Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 105

Morgunblaðið - 09.10.2014, Page 105
MENNING 105 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 L DRACULA UNTOLD Sýnd kl. 8 - 10 EQUALIZER Sýnd kl. 6 - 9 TOMBSTONES Sýnd kl. 5:40 - 8 - 10:20 SMÁHEIMAR 2D Sýnd kl. 5:40 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND UM EINKASPÆJARA SEM FLÆKIST INN Í HEIM EITURLYFJASALA LIAM NEESON ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON MARGUR ER KNÁR ÞÓTT HANN SÉ SMÁR... Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Októberfest í Veggsport Persónulegt þjónusta og vinalegt umhverfi 30% afsláttur í golfherminn Skelltu þér í golf í góðu veðri 9 mismunandi golfvellir 2 fyrir 1 í skvass um helgar Bjóddu vini þínum með í skvass! Matthew Scudder erfyrrverandi lög-regluþjónn og alkóhól-isti, sem er einka- spæjari á eigin vegum í New York-borg árið 1999. Scudder er þjakaður vegna fortíðar sinn- ar,sækir AA-fundina af kappi og segir þar söguna af því þegar hann hætti að drekka. Einn daginn kem- ur að honum einn af alkóhólist- unum, og segist hafa vinnu fyrir Scudder. Í ljós kemur að bróðir mannsins, Kenny Kristo, er fíkniefnasali, og að konu hans var rænt. Þó að Kristo hefði borgað lausnargjaldið ákváðu mannræningjarnir að nauðga og myrða konu hans á hrottafenginn hátt, og sækist hann því eftir hefndum. Það kemur þó fljótlega í ljós að Kristo er ekki eini fíkniefnasalinn sem hefur misst konu sína í hendur þessara manna og að þarna er um að ræða tvo fjöldamorðingja sem einfald- lega eru veikir á geði. Scudder tek- ur því starfið að sér, og aðstoðar Kristo við að finna mannræn- ingjana áður en þeir myrða á ný. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Lawrence Block, en hann hefur skrifað alls um 17 bæk- ur um ævintýri Matthews Scudder. Scudder er nánast hin dæmigerða andhetja, og tekst myndinni vel að sýna það hvernig skuggar fortíð- arinnar elta hann. Þar á Liam Neeson langmest hrós skilið, en hann er hreint út sagt fullkominn í hlutverki Scudders, og gefur kar- akternum mun meiri dýpt en búast má við í kvikmyndum af þessu tagi. Virðist það eiga vel við þennan gæðaleikara að leika hörkutól og menn sem leita eftir hefndum. Ólafur Darri eftirminnilegur Flestir aðrir leikarar myndarinnar skilja hins vegar lítið eftir sig, fyrir utan Ólaf Darra. Hann er hér í litlu, en ákaflega eftirminnilegu hlutverki sem Jonas Loogan, garð- yrkjumaður í kirkjugarðinum þar sem eitt líkið fannst, sem Scudder grunar um að hafa eitthvað óhreint í pokahorninu. Ólafur Darri stend- ur sig mjög vel en helsti gallinn við frammistöðu Ólafs er hreimurinn, sem gerir íslenskan áhorfanda full- meðvitaðan um fæðingarstað leik- arans. Myndataka og leikstjórn mynd- arinnar er sömuleiðis mjög góð, og tekst Scott Frank leikstjóra, sem þekktari er sem handritshöfundur, (Minority Report, The Interpreter) að búa til spennuþrungið andrúms- loft frá upphafsatriði myndarinnar til hins síðasta. Galli myndarinnar felst þó kannski í því sama and- rúmslofti sem getur orðið þrúg- andi, því að fátt er dregið undan í því að sýna hrottaskap mannræn- ingjanna, og verður manni um og ó við sumt af því sem sést á skján- um. Þá má nánast telja klisjurnar úr „Film Noir“ einkaspæjaramyndum, og er Scudder meira að segja líkt við þá Sam Spade og Philip Mar- lowe á einum stað, svona til þess að áhorfandinn geti verið viss