Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2007, Page 48

Læknablaðið - 15.04.2007, Page 48
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA vinstra lunga. Langoftast var um aö ræða klassíska vefjagerð (84%) en 10 sjúklingar voru með illkynja vefjagerð. Meðalstærð æxlanna var 2,6 cm (bil 0,4-5,5 cm) og reyndust 33 sjúklingar vera á stigi I og tveir á stigi II. Hjá fjórum sjúklingum fundust meinvörp í miðmætiseitlum (stig III) og fjórir reyndust með fjarmeinvörp (stig IV), en tveir þeirra (50%) voru með hefð- bundna vefjagerð. Einn sjúklingur lést innan 30 daga frá aðgerð en algengasta aðgerðin var blaðnám (82%) og fjórir sjúklingar gengust undir lungnabrottnám. Við eftirlit höfðu fimm af 64 sjúklingum látist af völdum sjúkdómsins (7,8%), tveir þeirra voru með hefðbundna vefjagerð. Fimm ára lífshorfur voru mun betri fyrir sjúklinga með hefðbundna vefjagerð, eða 96% sam- anborið við 70% (p<0,001). Ályktun: Carcinoid lungnaæxli hegða sér ofast góðkynja en þessi æxli geta sáð sér í miðmætiseitla og/eða önnur líffæri. Þetta getur dregið sjúklingana til dauða. Engu að síður eru horfur hópsins í heild mjög góðar og árangur skurðaðgerða er góður. Vefjagerð virðist ekki vera áreiðanleg til að spá fyrir um klíníska hegðun þessara æxla. E-06 Sjálfsvígstilraunir meðhöndlaðar á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi 2000-2004 Kristinn Örn Sverrisson', Sigurður Páll Pálsson2, Kristinn Sigvaldason', Sigurbergur Kárason' skarason@landspitali. is 'Svæfinga- og gjörgæsludeild, 2geðdeild Landspítala Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að fá upplýsingar um þann sjúklingahóp sem þarfnast vistunar á gjörgæslu eftir alvar- legar sjálfsvígstilraunir og afdrif hans. Aðferðir: Aftursæ rannsókn á gögnum sjúklinga sem lagðir höfðu verið inn á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi á árunum 2000-2004 vegna sjálfsvígstilraunar. Niðurstöður: Á tímabilinu var 191 innlögn á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi vegna sjálfsvígstilraunar, 16 (8%) voru lagðir inn oftar en einu sinni. Sjúklingarnir voru 172, þar af 64 (37%) karlar (meðalaldur 37 ár, bil 14-73) og 108 (63%) konur (meðalaldur 38, bil 13-77). Alls 53 (31%) höfðu áður reynt sjálfs- víg. í 90% tilvika var um lyfjaeitrun að ræða, algengust voru bensódíasepín (42%) en því næst þríhringlaga geðdeyfðarlyf (24%). 75% tóku inn fleiri en eitt lyf og áfengi kom við sögu í 61% tilvika. 56 (29%) einstaklingar komu á bráðamóttöku <1 klst eftir töku lyfja, 79 (41%) >1 klst eftir hana en hjá 56 (29%) var ekki vitað hvort/hvenær lyfin voru tekin. Hjá 45% í hverjum þessara þrjá hópa var gerð magaskolun og gefin lyfjakol. 61 (32%) tilfelli voru barkaþrædd, miðgildi tíma í öndunarvél voru 13 klst (bil 1 klst-32 d), þrír þurftu blóðskilun vegna lyfjaeitr- unar og 1 vegna nýrnabilunar. Miðgildi APACHE-stigunar karla var 12 og kvenna 11. Miðgildi gjörgæsludvalar var 20 klst (bil 2 klst- 35 d). Fjórir (2%) sjúklingar létust á gjörgæslu, tveir (1%) á legudeild. Frá gjörgæslu útskrifuðust 168 sjúklingar, 40 (22%) fóru beint á geðdeild, 95 (53%) á lyfjadeild og 28 (16%) heim. Innlagðir á geðdeild urðu alls 76 (45%), 65 (37%) var fylgt eftir á göngudeild geðdeildar eða einkastofu. Algengasta aðalgeð- greining var fíkn (46%), þar næst þunglyndi (22%). Alls voru 312 Læknablaðið 2007/93 26% karlanna giftir og 29% kvennanna. 