Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 102

Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 102
102 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Elí Freysson á Akureyri ruddist fram á sjónarsviðið fyrir þremur ár- um með fantasíuskáldsöguna Meist- ari hinna blindu og hefur ekki linnt látum síðan. Nú er fjórða bókin í seríunni komin út: Kistan. Elí er enn staddur í skálduðum heimi á miðöldum þar sem átök eru mikil og blóðið rennur. Stúlkan Katja, aðalpersónan í síðustu bók, er enn í aðalhlutverki og verður það í þeirri næstu líka. Katja hefur þroskast frá því á síð- um bókarinnar sem kom út í fyrra. „Nú er ár liðið síðan hún lenti í átök- um fyrri bókarinnar sem var hennar eldskírn í þessum heimi. Hennar hlutverk er að berjast við myrkraöfl- in, hún hefur verið í þjálfun undir handleiðslu lærimeistara síns og er orðin óþreyjufull,“ segir Elí. Katja vill sem sagt hefjast handa. „Dularfull átök eiga sér stað á milli mismunandi fylkinga í undir- heimunum í öðru landi. Hún þarf því að leggja land undir fót til að rann- saka málið og þær tvær saman; Katja og Serdra.“ Kistan gerist á undan hinum bók- unum þremur sem Elí hafði áður gefið út. Hér er ýjað að fortíð Mika- els, aðalpersónunnar í fyrstu bók höfundar. „Ég mun svo skrifa meira um það síðar og tengja þessar per- sónur saman.“ Elí svarar því neitandi þegar spurt er hvort honum þyki erfiðara að skapa kvenpersónur en karla. „Ég fæ oft þessa spurningu en segi bara nei. Fólk er einstaklingar áður en það verður nokkuð annað; þetta er ekki venjuleg manneskja og ekki í venjulegum heimi. Hún er bara eins og hún er af ákveðnum ástæðum og vegna þess sem hún lendir í. Það skiptir ekki máli hvað hún hefur á milli fóta.“ Elí gefur bókina út sjálfur eins og síðustu tvær. „Það gengur ágætlega en þetta er smátt í sniðum ennþá. Ef maður heitir ekki Arnaldur eða Yrsa skrifar maður ekki fyrir mikla pen- inga hér heima. Þess vegna er ég að fara af stað erlendis; er að vinna að því að þýða Kallið, fyrstu bókina um Kötju, á ensku og ætla að gefa hana út á netinu. Ég er hálfnaður með það verk og ætti að geta komið henni út snemma á næsta ári. Íslendingar eru ekki farnir að kaupa rafbækur að neinu ráði en þær seljast mikið erlendis.“ Elí segist vilja hafa sögurnar stuttar og hnitmiðaðar. „Ég nenni ekki að draga lappirnar í frásögn heldur dríf mig beint í það sem skiptir máli; það er hægt að fara djúpt og vandlega yfir þjóðfélagið og persónurnar, lýsa daglegu lífi og taka í það mikinn tíma, en það fólk sem ég hef heyrt í er ánægt með taktinn í bókunum mínum.“ Hann er með höfuðið fullt af hug- myndum. „Ég er þegar búinn að skrifa fimmtu og sjöttu bókina í serí- unni en sú sjöunda situr aðeins á hakanum á meðan ég þýði Kallið, en ég vind mér sennilega í að klára hana í lok ársins.“ Hann hefði helst viljað hafa meiri tíma til að skrifa. „Ég er með hug- myndir að öðrum seríum í öðrum heimum og það er hálfpirrandi að þær skuli sitja fastar í höfðinu á mér og verði að bíða þar á meðan ég skrifa annað. Hugmyndirnar safnast því upp. En mig skortir ekki efni og vonandi kem ég með eina bók á ári á næstu árum.“ Dreg ekki lappirnar  Elí Freysson gef- ur út fjórðu fanta- síuskáldsöguna Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hugmyndaflóð Ég er með hugmyndir að öðrum seríum og það er hálf- pirrandi að þær skuli sitja fastar í höfðinu á mér og verði að bíða, segir Elí. Menn sögðu mig verða aðdeyja. Menn sögðu migræna aðra lífsandanumog nú yrðu þeir að ræna mig mínum.“ Þannig hefur ástralski rithöfundurinn Hannah Kent frásögn sína af Agnesi Magnúsdóttur, sem bíður aftöku sinnar, og lesandinn veltir fyrir sér hvort eitthvað annað hafi gerst en menn sögðu. Náðarstund er mögnuð og gríp- andi. Kent lýsir lífskjörum á Ís- landi fyrir tæpum tveimur öldum með sannfærandi hætti, harðri lífs- baráttu, fátækt og vosbúð. Í þessu samfélagi bjuggu allir við kröpp kjör. Síðasta aftakan á Íslandi hefur orð- ið mörgum yrkisefni. 