um vísunina. A Walk Among the Tombstones er því svo sannarlega ekki allra, og vantar nokkuð upp á það að geta talist skylduáhorf. Engu að síður er hér á ferðinni nokkuð þétt spennumynd, sem kemur á óvart. Hefnd Liam Neeson er fullkominn í hlutverki hins breyska einkaspæjara Matt Scudder, að mati gagnrýnanda. Meistari hefndarinnar Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri A Walk Among the Tombstones bbbnn Leikstjóri: Scott Frank. Handrit: Scott Frank eftir bók Lawrence Block. Aðal- hlutverk: Liam Neeson, Dan Stevens, Boyd Holbrook, Sebastian Roché, Brian „Astro“ Bradley og Ólafur Darri Ólafs- son. Bandaríkin, 2014. 113 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Bíó Paradís mun nú í byrjun vetrar sýna fjölda kvikmynda sem unnið hafa til verðlauna á helstu kvik- myndahátíðum heims á árinu og þeirra á meðal myndir sem eru framlög Svíþjóðar, Tyrklands, Rússlands, Ungverjalands, Kanada og Ítalíu til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Sýningar eru þegar hafnar á framlagi Svía, Force Maj- eure eftir Ruben Östlund og sýn- ingar á Óskarsframlagi Rússa, Leviathan, hefjast 22. október. White God eftir Kornél Mundruczó, framlag Ungverjalands til verðlaunna, verður frumsýnd 14. nóvember og Human Capital eftir Paolo Virzí, framlag Ítalíu, 5. des- ember. Af öðrum myndum sem verða frumsýndar á næstunni en eru ekki framlög til Óskars- verðlauna má nefna úkraínsku kvikmyndina The Tribe sem frum- sýnd verður 17. október. Sú mynd hefur hlotið lofsamlega dóma og þykir merkileg fyrir það að heyrn- arlausir unglingar fara með öll hlutverkin og er myndin öll á tákn- máli. Frekari upplýsingar um dag- skrána má finna á bioparadis.is. Á táknmáli The Tribe verður sýnd frá 17. október í Bíó Paradís. Heyrnar- lausir unglingar fara með öll hlutverk í henni og er hún því á táknmáli. Framlög sex landa til Ósk- arsins sýnd í Bíó Paradís Miðar á Iceland Airwaves seldust upp í byrjun vikunnar. Hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, 5. til 9. nóvember og munu 220 tónlist- armenn og hljómsveitir koma fram á henni, þar af 67 erlendar hljóm- sveitir. Meðal þeirra sem koma fram eru Flaming Lips, The Knife, The War on Drugs, Caribou, Ás- geir, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands og Anna Calvi. Hátíðin fer fram á 12 tón- leikastöðum í miðborg Reykjavíkur og geta gestir sótt sér nýtt smá- forrit og sniðið sér eigin dagskrá. Þá verður einnig boðið upp á fría tónleika og verður sá hluti dag- skrárinnar kynntur á næstu dögum. Uppselt á Iceland Airwaves Varalogi Bandaríska rokksveitin Flaming Lips leikur á Airwaves. Androulla Vassiliou, fram- kvæmdastjóri Evrópusambandsins um menntun, menningu, fjöltyngi og æskulýðsmál, tilkynnti í gær hverjir væru vinningshafar í keppninni um bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2014, á bóka- kaupstefnunni í Frankfurt og er einn Íslendingur þeirra á meðal, Oddný Eir Ævarsdóttir. Verðlaun- unum er ætlað að veita nýjustu og bestu upprennandi rithöfundunum í Evrópu viðurkenningu, eins og segir í tilkynn- ingu. Verðlaunin hlýtur Oddný fyrir bókina Jarðnæði, eða Land of Love, Plan of Ruins í enskri þýðingu. Hver vinnings- hafi hlýtur 5.000 evrur og nýtur aukinnar kynningar og athygli á al- þjóðavettvangi. Oddný Eir hlaut verðlaun í keppni ESB Oddný Eir Ævarsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.