Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 29

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 29
YFIRLITSGREIN / NÝRNAFRUMUKRABBAMEIN valinn hóp sjúklinga er að ræða og í mörgum þess- ara rannsókna vantar ítarlegri upplýsingar um langtímaárangur (86, 89). Skurðaðgerðir koma einnig til greina til að bæta líðan sjúklinga, það er í líknandi tilgangi, til dæmis við meinvörpum í heila eða húð (89). I þessum tilvikum verður að meta mögulegan ávinning aðgerðarinnar út frá hættu á fylgikvillum sem geta hlotist af aðgerðinni. Lyfjameðferð Meðferð með krabbameinslyfjum á fyrst og fremst við hjá sjúklingum með fjarmeinvörp. Almennt svarar nýrnafrumukrabbamein illa hefðbundnum krabbameinslyfjum og því er mikil þörf á öflugri krabbameinslyfjum í meðferð þessa sjúkdóms. Nýlega hafa komið á markað lyf sem virðast lofa góðu (sjá síðar). Ef þessi nýju lyf munu reynast jafn vel og fyrstu niðurstöður benda til getur verið um stórt framfaraskref í meðferð þessa sjúkdóms að ræða. Um er að ræða stóran hóp sjúklinga sem gætu haft ávinning af slíkri meðferð, en í kringum 20-30% sjúklinga reynast hafa fjarmeinvörp við greiningu (8, 39, 91). Síðar á ævinni bætast síðan við meinvörp hjá allt að 30% sjúklinga sem voru með staðbundinn sjúkdóm við greiningu (92). Krabbameinslyf, hormóna- og geislameðferð Eins og fyrr segir er svörun (response rates) nýrna- frumukrabbameins við hefðbundinni krabba- meinslyfjameðferð léleg, eða í besta falli 6% (93). Astæðan er talin vera myndun svokallaðs fjöl- lyfjaónæmis í erfðaefni æxlisfrumanna (multidrug resistance gene expression) (17). Geislameðferð sem meðferð við nýrnafrumukrabbameini reyn- ist sjaldan árangursrík, ef frá er talin líknandi geislameðferð á meinvörp í beinum og heila (93). Hormónameðferð með prógesteróni getur reynst hjálpleg við lystarleysi og slappleika, en gallinn er sá að aðeins 2-15% sjúklinga hafa gagn af með- ferðinni. Lyf sem verka á ónæmiskerfiö Nýrnafrumukrabbamein er þekkt fyrir að valda ónæmissvörun sem er kröftugri en gildir um flest önnur krabbamein. Þetta kemur meðal annars fram í sjaldgæfum tilfellum af sjálfkrafa minnkun eða hvarfi meinvarpa (spontaneous regression). Þetta fyrirbæri getur sést hjá sjúklingum með nýrnafrumukrabbamein, en er einnig þekkt fyrir önnur krabbamein eins og sortuæxli (13). Sjálfkrafa hvarf meinvarpa er þó mjög sjaldgæft fyrirbæri (<1%), til dæmis greindust aðeins tvö til- felli (0,3%) með vissu hér á landi á 30 ára tímabili 1971-20009. * TNM-sligunarkerfi (13). Annars vegar var um að ræða meinvarp í heila (7) og í hinu tilfellinu meinvarp í fleiðru (14). Sá eiginleiki nýrnafrumukrabbameins að ræsa ónæmiskerfið og sú staðreynd að geisla- og krabbameinslyfjameðferð dugar skammt í meðferð sjúkdómsins hefur ýtt undir þróun lyfja sem verka á ónæmiskerfið. Þessi lyf annað hvort afhjúpa ónæmisvaka á yfirborði krabbameinsfrumnanna eða hvetja ónæmiskerfi sjúklingsins sjálfs (86). í völdum tilvikum geta allt að 10-15% sjúklinga svarað þessari meðferð (86). Langtímahorfur eru hins vegar slæmar og flestir deyja úr sjúkdómnum innan fárra ára.Tvö lyf hafa mest verið rannsökuð, a-interferon og interleukin-2. Síðarnefnda lyfið er talið áhrifaríkara og er viðurkennt af Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) sem staðalmeðferð við út- breiddu nýrnafrumukrabbameini (86). Bæði lyfin eru dýr og geta haft töluverðar aukaverkanir, ekki síst interleukin-2 sem aðeins er notað á fáeinum sjúkrahúsum í heiminum. Eins og fyrr segir getur meðferð með þessum lyfjum vel komið til greina í kjölfar æxlisminnkandi (cytoreductive) skurð- aðgerðar (86,90,94). Mynd 11. Fuhrman-gráð- un nýrnafrumukrabba- meina sem greindust á íslandi 1971-2000. (GX: ekki hœgt að ákvarða gráðun, Gl: vel þroskaðar frumur, G2: meðalþrosk- aðar frumur, G3-4: illa þroskaðar frumur.) Læknablaðið 2007/93 293
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.