Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 26

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 26
FRÆÐIGREINAR / NÝRNAFRUMUKRABBAMEIN Mynd 8. Hlutfall tilvilj- anagreindra nýrnafrumu- krabbameina. Sýnd er tíðni karla (dökkgráar súlur) og kvenna (Ijósgráar súlur) á fimm ára tímabilum frá 1971-2000 (12). Æxlisvísar Fjölmargir æxlisvísar (biomolecular markers) hafa verið rannsakaðir fyrir nýrnafrumukrabbamein, þar á meðal AgNOR, PCNA, Ki67, p53 og CD44 svo einhverjir séu nefndir (71). Sennilega eru þó mælingar á DNA-magni æxlisfrumnanna (DNA- ploidy) best rannsakaðar en líkt og fyrir hina æxl- isvísana ber rannsóknum ekki saman um klínískt gildi þeirra (72). Enn sem komið er er enginn æxl- isvísir í klínískri notkun í nýrnafrumukrabbameini sem hægt er að nota við greiningu eða eftirlit. Ekki hefur heldur verið lýst sértækum æxlisvísi fyrir þetta krabbamein. Uppvinnsla I dag er tölvusneiðmynd mikilvægasta mynd- greiningin á æxlum í nýrum og við stigun nýrna- frumukrabbámeins (73). í sumum tilvikum getur ómskoðun gefið upplýsingar umfram tölvusneið- rnynd, sérstaklega ef um er að ræða æxlisvöxt í æðar. Omskoðanir og nýrnamynd, sem áður voru mikilvægustu greiningartækin við fyrirferð í nýrum, eru þó síðri en tölvusneiðmyndir við grein- ingu á smáum æxlum (74). Segulómskoðun (MRI) getur verið mikilvæg viðbótarrannsókn þegar um er að ræða óljósa fyrirferð á tölvusneiðmynd og greinir vel innvöxt í æðar (75). Að auki getur seg- ulómskoðun átt við þegar um er að ræða frábend- ingu fyrir notkun skuggaefnis (75). Fyrir skurðaðgerð er yfirleitt tekin rönt- genmynd af lungum, tölvusneiðmynd eða óm- skoðun af lifur ásamt venjubundnum blóðrann- sóknum, þar á meðal lifrarpróf. Beinaskönnun, tölvusneiðmynd af heila, segulómskoðun og aðrar rannsóknir eru gerðar eftir þörfum og þá yfirleitt út frá einkennum sjúklings. Skimun á nýrnafrumukrabbameini með tölvu- sneiðmyndum eða þvagrannsóknum (blóð í þvagi) er ekki talin svara kostnaði (17). Ræður þar mestu tiltölulega lág tíðni nýrnafrumukrabbameins. Slík skimum þykir því ekki koma til greina nema þá helst í fjölskyldum þar sem nýrnafrumukrabba- mein gengur í erfðir (23). Mismunagreiningar Með hliðsjón af margvíslegum einkennum nýrna- frumukrabbameins er ljóst að listi yfir mismuna- greiningar er langur. Fyrirferð í nýra getur verið góðkynja æxli, þar sem blöðrur (cystae) eru lang- algengastar, bleikfrumuæxli, kirtilæxli (adeonoma) eða æðavöðvafituæxli (angiomyolipoma). Einnig eru dæmi urn að meinvörp hreiðri um sig í nýrum og sömuleiðis getur eitilkrabbamein (lymphoma) og sarkmein (sarcoma) greinst í nýrum. í sumum tilvikum getur útlit á ómskoðun eða tölvusneið- mynd gefið vísbendingu um suma af þessum sjúk- dómum, til dæmis þegar um blöðrur er að ræða. Meðferð Meðferð ræðst af því hvort sjúkdómurinn er stað- bundinn eða ekki og má skipta henni í meðferð til lækninga (curative) og til líknar (palliative). Eina læknandi meðferðin er að fjarlægja meinið með skurðaðgerð. Islenskar rannsóknir á með- ferð sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein hafa aðallega beinst að árangri skurðaðgerða og þá fyrst og fremst nýrnabrottnáms. Einnig eru hafnar hér á landi rannsóknir á árangri skurðaðgerða þar sem meinvörp nýrnafrumukrabbameins í lungum eru fjarlægð. Hvað varðar aðra meðferð er hér að neðan aðallega vísað til erlendra rannsókna. Skurðaðgerðir Nýrnabrottnám (radical nephrectomy) er oftast framkvæmt með skurði undir rifjaboga eða í gegn- 290 Læknablaðið 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.