14. mars 1828 kviknaði í bænum Illugastöðum á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu. Inni í bænum voru húsbóndinn, Natan Ket- ilsson, og Pétur Jónsson, sem var næturgestur. Þegar brunnin lík þeirra voru skoðuð kom í ljós fjöldi stungusára. Þeir höfðu verið myrtir. Aftaka á almannafæri Agnes og Sigríður Guðmundsdóttir, vinnukonur á Illugastöðum, og Frið- rik Sigurðsson, bóndasonur í Katadal á Vatnsnesi, voru dæmd dauða fyrir verknaðinn. Sigríður var náðuð, en Agnes og Friðrik voru hálshöggvin að Þrístöpum 12. janúar 1830. 150 manns voru að talið er viðstaddir af- tökuna og voru höfuð Agnesar og Friðriks sett á staura í varn- aðarskyni. Aftökur voru algengar á Íslandi á 17. og 18. öld, en 1760 var hætt að hengja þjófa og um svipað leyti voru aftökur fyrir kynlífsbrot lagðar af. Þegar Agnes og Friðrik voru tekin af lífi hafði ekki farið fram aftaka á Ís- landi síðan 1790. Í Danmörku voru dauðarefsingar ekki bannaðar fyrr en 1930 og voru teknar upp aftur 1945 til 1950 til að refsa samverkamönnum nasista. Síðasta aftakan í Danmörku fyrir 1946 hafði verið 1892, rúmum 60 árum eftir síðustu aftökuna á Íslandi. Síðasta aftakan á almannafæri í Dan- mörku var 1882. Sagan gerist á meðan Agnes bíður aftökunnar. Hún hefur verið vistuð við skelfilegar aðstæður, en eftir að dómur er fallinn er hún flutt á bæinn Kornsá í Vatnsdal til Jóns Jónssonar hreppstjóra og fjölskyldu hans þar sem hún á að dvelja sína síðustu ævi- daga. „Greindari en mér var hollt“ Sjónarhornin eru mörg, höfundur læðist ýmist inn í hugskot söguper- sóna eða stendur fyrir utan atburða- rásina. Þannig setur hún lesandann inn í sálarlíf Agnesar, prestsins unga og óreynda, Þorvarðar Jónssonar, sem hún velur sér sem sálarsorgara, og annarra lykilpersóna og tekst þannig að dýpka söguna. Kent fléttar söguna vel. Fortíð Agnesar kemur smám saman í ljós. Hún er bráðgreind og hæfileikarík, en mun aldrei fá að njóta sín, föst í gildru fátæktar og uppruna síns. Friðrik og Sigríður eru í raun börn, en Agnes er komin á fertugsaldur og eygir í sambandi sínu við Natan sína einu von um að öðlast betra hlut- skipti. Svik hans eru þeim mun sárari fyrir vikið. „Alla mína ævi hefur fólki fundist ég of greind. Greindari en mér var hollt, sagði það,“ segir Agnes við prestinn. „Einungis að gera vilja manna“ Agnes á erfitt með að sjá réttlæti í þeirri refsingu, sem hún á að hljóta og eftir því sem líður á dvölina á Kornsá og henni fer að líða aftur sem manneskju verður erfiðara að horfast í augu við endalokin. Í samtali við prestinn spyr hún hvort rétt sé að Guð segi Þú skalt ekki mann deyða og presturinn kveður „varfærn- islega“ já við: „Þá ganga Blöndal og hinir gegn Guði. Þeir eru hræsnarar. Þeir segjast vera að framfylgja lög- um Guðs en þeir eru einungis að gera vilja manna!“ Glæpur Agnesar var voðaverk. Það er refsingin líka. Útúrdúr um yfirvald Björn Blöndal sýslumaður hefur löngum verið gerður að skúrki í frá- sögnum af síðustu aftökunni. Hann verður að holdtekju valdsins, sem beitir þetta almúgafólk hinni hörðu, ómannúðlegu refsingu. Í lýsingu Kent verður Björn strax fráhrind- andi. Þannig er heimsókn hans á Kornsá þegar hann ber þau tíðindi að þar skuli Agnes dvelja lýst: „Hann hafði þykknað að holdum eftir skipun sína í embætti og var vanur rýmri húsakynnum, úr innfluttu tré, eins og þeim sem honum og fjölskyldu hans höfðu verið sköffuð í Hvammi. Hon- um var farið að bjóða við hreysum kotunga og bænda og kytrunum þar, klæddum torfi sem að sumarlagi puðraði úr sér moldryki sem erti lungu hans.