sýningu sína. „Það er
ekkert hversdagslegra en veð-
urfréttir,“ segir Hallgerður. Fjórða
verkið samanstendur af póst-
kortum sem sýna íslensk eldgos. „Í
því verki fæ ég lánaðar myndir frá
okkar færustu ljósmyndurum en
mitt framlag er að setja þau saman
í eitt verk sem bendir á þessa und-
arlegu sýn okkar á náttúruhamfar-
ir,“ segir Hallgerður.
Sýningin stendur til 2. nóvember
og er safnið opið alla daga nema
mánudaga kl. 13-17 og er aðgangur
ókeypis.
Hversdagsleg fegurð heillar
Hallgerður Hallgrímsdóttir opnar ljósmyndasýninguna Hvassast úti við sjóinn í Listasafni ASÍ
á laugardaginn Yfirskrift sýningarinnar er úr veðurfréttunum, að sögn Hallgerðar
Kastali Hallgerður gerði myndaröðina „Gluggaveður“ af íslenskum húsum. Venus Ein af ljósmyndum Hallgerðar á sýningu hennar.
Hallgerður
Hallgrímsdóttir