Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2007, Page 25

Læknablaðið - 15.04.2007, Page 25
FRÆÐIGREINAR / NYRNAFRUMUKRABBAMEIN Tilviljanagreind nýrnafrumukrabbamein Með tilviljanagreiningu er átt við mein (til dæmis krabbamein) sem greinast fyrir tilviljun við rann- sóknir sem gerðar eru vegna sjúkdóma eða ein- kenna sem ekki er hægt að rekja til viðkomandi meins. Hér er hins vegar ekki átt við æxli sem greinast fyrir tilviljun við krufningu. Slík æxli teljast til svokallaðra krufningagreininga. Alls greindust 17% nýrnafrumukrabbameina með þeim hætti á tímabilinu 1955-1999 og er búist við að sú tala lækki vegna fækkunar krufninga (57). Tilviljanagreiningu nýrnafrumukrabbameina má langoftast rekja til myndrannsókna á kviði, sér- staklega tölvuneiðmynda og ómskoðana sem framkvæmdar eru vegna gruns um sjúkdóma í gall- vegum og lifur (8, 12). Einkennalausir sjúklingar sem greinast með smásæja blóðmigu eða hækkað sökk við heilsueftirlit eru oftast taldir með í þess- um hópi. Rétt er þó að geta þess að skilgreining á tilviljangreiningu er nokkuð flöktandi eftir rann- sóknum og hefur því áhrif á hlutfallslegan fjölda tilviljanagreindra æxla í þeim (17). Með aukinni notkun myndgreiningarannsókna á undanförnum árum hefur hlutfall tilviljanagreindra aukist hratt (19, 58). Þessi þróun hefur sést glögglega hér á landi með auknum myndrannsóknum á kviði (mynd 7) sem leitt hefur af sér aukinn fjölda tilvilj- anagreindra nýrnafrumukrabbameina (mynd 8). A síðustu árum greinast allt að 40% nýrnafrum- krabbameina hér á landi fyrir tilviljun og langflest þessara æxla finnast við ómskoðun eða tölvusneið- myndatöku af kviðarholi (12, 17). Svipuð þróun hefur orðið erlendis þar sem hlutfall tilviljana- greindra æxla er yfirleitt á bilinu 30-50% (59-61) en svo virðist sem hlutfall tölvusneiðmynda sé vaxandi á kostnað annarra myndrannsókna (17). Stigun og gráðun Með stigun krabbameina er átt við kortlagningu á útbreiðslu þeirra. Stigun er langmikilvægasti for- spárþáttur hvað varðar lífshorfur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein (62-64). Hefur meðal annars verið sýnt fram á mikilvægi hennar í íslenskum rannsóknum (8, 9). Tvö stigunarkerfi hafa mest verið notuð hér á landi; stigunarkerfi Robsons (65) (sjá mynd 9) ogTNM stigunarkerfið (tafla VII) (66 67). Kostur fyrrnefnda kerfisins er hversu einfalt það er. Það er hins vegar takmarkað hvað varðar sjúklinga á stigi III þar sem ekki er gerður munur á æxlisvexti í eitlum, sem hefur í för með sér slæmar horfur, og æxlisvexti í nýrnabláæð, sem stundum er hægt að fjarlægja með aðgerð (37 38).TNM-kerfið þykir því fullkomnara að þessu leyti og er í dag algjörlega ráðandi. Tafla VI. Einkenni sem leiddu til greiningar hjá 529 sjúklingum meö nýmafrumukrabbamein á íslandi 1971-2000*. Einkenni Fjöldi sjúklinga (%) Verkir I kviö/síöu 280 (53) Bersæ blóðmiga 229 (43) Þyngdartap 138 (26) Einkenni vegna blóðleysis 113 (21) Fyrirferð í kvið 52 (10) Hiti 47(9) Háþrýstingur 6(1) Rauökornafjölgun (erythocytotosis) 4(1) Þrenna einkenna (triad) 13(3) Einkenni vegna meinvarpa 99 (19) Önnur 10(2) * Sjúklingar geta haft fleiri en eitt einkenni. Fjöldi —»-IVP ■ CT US __Samtals Af 708 íslenskum sjúklingum greindum með nýrnafrumukrabbamein á árunum 1971-2000 voru 629 tilfelli staðfest með vefjagreiningu (hinir sjúklingarnir voru „klínískt“ greindir) (9). Mynd 10 sýnir TNM-stigun þessara sjúklinga en flestir greindust á stigi I (30%) og IV (32%). Þegar á rannsóknartímabilið leið fjölgaði sjúklingum á stigi I og að sama skapi fækkaði sjúklingum á stigi IV. Þetta skýrist af aukningu í tilviljanagreiningu en á tímabilinu 1996-2000 greindust 37% æxlanna fyrir tilviljun og hlutfall æxla á stigi I voru 46% og 25% á stigi IV (12). Með gráðun (grading) er átt við útlit frumanna (í ljóssmásjá) sem mynda æxlið. Gráðun getur sagt til um ágengni (agressiveness) frumanna og tilhneigingu til meinvarpa. Þetta er mikilvægur forspárþáttur lífshorfa enda þótt stigun vegi mun þyngra (9). Margar rannsóknir hafa sýnt að gráð- un er sjálfstæður forspárþáttur lífshorfa (68-70), meðal annars áðurnefnd íslensk rannsókn (9). Mörg kerfi til gráðunar hafa verið notuð en þekkt- ast er kerfi Fuhrmans (70) sem byggir á fjórum flokkum og stuðst var við í íslensku rannsókninni (mynd 11). Mynd 7. Fjöldi mynd- greiningarannsókna á kvið og nýrum á íslandi 1986-2004. Töluryfir fjölda rannsókna byggja á skýrslum frá Landspítala, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og röntgendeild Domus Medica (Ólafur Kjartansson, persónu- legar upplýsingar). IVP = nýrnamynd (intravenous urography), CT = tölvu- sneiðmyndataka (compu- ted tomography), US = ómskoðun (ultrasound). Læknablaðið 2007/93 289
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.