Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 47

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 47
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA E-03 Sýklasótt á gjörgæsludeildum Landspítala: Eðli, orsakir og dánartíðni Einar Björgvinsson1, Sigurbergur Kárason1'2, Gísli H. Sigurðsson1'2 gislihs@lsh.is ‘Læknadeild HÍ, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Inngangur: Sýklasótt (SS) er heilkenni sem orsakast af almennu bólguviðbragði í líkamanum við alvarlegri sýkingu og hefur háa dánartíðni. Alvarlegustu stig SS eru svæsin sýklasótt (SSS) og sýklasóttarlost (SSL). Markmið þessarar rannsóknar var að kanna eðli og umfang SSS og SSL á gjörgæsludeildum Landspítala á einu ári. Aðferðir: Aftursæ rannsókn var gerð á sjúkraskýrslum allra sem lögðust inn á gjörgæsludeildir Landspítala árið 2004. Þeir sjúklingar sem höfðu skilmerki SSS og SSL voru greindir. Upplýsingum var safnað um ástand við innlögn (APACHE, SAPS), líffærabilanir (SOFA), umfang meðferðar (NEMS) og tegund sýkingar. Dvalartími á gjörgæslu og spítala ásamt dán- artíðni á gjörgæslu, eftir 28 daga og 6 mánuði voru könnuð. Niðurstöður: Á árinu lögðust 1325 sjúklingar á gjörgæsludeildir Landspítala (meðalaldur 58 ár, APACHE 11, SAPS 38, meðal- legutími 3 dagar og dánartíðni 8%). Af þeim reyndust 75 (5,7%) hafa SSS (20) eða SSL (55). Meðalaldur var 65±14 ár, APACHE 26±9, SAPS 50±18, SOFA 9±3 og NEMS 43±14. Meðaldvöl á gjörgæslu var 9,3±13 dagar og á spítala 29±34 dagar. Dánartíðni á gjörgæslu var 21%, eftir 28 daga 28% og eftir 6 mánuði 43%. Þau líffærakerfi sem oftast biluðu voru öndunarfæri (84%) ásamt blóðrás (71%). 87% voru með SS við innlögn en 13% fengu SS meðan á gjörgæsludvöl stóð. Algengasta orsök sýkingar var lungnabólga (44%). Gram-jákvæðar bakteríur voru sýking- arvaldurinn hjá 63% og gram-neikvæðar hjá 36%. Blóðræktanir voru jákvæðar í 45% tilfella. Ályktun: Dánartíðni af völdum sýklasóttar á gjörgæsludeildum Landspítala árið 2004 er há (21%) í samanburði við alla þá sem vistast á gjörgæslu (8%). Þessar niðurstöður eru sambærilegar eða heldur lægri en aðrar nýlegar rannsóknir. Sýklasótt er al- gengt vandamál á gjörgæsludeildum og er dánarorsök hjá tugum sjúklinga á ári. Árangur af meðferð er þó sambærilegur við það sem best gerist í vestrænum löndum. E-04 Samanburður á opnum aðgerðum og aðgerðum með brjóstholssjá við sjálfkrafa loftbrjósti Guðrún Fönn Tómasdóttiru, Bjarni Torfason1-3, Helgi ísaksson2, Tómas Guðbjartssonu gft@hi.is 'Hjarta- og lungnaskurðdeild og 2rannsóknarstofu í meinafræði, Landspítala, 3læknadeild HÍ Inngangur: Hér á landi hafa skurðaðgerðir við loftbrjósti verið framkvæmdar jöfnum höndum með opinni aðgerð og brjósthols- speglun. Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur þessara aðgerða og bera þær saman, sérstaklega með tilliti til fylgikvilla. