Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 100

Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 100
100 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land! kl. 13:00Upplestur 20% afsláttur Við aðstoðum þig við að velja spilið og pökkum því inn fyrir þig. Gefðu spil í afmælisgjöf Sendum um allt land spilavinir.is Túristahljóð & Ólympískar teikn- ingar nefnist sýning í tveimur hlut- um á nýjum verkum eftir Kristján Guðmundsson í Gallery GAMMA og verður fyrri hlutinn, Túristahljóð, opnaður í dag kl. 17. Seinni hluti sýningarinnar, Ólympískar teikn- ingar, verður opnaður 27. nóvember og er sýningin sett upp í samstarfi við i8 gallerí. Kristján þarf vart að kynna áhugamönnum um myndlist. Hann er einn þekktasti myndlistarmaður landsins og frumkvöðull þegar kem- ur að hugmyndalist og mínímalískri myndlist. Í tilkynningu vegna sýn- ingarinnar í GAMMA segir að þótt verk Kristjáns hafi mínímalískt yf- irbragð og séu knöpp í framsetningu séu þau líka full af húmor og tilvís- unum sem hann láti áhorfendur um að uppgötva. Kristján segi verk sín „tóm en hlaðin“ og takist í þeim á við ýmsar spurningar um skilning okkar á heiminum og möguleikum mynd- listarinnar. Í fyrri hluta sýning- arinnar í GAMMA sýnir Kristján verk sem eru framhald af verkum hans frá árinu 1996 sem byggjast á póstkortum sem prentuð hafa verið fyrir ferðamenn á Íslandi. Í seinni hluta sýningarinnar sýnir Kristján verk sem hafa ekki verið sýnd áður á Íslandi. Gallery GAMMA er í Garða- stræti 37 í Reykjavík og er opið á virkum dögum kl. 13-16. Morgunblaðið/Eggert Hugmyndaríkur Kristján var einn af forsprökkum SÚM-hópsins. Kristján sýnir ný verk í GAMMA Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Gleðibrasssveitin Mnozil Brass heldur tónleika á mánudaginn, 13. október, í Háskólabíói. Mno- zil Brass er sjö manna lúðra- sveit frá Vín í Austurríki, stofn- uð árið 1992 og skipuð þremur trompetleikurum, þremur bás- únuleikurum og einum túbuleik- ara. Tónleikarnir í Reykjavík eru hluti af Evrópuferð hljóm- sveitarinnar sem nú stendur yfir og er það Sigurður Smári Gylfa- son sem stendur fyrir þeim. Sigurður segir sveitina þekkta í litlum kreðsum hér á landi, aðdáendur séu flestir hverjir lúðrablásarar og -nördar. „Þennan aðdáendahóp á Íslandi hefur um árabil langað til að fara á tónleika með þeim og þessi hópur hefur horft á öll YouTube-myndbönd með þeim. Margir eiga orðið mynddiska og slíkt með þeim og alltof fáir hafa komist á tónleika þó þeir hafi farið víða um heiminn á þeim tíma sem þeir hafa verið starf- andi,“ segir Sigurður. Háalvarlegt sprell „Þeir byrjuðu að leika á krá í Vín sem heitir Mnozil og margir af þeim sem stundað hafa tón- listarnám í Vín þekkja til þeirra og hafa kynnt fyrir öðrum hér á landi. Þetta er mjög óhefð- bundið brassband, þrjár bás- únur, þrír trompetar og ein túba og á í sjálfu sér enga fyrirmynd, það er engin tónlist skrifuð fyrir svona hljóðfæraskipan,“ segir Sigurður um Mnozil Brass. Tónleikar Mnozil Brass eru meira en tónleikar, ef marka má myndbönd á YouTube, eins kon- ar bræðingur tónleika og uppi- stands, mikið sprell og fíflalæti í bland við fagmannlega spila- mennsku. „Þetta er svona tónlistargrín. Þeim hefur verið líkt við Monty Python í músíkinni. Þetta eru frábærir hljóðfæraleikarar, í hæsta gæðaflokki en þeir eru ekkert feimnir við að klæða sig eins og kjánar og haga sér eins og fífl. Þeir syngja og dansa og klæða sig upp í búninga þannig að ég veit ekki hvað á að kalla þetta. Þetta er leikþáttur, glens, gleði og fjör,“ segir Sigurður og bætir því við að þeir spili tónlist úr öllum áttum. „Þeir spila tón- list eftir Queen, kvikmynda- músík og annað léttmeti í bland við klassískari stykki í svæsnum útsetningum en um leið yfirfull af húmor og ærslum,“ segir Sig- urður og bætir við að tónleikar Mnozil Brass séu við allra hæfi, það eigi allir að geta haft gaman af þeim. Tónleikarnir eru þeir fyrstu sem Sigurður stendur fyrir. „Þetta var bara þjóðþrifamál að fá þá til Íslands, þegnskyldu- verkefni,“ segir hann um tón- leikana og hlær. Hann hafi ákveðið að senda hljómsveitinni póst og nú sé hún loksins á leið- inni til landsins og miðasala í fullum gangi á Midi.is. Þeir sem vilja kynna sér Mnozil Brass geta gert það á YouTube og heimasíðu hljóm- sveitarinnar, www.mnozil- brass.at. Frábærir hljóðfæraleikarar sem haga sér eins og fífl  Austurríska lúðrasveitin Mnozil Brass heldur tónleika í Háskólabíói  „Þetta er leikþáttur,“ segir skipuleggjandi tónleikanna Ljósmynd/Mnozil Brass Gleðisveit Mnozil Brass er skipuð Thomas Gansch, Robert Rother, Roman Rind- berger, Leonhard Paul, Gerhard Füssl, Zoltan Kiss og Wilfried Brandstötter. Þýski rithöfundurinn Siegfried Lenz lést á þriðjudag 88 ára að aldri. Dánarorsök var ekki gefin upp. Lenz tilheyrði þeirri kynslóð þýskra rithöfunda, sem kennd hef- ur verið við heimsstyrjöldina síðari og tók með skrifum sínum þátt í uppgjöri Þjóðverja við nasismann. Lenz fæddist í Austur-Prúss- landi 1926, gekk í Hitlersæskuna og þjónaði í sjóhernum, en gerðist liðhlaupi í mars 1945 og sat stutt- an tíma í fangabúðum hjá Bretum. Lenz naut mikillar hylli í Þýska- landi og náðu vinsældir hans út fyrir raðir lesenda hans. Í bókinni Deutschstunde (Þýskutíminn) sýndi hann hvernig hugmynda- fræði nasista sýkti menningu, sem hafði stært sig af fágun og visku. AFP. AFP Virtur Siegfried Lenz með pípuna. Siegfried Lenz látinn Framleiðendur sjónvarpsþátt- anna Dallas, sem sneru aftur á skjáinn 2012, hafa ákveðið að hefja ekki vinnu að fjórðu serí- unni. Dallas sagði frá valda- baráttu innan Ewing fjölskyld- unnar vegna olíu. Þættirnir voru hinir vinsælustu allra tíma en um 300 milljónir manna sáu 356 þætti upphaflegu raðarinnar sem hóf göngu sína 1978. Ewing fjölskyld- an af skjánum Átök Ewing bræð- urnir takast á.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.