Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 35

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 35
FRÆÐIGREINARGREIN / HRORNUN I AUGNBOTNUM Ný lyf fyrir hrörnun í augnbotnum og skylda sjúkdóma Einar Stefánsson'3 AUGNLÆKNIR Morten la Cour2 AUGNLÆKNIR Guðleif Helgadóttir3 HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Haraldur Sigurðsson1,3 AUGNLÆKNIR Friðbert Jónasson1,3 AUGNLÆKNIR 'Læknadeild Háskóla íslands,2augndeild Kaupmannahafnarháskóla, Rigshospitalet í Kaupmannahöfn, Danmörku, 3augndeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Einar Stefánsson prófessor/ yfirlæknir HÍ, læknadeild, augndeild Landspítala 101 Reykjavík. einarste@landspitali. is Lykilorð: hrörnun í augnbot- num, bevacizumab, ranibizu- mab, œöanýmyndun, lyfjain- ndœling í glerhlaup. Ágrip Ný lyf gegn hrörnun í augnbotnum og skyldum sjúkdómum munu valda byltingu í meðferð þessa sjúkdóms sem er algengasta orsök blindu á íslandi. Mótefni gegn vascular endothelial growth factor hafa sannað gildi sitt og eru komin í notkun í flestum nágrannalöndum. Augnlyfið ranibizumab dregur úr blinduhættu og bætir sjón sjúklinga með vota augnbotnahrörnun, æðanýmyndun og blæð- ingar. Inngangur Verulegar framfarir hafa orðið í meðferð votrar aldursbundinnar hrörnunar í augnbotnum (wet age-related macular degeneration) á undanförn- um misserum (1-3). Æðanýmyndun og lekar hár- æðar spila stórt hlutverk í votri augnbotnahrörn- unar og á vaxtarþátturinn vascular endothelial growth factor (VEGF) stóran þátt í að framkalla æðanýmyndun og leka (4-7). Nýlega hafa verið þróuð mótefni gegn VEGF sem lofa mjög góðu í meðferð votrar augnbotnahrörnunar. í rannsóknum sem birtust á síðasta ári var sýnt að ranibizumab (Lucentis®) bæði kemur í veg fyrir sjóntap hjá sjúklingum með vota augnbotna- hrörnun og bætir sjónskerpu þeirra að jafnaði um 2 línur á sjóntöflu og helst sá bati að minnsta kosti í tvö ár (8, 9). Lucentis(®) hefur nú verið skráð á markað í Bandaríkjunum og samþykkt af evr- ópsku lyfjastofnuninni um miðjan janúar 2007 og á íslandi tveimur vikum síðar. í tveimur stórum klín- ískum rannsóknum á ranibizumab sem kallaðar voru Anchor- og Marina-rannsóknir (8, 9) virtist lyfið vera tiltölulega hættulítið. Óhöpp tengd ástungu augans, svo sem sýking í auga og fleira, var innan við 1 % og fylgikvillar tengdir æðakerfi, til dæmis heilablóðfall og hjartaáfall, voru ekki áberandi. í fyrrnefndum rannsóknum á ranibiz- umab (8, 9) var lyfið gefið mánaðarlega með því að sprauta lyfjaskammtinum inn í glerhlaup aug- ans. Slíkt þarf að gera á skurðstofu og felur í sér nokkuð álag fyrir sjúklinginn og heilbrigðisþjón- ustuna. í annarri rannsókn þar sem reynt var að gefa lyfið sjaldnar (10), það er að segja gefa það mánaðarlega í þrjá mánuði og síðan á þriggja mán- aða fresti, var árangurinn lakari og að ári liðnu var sjónskerpa sjúklinganna ekki betri en í byrjun meðferðar. Fung og samstarfsmenn (11) gáfu ranibizumab mánaðarlega í þrjá mánuði í hópi ENGLISH SUMMARY Stefánsson E, la Cour M, Helgadóttir G, Sigurðsson H, Jónasson F New drug treatment for age-related macular degeneration Læknablaðið 2007; 93: 299-301 New drugs for age related macular degeneration present a major advance in the treatment of the most common cause of blindness in lceland. Vascular endothelial growth factor antibodies reduce the risk of blindness and improve vision in patients with wet age related macular degeneration Keywords: age-related macular degeneration, bevacizumab, ranibizumab, antiangiogenic treatment, intravitreal injections. Correspondence: Einar Stefánsson, einarste@iandspitaii.is 40 sjúklinga og meðferð var síðan haldið áfram á grundvelli mats og mælinga á augnbotnum með sneiðmyndatækni / ocular coherent tomography (OCT) (12), breytingum í sjón, æðanýmyndun á fluorescein æðamynd og blæðinga. Þetta gaf góðan árangur og þessir sjúklingar höfðu talsvert betri sjón ári eftir að meðferð hófst en þeir höfðu í byrj- un. Helmingur sjúklinganna þurfti einungis þrjár inndælingar. Þess ber þó að geta að þessi rannsókn var tiltölulega lítil, aðeins 40 sjúklingar. Pegaptanib (Macugen®) hamlar einu afbrigði af VEGF og dregur þannig einnig úr æðanýmynd- un og leka (13). Gragoudas sýndi að Macugen® er gagnlegt miðað við eldri meðferð í því varnarstríði sem augnlæknar hafa háð gegn augnbotnahrörnun árum saman, en nær þó ekki að bæta sjónina. Lyfið er skráð á íslandi, en hefur lítið verið notað hér sem annars staðar enda árangur af meðferð mun lakari en af Lucentis. Umfang og kostnaður Hið nýja lyf gegn VEGF (Lucentis®) felur í sér stórkostlegar framfarir í meðferð augnbotna- hrörnunar, en gerir um leið miklar kröfur til heilbrigðisþjónustu í augnlækningum og eykur lyfjakostnað verulega. í Danmörku er reiknað með að nýgengi votra augnbotnabreytinga sé um það bil 900 augu fyrir hverja milljón íbúa (28,29). Danskir augnlæknar hafa talið að 2/3 hlutar þeirra Læknablaðið 2007/93 299
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.