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er óslembuð og náði til allra sjúklinga sem fóru í aðgerð vegna sjálfkrafa loftbrjósts á Landspítala 1991-2005. Af 210 sjúklingum (160 karlar, með- alaldur 28,7 ár) voru 200 með loftbrjóst án undirliggjandi lungnasjúkdóms (95%). Sjúklingum var skipt í tvo hópa: 134 sjúklinga sem fóru í brjóstholsspeglun og 100 í opna aðgerð (ax- illar minithoracotomy). Af sjö skurðlæknum framkvæmdu fjórir þeirra brjóstholsspeglun og val á aðgerðartækni fór því eftir því hvaða læknir var á vakt hverju sinni. Snemmkomnir fylgikvillar, ásamt endurteknu loftbrjósti sem þarfnaðist aðgerðar, voru meðal þeirra breyta sem skráðar voru niður. Niðurstöður: Fleygskurður á lungnatoppi var framkvæmdur í öllum aðgerðum og fleiðruertingu bætt við í 25% brjósthols- speglana og 67% opnu aðgerðanna. Aðgerðartími (meðaltal) var marktækt lengri fyrir speglunarhópinn, eða 65 mín. á móti 51 mín. fyrir opna hópinn (p=0,001). Enduraðgerðir vegna síðkomins endurtekins loftbrjósts voru þrjár eftir opna aðgerð og 10 eftir brjóstholsspeglun (p=0,004) og viðvarandi loftleki sást hjá tveimur og 14 sjúklingum í sömu hópum (p<0,05). Enduraðgerðir vegna blæðinga voru hins vegar sambærilegar (2%). Enginn lést eftir aðgerð. Legutími (miðgildi) var lengri eftir opna aðgerð, eða 4 dagar á móti þremur. Ályktanir: Enduraðgerðir eftir brjóstholsspeglanir eru algeng- ari samanborið við opnar brjóstholsaðgerðir. Skýringin á þessu felst aðallega í hærra hlutfalli viðvarandi loftleka og endurtekins loftbrjósts. Báðar aðgerðirnar eru öruggar og meiriháttar fylgi- kvillar sjaldgæfir. Legutími er styttri eftir brjóstholsspeglun, en á móti kemur að aðgerðartími er lengri. Meiri áhyggjum veldur þó hærri tíðni enduraðgerða samanborið við opna aðgerð og er brýnt að finna lausnir á því. E-05 Vefjagerð carcinoid lungnaæxla er óáreiðanleg til að spá fyrir um klíníska hegðun þeirra Jóhanna M. Sigurðardóttir', Kristinn B. Jóhannsson1, Helgi ísaksson2, Steinn Jónsson3-4, Bjarni Torfason14,Tómas Guðbjartsson1-4 johannamsig@yahoo. com ‘Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2rannsóknarstofu í meinafræði og 3lungnadeild Landspítala, 4læknadeild HÍ Inngangur: Carcinoid æxli eru krabbamein af neuroendocr- ine uppruna sem oftast greinast í kviðarholi en geta greinst í lungum. Þau hegða sér oftast sem góðkynja æxli en geta þó meinverpst. Hefð er fyrir því að skipta þeim í illkynja (atypical) og hefðbundna (classical) vefjagerð. Markmið þessarar rann- sóknar var að kanna faraldsfræði og árangur meðferðar við carc- inoid lungnaæxlum á ísland með sérstaka áherslu á vefjagerð æxlanna. Efniviður og aðferðir: Afturvirk rannsókn sem nær til allra tilfella sem greinst hafa á Islandi frá 1955-2005. Upplýsingar fengust úr sjúkra- og aðgerðarskrám. Æxlin voru stiguð skv. TNM stigunarkerfi fyrir lungnakrabbamein. Öll æxlin voru end- urskoðuð af meinafræðingi. Niðurstöður: Alls greindust 64 tilfelli (22 karlmenn, 42 konur, meðalaldur 49 ára), sem er 1,9% af öllum lungnakrabbamein- um greindum á þessum 50 árum. Algengustu einkennin voru takverkur og hósti en 20 sjúklingar greindust fyrir tilviljun. Hjá 45 sjúklingum fannst æxlið miðlægt í lungum, jafnt í hægra sem Læknablaðið 2007/93 311
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.