11% karla voru í sam- búð en 29% kvenna.17% karla voru fráskildir en 24% kvenna. 40% karla voru einstæðir en 16% kvenna. Af hópnum voru 33% starfandi, 42% á bótum og 14% atvinnulausir. Sjúklingum var fylgt eftir í 3-7 ár. Á þeim tíma létust 17, eða 10% af heild- arhópnum. Á fyrsta ári eftir útskrift af gjörgæslu létust 5, á öðru ári 5 og á þriðja ári 7, en engir eftir það. Samtals létust því 23 (13%) af heildarhópnum. Fjölþátta aðhvarfsgreining sýndi að fjöldi tekinna taflna hafði forspárgildi um dánarlíkur eftir fyrstu komu á gjörgæslu en ekki kyn, aldur, félagsleg staða, APACHE- stigun, fyrri sjálfsvígstilraunir né aðalgeðgreining. Umræða: Þetta er ungur sjúklingahópur, meirihluti konur, end- urteknar tilraunir eru algengar, fíkn er algeng og félagslegar kringumstæður oft erfiðar. Dánarhlutfall var 3% á gjörgæslu/ sjúkrahúsi sem er hátt fyrir aldurshópinn og dánarhlutfall var áfram hátt fyrstu þrjú árin eftir sjálfvígstilraun (10%) þrátt fyrir að >80% væri fylgt eftir innan geðgeirans. Fjöldi tekinna taflna hafði best forspárgildi varðandi síðari dánarlíkur sem hugsanlega gefur til kynna hversu alvarlegur ásetningurinn er. Svo virðist sem þessi sjúklingahópur sé í sérstakri áhættu og hugsanlegt að auka megi lífslíkur hans með því að fylgja honum nánar eftir og huga að félagslegum úrbótum fyrstu árin eftir sjálfsvígstilraun. E-07 CART-peptíð í görn hjá sjúklingum með Hirschsprungs sjúkdóm Anna Gunnarsdóttir12, Nils Wierup2, Lars-Torsten Larsson1, Mikael J. Kuhar3, Eva Ekblad2 Anna.Gunnarsdottir@med.lii.se 'Barnaskurödeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð, 2rannsókn- ardeild læknadeildar, Biomedical Center, Lundarháskóla, Svíþjóö, ’Yerkes National Primate Research Center of Emory University, Atlanta, Georgia, Bandaríkjunum Inngangur CART (Cocaine- and Amphetamine- regulated transcript)-peptíð, fannst fyrst í frumum miðtaugarkerfisins og hefur áhrif á matarlyst rannsóknardýra. Það finnst einnig í taugafrumum meltingarkerfisins (ENS-enteric nervous system), en hlutverk þess þar er ekki þekkt.Tilgangur þessarar rannsókn- ar var að kanna tilvist CART-peptíðs í eðlilegum garnavegg og í sjúkum garnavegg (án taugahnoðsfruma/aganglionic) hjá sjúk- lingum með Hirschsprungs sjúkdóm og nálægð (coexistence) þess við önnur þekkt taugaboðefni í görn. Efniviður og aðferðir Skoðuð voru vefjasýni frá görn hjá níu sjúklingum með Hirschsprungs sjúkdóm með mótefnalitun vefja (immunohistochemistry). Með tvíþátta ónæmislitun (double immunostaining technique) var hægt að bera saman nálægð CART-peptíðs við NOS (nitric oxide synthase) og VIP (vasoac- tive intestinal peptide), þekkt taugaboðefni í taugafrumum í görn. Niðurstöður CART-peptíð var til staðar í rfkulegu magni í vöðvaþráðum í eðlilegri görn, sérstaklega í hringvöðvalagi og í taugakjörnum í vöðvalagi. CART-peptíð sást að miklu leyti á sömu stödum og NOS og VIP. í sjúkri görn (aganglionic) sást CART-peptíð aðeins í litlu mæli með mótefnalitun vefja í vöðvalagi. J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.