“ Þessi lýsing á yfirvaldinu og aðrar síðar í bókinni þjóna sögunni, en ann- að mál er hvort myndin af Birni sé alls kostar rétt. Í bókinni Ágúst á Hofi leysir frá skjóðunni, Andrés Kristjánsson skráði, er þessi lýsing: „Þegar Björn Blöndal tók við Húna- vatnssýslu, var þar mikil óöld, mis- indismenn óðu þar uppi með grip- deildum og ofbeldi og eru ýmis slík mál kunn úr annálum frá þessum tíma. Björn Blöndal í Hvammi þótti stórbrotið yfirvald. Hann var þó rétt- sýnn og sanngjarn talinn og mjög reglusamur. Honum tókst vel að friða héraðið, og kveða óöldina niður.“ Þessi lýsing kallar fram vestra- minnið þar sem upplausn ríkir og glundroði þar til Clint Eastwood kemur fámáll og dulur á hesti sínum og stillir til friðar – kannski efni í aðra skáldsögu. En þetta er útúrdúr og kynni að einhverra mati að undirstrika van- hæfi höfundar til að fjalla um bókina. Óupplýst og fáránleg ákvörðun Náðarstund er vel skrifuð saga. Kent hefur sett sig vel inn í alla staðhætti og ber bókin því engin merki þess að penna stýri höfundur, sem aðeins hefur dvalið nokkra mánuði á Íslandi. Það sýnir áræði að skrifa sína fyrstu bók um atburði fyrr á öldum í fjar- lægu landi og Kent hefur sagt að þetta hafi verið „einhver óupp- lýstasta og fáránlegasta ákvörðun“ sem hún hafi tekið. Útkoman er þá meðmæli með óupplýstum og fárán- legum ákvörðunum. Þýðing Jóns St. Kristjánssonar á ugglaust þátt í því. Bókin er listavel þýdd og hefur verkið ekki verið auð- velt. Þýðandi lýsir því í eftirmála að hann hafi víða leitað fanga til að hafa allt sem réttast og nákvæmast. Sú vinna hefur skilað sér. Velgengni bókarinnar er ævintýri líkust. Hún hefur náð metsölu og ver- ið þýdd á fjölda tungumála og nú er útlit fyrir að hún verði efniviður í Hollywood-mynd. Þessi velgengni kemur ekki á óvart. Hönnuh Kent tekst í Náðarstund að gæða sögu Agnesar Magnúsdóttur slíku lífi að á köflum mætti ætla að hún hefði verið á staðnum. Glæpur Agnesar og refsing Skáldsaga Náðarstund bbbbn Eftir Hönnuh Kent. Þýðing Jón St. Krist- jánsson. JPV, 2014, innbundin, 353 bls. KARL BLÖNDAL BÆKUR Ágætis byrjun Hannah Kent heyrði söguna af aftöku Agnesar Magn- úsdóttur þegar hún var 17 ára skiptinemi í Skagafirði og hefur nú skrifað skáldsögu um hana, sem hefur vakið athygli víða um heim. Kvikmyndaverið Universal Studios hefur keypt réttinn á kvikmyndinni Vikingr sem Baltasar Kormákur vinnur að. Handritið að myndinni vann hann ásamt Ólafi Agli Egilssyni en ekki er ljóst hvenær hún verður sýnd. Baltasar mun auk þess koma að framleiðslu myndarinnar en Marc Platt, Adam Siegel, Tim Bevan, Eric Fellner og Nathalie Marciano leggja þar einnig hönd á plóg. Handritið segir frá árdögum vík- inga og er það að hluta til byggt á Ís- lendingasögunum. Tekið er á forn- um hetjum, ævintýrum og bardögum víkinga en hversdagslífi þeirra verður einnig gert skil. Uni- versal býr einnig yfir réttinum á kvikmyndinni Everest, sem Baltasar vinnur sömuleiðis að um þessar mundir, og styttist í að hún verði sýnd. Morgunblaðið/Golli Leikstjóri Baltasar vinnur að kvikmyndinni Vikingr ásamt Ólafi Agli Egilssyni. Universal tryggir sér verk Baltasars Barna- og unglingabókmenntahá- tíðin Mýrin hefst í dag klukkan 10 í Norræna húsinu með margvíslegri dagskrá. Í ár verður boðið upp á 42 viðburði, smiðjur, fyrirlestra og margt fleira. Allir viðburðir fara fram í Norræna húsinu í Reykjavík og þarf að skrá sig sérstaklega á suma viðburði en aðrir eru öllum opnir. Gert er ráð fyrir að í kring- um tvö hundruð börn taka þátt í dagskránni í dag en hátíðin stendur til 12. október. Meðal viðburða má nefna Ljóðaflug – ritsmiðju í Barnahelli í stjórn Þórdísar Gísla- dóttur, Nýju fátækrabiblíuna – bók- menntaspjall og upplestur í fyr- irlestrarsal í boði Danans Ole Dalgaard, Myndarfólk og fígúrur – listasmiðju í Barnahelli í boði hinn- ar sænsku Söru Lundberg og Hnattflug – náttúrusmiðju í Gróð- urhúsi sem hin grænlenska Lana Hansen heldur utan um. Bókmenntahátíð í Norræna húsinu Morgunblaðið/Sverrir Unglingabókmenntir Hátíðin hefst í Norræna húsinu í dag klukkan 10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.