Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 49

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 49
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA Ályktun Hér er í fyrsta skipti sýnt fram á tilvist CART-peptíðs í mennskri görn. í eðlilegri görn sést mikið af CART-peptíði, aðallega í taugafrumum í vöðvalagi en aðeins einstaka í sjúkri görn. Það ásamt því að CART-peptíð er til staðar nálægt öðrum þekktum taugaboðefnum (NOS og VIP) gefur til kynna að CART-peptíð sé eðlislægt (intrinsic) peptíð í meltingarvegi og hafi þar hlutverki að gegna. Enn er þó óljóst hver áhrif CART- peptíð hefur á starfsemi garnarinnar. E-08 Þráðlaus sýrustigsmæling í vélinda hjá börnum Anna Gunnarsdóttir, Pernilla Stenström, Einar Arnbjörnsson Anna.Gimnarsdottir@med.lu.se Barnaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð Inngangur: Sýrustigsmæling í vélinda er mikilvægur liður við greiningu á vélindabakflæði hjá börnum. Þráðlaus mæling með BRAVO™ hylki (Medtronic Synetics) er að öllum líkindum sjúklingavænna og veldur minni óþægindum meðan á mælingu stendur, samanborið við hefðbundna mælingu með slöngu frá nefi og niður í vélinda. Þetta hefur þó lítið verið rannsakað hjá börnum. Á barnaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi hefur þráðlaus sýrustigsmæling í vélinda með BRAVO™ hylki tíðkast síðan í maí 2005.Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta ár- angur þessarar mæliaðferðar hjá börnum. Efniviður og aðferðir: Aftursýn rannsókn þar sem litið var á öll börn sem gengust undir þráðlausa sýrustigsmælingu í vél- inda á tímabilinu maí 2005-júní 2006. Gerðar voru 30 mælingar með BRAVO™ hylki á 29 börnum (20 drengir, 9 stúlkur). Meðalaldur barnanna var 7,9±3,7 ár (bil 1-14). Öll börnin voru með einkenni sem gáfu grun um vélindabakflæði. Hylkinu var komið fyrir í vélinda, tveimur hryggjarbolum fyrir ofan þind (metið í gegnumlýsingu). í sömu svæfingu var gerð maga- og vélindaspeglun með sýnistöku frá vélinda. Sýrustigsmælingin var áætluð í 24 klst. Niðurstöður: Fimm sjúklingar voru með sýnilega bólgu í vélinda. Sýrustigsmælingin var gerð í 18,5-24 klst pH <4 var í 0,2-29,4% af mælitímanum (9,2±12,2) með heildarfjölda súrra bakflæðisgúlpa 6-121 (57±32). De Meester score var sjúklega hátt hjá 18 börnum (17,3-93,2) og innan eðlilegra marka hjá 11 börnum (1,3-13,9). Þrjú börn gengust seinna undir aðgerð vegna bakflæðis (fund- oplication). Þrjú börn fundu fyrir óþægindum við kyngingu á mælitímanum og í tveimur tilfellum voru vandræði með skrán- ingu vegna lélegs sambands við skráningardós. Hjá einu barni festist BRAVO™ hylki ekki sem skildi við vélindaslímhúð. Ályktun: Sýrustigsmæling í vélinda með þráðlausu BRAVO™ hylki hjá börnum hefur gengið mjög vel á okkar deild. Engir al- varlegir fylgikvillar hafa komið fyrir og börnin hafa þolað hylkið vel án óþæginda. Þráðlaus sýrustigsmæling í vélinda verður notuð hjá börnum með grun um vélindabakflæði í framtíðinni. E-09 Árangur af ísetningu lyfjabrunna á Landspítala á eins árs tímabili Bergþór Björnsson', Pétur Hannesson2, Agnes Smáradóttir’, Páll Helgi Möller' bergthb@gmail. com 'Skurölækningadeild, 2myndgreiningardeild og 3lyflækningadeild krabbameina, Landspítala Inngangur: ísetning og notkun lyfjabunna hefur aukist á Landspítala undanfarin ár. Erlendar rannsóknir sýna að tíðni bráðra sem og síðkominna fylgikvilla er lág. Þetta hefur ekki verið rannsakað áður hér á landi og því var tilgangur þessarar rannsóknar að kanna notkun lyfjabrunna á Landspítala auk tíðni fylgikvilla og bera saman við niðurstöður erlendra rannsókna. Efniviður og aöferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Allir sjúklingar yfir 18 ára aldri, sem fengu lyfjabrunn á almennri skurðlækningadeild Landspítala við Hringbraut á tímabilinu september 2005 til ágúst 2006, voru teknir inn í rannsóknina. Skráðar voru upplýsingar úr aðgerð, niðurstöður lungna- myndatöku eftir ísetningu svo og klínískar upplýsingar meðan á notkun stóð. Farið var yfir myndrannsóknir allra sjúklinga, bæði lungnamyndatöku eftir ísetningu og síðari viðeigandi rann- sóknir. Rannsóknin var samþykkt af vísindasiðanefnd Land- spítala og Persónuvernd. Niðurstöður: Á tímabilinu voru settir 128 lyfjabunnar í 121 sjúkling. Heildarfjöldi daga sem sjúklingar voru með lyfjabrunn var 32.290. Konur voru 85 en karlar 44. Meðalaldur sjúklinga var 57 (18-86,4) ár. Algengasta ástæða ísetningar var fyrirhuguð/ yfirstandandi krabbameinslyfjameðferð (n=121). Algengustu greiningar voru brjóstakrabbamein (34), ristil- og endaþarms- krabbamein (31), eitlakrabbamein (12) og briskrabbamein (8). í 14 tilfellum náði slanga ekki inn í efri miðbláæð og í 19 tilfellum var slanga niður undir hægri gátt eftir ísetningu. í 6 tilfellum lá slanga niður í hægri gátt og í þremur tilfellum færðist slanga þangað síðar. Snemmkomnir fylgikvillar við ísetningar voru 6 ástungur á slagæð (án alvarlegra afleiðinga), 2 loftbrjóst sem hvorugt greindist fyrir útskrift og í einu tilfelli blæðing sem leiddi til enduraðgerðar. Eftir 101 ísetningu komu ekki fram neinir síðkomnir fylgikvillar. í þeim 27 (21%) tilfellum þar sem síðkomnir fylgikvillar komu fram var um að ræða blóðtappa (n=8), sýkingu (n=5) sem var staðfest með ræktun í 4 tilfellum, snúning á dós (n=4), stíflu (n=4), tilfærslu á legg (n=3), loftbrjóst (n=2) og slöngurek (n=l). Blóðtappar greindust að meðaltali 68 dögum eftir ísetningu og sýkingar 69 dögum eftir ísetningu. Ályktun: Tíðni fylgikvilla við ísetningu og notkun lyfjabrunna á Landspítala er hærri en þekkt er úr erlendum rannsóknum. Ástæður þessa geta verið margvíslegar m.a. hvort lyfjabrunnar séu settir í veikari sjúklinga hér á landi. Tegund lyfjabrunna sem notaðir eru gæti einnig skipt máli svo eitthvað sé nefnt. Því er þörf á frekari rannsóknum á notkun lyfjabrunna yfir lengra tímabil á Landspítala. Læknablaðið 2007/93 313
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.