Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 59

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 59
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERIN'DA kom í ljós ífarandi sýking í bæði brjóst- og kviðarholi. Sárið var hreinsað og þurfti að fjarlægja töluvert af sýktum vef þannig að gatið á brjóstveggnum varð tvöfalt stærra. Akveðið var að loka sárinu með sogsvampi (VAC-system, KCI Medical®) sem tengd- ur var við sog (-125 mmHg). Nokkur lög af svampi voru notuð til að fylla upp í sárið og hjarta og lunga voru þakin með vaselín- grisju undir svampinum. Skipt var um svamp á 5-7 daga fresti og sárið dregið saman með því að nota sífellt minna magn svamps við hverja skiptingu. Á næstu tveimur vikum náði hann hröðum bata og komst úr öndunarvél. Ekki reyndist þörf á að skera frekari vef úr sárinu en netja var flutt úr kviðarholi til að fylla upp í holrými í brjótholi. Sjö vikum frá innlögn var gatinu (H4 lófi á stærð) lokað með vöðvaflipa (m. latissimus dorsi) og húð- græðlingum frá læri. Hann var útskrifaður tveimur vikum síðar. Tæpu ári síðar er hann við ágæta heilsu og kominn til starfa. Ályktun: Sogsvamp er hægt að nota við meiriháttar sýkt skotsár á brjóstholi. E-31 Lækkandi tíðni umferðarslysa Dagur Bjarnason', Brynjólfur Árni Mogensen jr1, Brynjólfur MogensenUJ brynmog@iandspitali. is 'Læknadeild HÍ, 2slysa- og bráðasvið Landspítala, 3Slysavarnaráð Inngangur: Mikil aukning í bifreiðaeign landsmanna hefur leitt til aukins umferðarþunga á síðustu árum. Umferðarslys eru algeng og innlagnartíðni slasaðra er há miðað við aðrar teg- undir slysa þrátt fyrir að alvarlega slösuðum úr umferðarslysum hafi fækkað um helming á síðustu 30 árum. Árlegur kostnaður samfélagsins vegna afleiðinga umferðarslysa mælist í milljörð- um króna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þróunina í slysatíðni ökumanna úr umferðarslysum árin 1999-2006. Efniviður og aðferðir: Allir ökumenn sem voru lögskráðir íbúar á höfuðborgarsvæðinu og leituðu vegna áverka eftir umferð- arslys á slysa- og bráðadeild Landspítala á árunum 1999 til og með 2006. Orsakir umferðarslysanna voru fundnar í norræna flokkunarkerfinu um ytri áverka (NOMESCO). Slysagreiningar voru fundnar í ICD-10 sjúkraskráningarkerfinu. Niðurstöður: Á slysa- og bráðadeild Landspítala komu 11.520 slasaðir ökumenn á árunum 1999 til og með 2006 sem voru með Iögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Konur voru í meiri hluta eða 5794 á móti 5726 körlum. Meðal slysatíðni ökumanna á hverja 1000 íbúa var 7,81 hjá konum en 7,17 hjá körlum. Slysatíðnin er langhæst frá 17-24 ára aldurs hjá bæði konum og körlum. Hún er hæst í kringum 18 ára aldur hjá konum, eða 34,4 en einnig körlum, eða 30,2 á hverja 1000 íbúa. Karlarnir eru fleiri á fyrsta löglega aldursárinu en konur og síðan eftir 65 ára aldur. Slysatíðnin hefur lækkað marktækt hjá báðum kynjum fyrir ökumenn bifreiða, eða að meðaltali 3,4% á ári hjá körlum og 2,8% hjá konum. Innlagnartíðni karla er hins vegar mun hærri en kvenna. Hálstognun er langalgengasta sjúkdómsgreiningin. Slysatíðni bifhjólaökumanna hefur aukist hjá bæði konum og körlum árin 2005 og 2006. Ályktun: Slysatíðni ökumanna bifreiða hefur lækkað marktækt á undanförnum 8 árum hjá bæði konum og körlum þrátt fyrir aukna bifreiðaeign og meiri umferðarþunga. Konur eru í meiri hluta slasaðra ökumanna en innlagnartíðni karla er hærri. Ungum ökumönnum er langhættast í umferðinni. E-32 Orsakir, tegund og alvarleiki áverka þeirra sem lögðust inn á Landspítala árið 2005 vegna afleiðinga slysa og ofbeldis brynmog@landspitali. is Brynjólfur Árni Mogensen jr', Dagur Bjamason', Brynjólfur Mogensen1-2 'Læknadeild HÍ, 2slysa- og bráðasvið Landspítala Inngangur: Það er talið að einn af sex hljóti áverka á hverju ári og þurfi að leita sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu. Lítinn hluta af þeim sem hljóta áverka þarf að leggja inn á sjúkrahús og yfirleitt aðeins þá sem hljóta alvarlega áverka. Áverkaflokkun er talin þýðingarmikil í öllum rannsóknum á faraldsfræði slysa en sátt þarf að vera um skilgreiningu á áverkaflokkuninni. Markmið rannsóknarinnar var að meta orsakir og alvarleika áverka þeirra sem lögðust inn á Landspítala á árinu 2005 vegna afleiðinga slysa og ofbeldis Efniviður og aðferðir: I úrtakinu voru allir sem lögðust inn á Landspítala með áverka á árinu 2005 að brunaáverkum undan- skildum. Orsakir áverkanna voru skráðar samkvæmt norræna flokkunarkerfinu um ytri áverka (NOMESCO). Slysagreiningar voru skráðar samkvæmt ICD-10. Áverkastigunin var metin sam- kvæmt Abbreviated Injury Scale 1990 Revision, update 1998 og áverkaskorið samkvæmt Baker et al. frá 1974 og Jóhann Heiðar og Brynjólfur Mogensen 2002. Öll vafaatriði í orsökum, slysa- greiningu og áverkastigun voru borin undir einn aðila (BM). Niðurstöður: Á slysa- og bráðadeild komu 31.524 með áverka árið 2005. Leggja þurfti inn 1342 einstaklinga með áverka eftir slys eða ofbeldi. Þar af 657 karla og 685 konur. Meðaldur karla var 43 ár og kvenna 56 ár. Algengustu orsakir slysa voru heima- slys 593, frítímaslys 540, vinnuslys 261 og umferðarslys 133 en vegna áverka eftir afleiðingar ofbeldis voru 50 lagðir inn. Þrír létust og voru með áverkaskor 75,18 voru Iífshættulega slasaðir, 50 voru alvarlega slasaðir, 334 voru mikið slasaðir, 641 voru slas- aðir í meðallagi en lítið slasaðir voru 242. Frítíma-, umferðar- og heimaslys voru algengustu orsakir alvarlegustu áverkanna með áverkaskor 16 eða meira. Ályktun: Aðeins lítinn hluta af þeim sem hljóta áverka þarf að leggja inn á sjúkrahús. Um það bil 8 einstaklinga þarf að leggja inn á Landspítala með mikla eða þaðan af alvarlegri áverka í hverri viku. Frítíma-, umferðar- og heimaslys orsaka alvar- legustu áverkana með áverkaskor meira en 16 en langflestir, af þeim sem þurfti að leggja inn vegna afleiðinga slysa eða ofbeldis, voru með meðal eða mikla áverka. Áverkastigun og áverkaskor gefa mikla möguleika á því að mæla hvort breytingar verða í faraldsfræði alvarlegri áverka bæði vegna slysa og ofbeldis. Læknablaðið 2007/93 3 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.