Morgunblaðið - 23.10.2014, Side 28

Morgunblaðið - 23.10.2014, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vesturlandsvegur í Kollafirði á Ís- landsmet í endingu slitlags. Vegurinn var steyptur sumarið 1972 og enn er ekið á sama slitlaginu, 42 árum síðar. Fleiri þjóðvegir voru steyptir hér á sínum tíma og má þar t.d. nefna Keflavíkurveginn, hluta Suðurlands- vegar og ýmsar götur eins og Miklu- braut í Reykjavík, götur á Akranesi og víðar. Flestir steyptu vegarkafl- arnir og Miklabrautin hafa fengið malbikað slitlag. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sagði steyptu vegina hafa enst misjafnlega vel. „Vesturlandsvegurinn sker sig al- veg úr. Það er löngu búið að malbika yfir Keflavíkurveginn, Suðurlands- veginn og aðra steypta vegi sem voru á okkar vegum,“ sagði Hreinn. „Ein- hverra hluta vegna tókst þessi fram- kvæmd í Kollafirði svona vel. Menn hafa dottið þar niður á besta stein- efnið sem hægt var að velja í steypu- blönduna.“ Malbikið er sléttara Hreinn rifjaði upp að á síðustu ein- um til tveimur áratugum hefðu verið gerðar ýmsar tilraunir með að leggja steypta vegarkafla, t.d. ofan við Ár- túnsbrekku. Sérstök steypa var einn- ig prófuð á kafla Suðurlandsvegar næst Reykjavík. Talið er að malbikið gefi almennt sléttara og þægilegra aksturs- yfirborð með minna veghljóði en steypt slitlag. Ending og gæði steypunnar fara mikið eftir því hvaða efni er notað í hana. Annað steinefni var t.d. notað í Keflavíkurveginn en umræddan þjóð- vegarkafla í Kollafirði. „Þrátt fyrir allskonar rannsóknir og vangaveltur hafa menn ekki fundið almennilegar skýringar á því hvers vegna vegurinn í Kollafirði hefur enst svona vel miðað við aðra vegi, hvort sem þeir eru steyptir eða malbik- aðir,“ sagði Hreinn. Hann benti á að lengi hefði verið tiltölulega lítil um- ferð um Kollafjörð, t.d. samanborið við Keflavíkurveginn. Síðustu áratugi hefði hún hins vegar vaxið mikið. Steyptu vegirnir slitna og í þá myndast hjólför. Yfirleitt hafa ekki myndast hættulegar holur, en sprungur hafa komið í yfirborð steyptu veganna. Þá hefur verið lagt malbikslag yfir. Yfirborð Vestur- landsvegarins í Kollafirði hefur ekki sprungið og hann hefur staðist álagið svo vel að varla sjást hjólför. Samanburður steypu í óhag Samanburður á steyptum og mal- bikuðum vegum hefur oft verið steyptu vegunum í óhag þegar allt er reiknað, að sögn Hreins. Hann sagði efniskostnað við að steypa veg meiri en við að malbika. Nú er allt sement innflutt en það var framleitt hér áður. Það krefst einnig meiri vinnu að steypa veg en að malbika. Þá líður lengri tími þar til hægt er að taka ný- steyptan veg í notkun en klæddan eða malbikaðan veg. Hreinn sagði mikla umferð þurfa til þess að það borgi sig að steypa veg, þar eð stofnkostnaðurinn væri mun meiri en við að malbika. Væri umferð mikil, sennilega meiri en 30.000 bílar á dag, væri líklega hag- kvæmt að steypa miðað við líftíma slitlagsins. Svo mikil umferð er hvergi á þjóðvegakerfinu, nema inn- an þéttbýlis á höfuðborgarsvæðinu. Gerðar voru tilraunir hér með að leggja út steypu í steyptan veg með sérstökum vélum sem leggja steyp- una út svipað og malbikunarvél. Ekki varð framhald á þeim tilraunum. Vesturlandsvegurinn og aðrir vegir sem steyptir voru á þeim tíma voru steyptir í steypumótum og steypan lögð út með vélum. Vegagerðin á ekki búnað til að leggja steypta vegi, enda er öll vega- gerð boðin út og annast verktakar hana, hvort sem er klæðningu, mal- bikun eða steypu vega. Nú er hvorki til tækjabúnaður til að steypa vegi né reynsla í landinu af slíkum fram- kvæmdum. Burðarlag styrkt með sementi Klæðning, eða olíumöl, er ekki jafn burðarmikið slitlag og malbikið. Klæðning er notuð víða úti um land þar sem umferðin er minni en á um- ferðarmestu vegunum. Undir klæðn- ingunni er burðarlag úr möl sem ber uppi þunga bílanna. Það hefur færst í vöxt að efnum sé blandað saman við mölina í burðarlaginu til þess að styrkja það og gera það burðarmeira. Oftast hefur verið notað bik til að styrkja burðarlagið. Nokkur undanfarin ár hefur sem- ent verið notað í staðinn fyrir bikið til styrkingar. Sementi er þá hrært sam- an við mölina. Ofan á þetta er svo lagt þunnt slitlag eða klæðning. Öll vinna við undirbúning og útlagningu efnis- ins er jafn dýr en efniskostnaðurinn er minni með því að nota sement í stað biks. Það hefur komið ágætlega út, að sögn Hreins. www.mats.is Vesturlandsvegur Slitlagið steypt sumarið 1972. Gerð voru steypumót og vél lagði út steypuna. Á litmyndinni sést sami vegarkafli nú í október. Steypta slitlagið hefur enst í 42 ár sem er Íslandsmet. Ljósmynd/Vegagerðin Íslandsmet í endingu slitlags  Vesturlandsvegur sker sig úr öðrum steyptum vegum hvað varðar endingu slitlagsins  Búið er fyrir löngu að malbika slitlag á aðra vegi sem steyptir voru á svipuðum tíma og Vesturlandsvegur Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Vesturlandsvegur 1973 Steypti hluti Vesturlandsvegarins hefur enst ótrú- lega vel og staðist mikið umferðarálag með prýði. Arctic selolía Nýtt útlit – meiri virkni Einstök olía Meiri virkni fall Omega 3 fitusýrur nir mælir með lolíu, en þinn? Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Selolían fæst í: Þín verslun Seljabraut, úsum, Fjarðarkaupum, ni, Hafrúnu og MelabúðSími 555 2992 og 698 7999 Nýtt! D-vítamínbætt t hlut n læk Se pótekum, heilsuh Fiskbúðinni Trönuhrau Hát Min a
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.