Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2007, Qupperneq 67

Læknablaðið - 15.04.2007, Qupperneq 67
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA hvers konar aðgerð milta var tekið og ártal. Aðgerðarlýsing síðan skoðuð með tilliti til hvort miltisbrottnám var hluti að- gerðar eða hvort áverki varð á milta við aðgerð. Niðurstöður: Á tímabilinu 1985-2006 voru 48 miltu fjarlægð á FSA að frátöldum sex miltisbrottnámum eftir umferðarslys. í 23 tilfellum hafði orðið áverki á milta í aðgerð, en 22 miltu voru fjarlægð vegna krabbameins, þar af 21 við brottnám á maga vegna krabbameins. Eitt miltisbrottnám var gert til stigunar vegna Hodgkins lymphoma. Eitt milta fjarlægt vegna abcess sem var fylgikvilli aðgerðar og ein mistök urðu þar sem miltisslagæð var undirbundin fyrir slysni og miltisbrottnám nauðsynlegt í kjölfarið. I tveimur tilfellum var ekki ljóst við lok aðgerðar að áverki hafði orðið á milta, og gerð enduraðgerð til miltisbrott- náms nokkrum klukkustundum síðar vegna blæðingar. 60% miltisbrottnáma voru gerð við magaaðgerð flest vegna krabba- meins. 43% iatrogen miltisáverka urðu við ristilaðgerð, oftast vinstra helftarnám eða bugðuristilnám Þegar tímabilinu er skipti upp í tvö 10 ára tímabil sést að nærri jafnmörg miltu voru fjarlægð vegna áverka í aðgerð bæði tímabilin. Hins vegar voru 20 miltu fjarlægð vegna krabbameins á fyrra tímabilinu á móti tveimur á því seinna. Ályktun: Fá miltisbrottnám voru gerð á FSA sl. 20 ár. Tæplega helmingur miltanna voru tekin vegna krabbameins, langflest fyrri tíu árin sem er í samræmi við lækkandi tíðni magakrabba- meins. Þó að fyrir liggi ekki upplýsingar um fjölda kviðarhols- aðgerða á tímabilinu, er líklegast að ætla að tíðni áverka á milta í kviðarholsaðgerðum sé svipuð fyrri og seinni tíu árin. Algengast var að áverki yrði á milta við ristilaðgerð sem er í samræmi við fyrri rannsóknir. V-06 Ristilaðgerðir 1997-2005 á handlækningadeild FSA. - Fagrýni: Ábendingar, árangur og afdrif sjúklinga Jón Torfi Gylfason, Hafsteinn Guðjónsson, Haraldur Hauksson, Sigurður M. Albertsson, Valur Þór Marteinsson, Shreekrishna S. Datye jtgylfason @yahoo. com Handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Inngangur: Ristilaðgerðir er stór hluti skurðaðgerða á melting- arfærunt. Þar sem aðgerðir á ristli eru mengaðar eða óhreinar er tíðni sýkinga hærri en í aðgerðum í öðrum hlutum melting- arvegar. Markmið þessarar fagrýni (audit) var að kanna árangur aðgerða og afdrif sjúklinga. Efni og aöferðir: Upplýsingar um aðgerðirnar fengust úr sjúkra- skrám á skjalasafni FSA og úr tölvukerfum FSA. Tölvuforritin File Maker og Excel voru notuð við gagnaúrvinnslu. Upplýsingum var safnað um aldur og kyn sjúklinga, lengd inn- lagnar og ábendingu og heiti aðgerða. Skráðir voru fylgikvillar aðgerða, bæði í aðgerð og í kjölfar aðgerðar. Fylgikvillar, svo sem þvagfærasýkingar og öndunarfærasýkingar, voru ekki taldar með vegna óáreiðanlegrar skráningar. Skráð var hvort endurað- gerð var framkvæmd í sömu sjúkrahúslegu vegna fylgikvilla. Aðgerðir á endaþarmi (rectum) voru ekki skoðaðar í þessari rannsókn. Niðurstöður: Alls voru gerðar 117 ristilaðgerðir á FSA á ár- unum 1997-2005; konur í 63 tilfellum (53,8%) og í 54 tilfellum karlar (46,2%). 39 aðgerðir (33,3%) voru bráðaaðgerðir og 78 voru áætlaðar aðgerðir (66,7%). Sjúklingar voru á aldursbilinu 18-92 ára og var meðalaldur þeirra 68 ár við innlögn. Miðgildið (median) var 70 ár. Tveir voru 30 ára eða yngri, 29 voru 31-60 ára og 86 voru 61-90 ára. Flestir voru á aldrinum 56-85 eða 39,3%. Algengasta ristilaðgerðin var hægra helftarristilsnám (right colectomy) eða í tæplega 50% tilfella. Vinstri helftarristils- nám (left colectomy) var í tæplega 13% tilfella og brottnám á mótum dausgarnar og botnristils (ileocecal resection) í 12% til- fella. Algengasta ábending skurðaðgerðar var krabbamein eða í 61,5% tilfella. Næst kom sarpasjúkdómur í ristli (diverticulosis) og garnastífla (ileus). Lengd innlagna var á bilinu 5-211 dagar, að meðaltali 17 dagar. Næst lengsta legan var 75 dagar, en flestar legur voru þó mun styttri. 99 aðgerðir (84,6%) voru án fylgikvilla. Fylgikvillar sem komu upp í kjölfar aðgerðar voru sýkingar (7, þar af 4 yfirborðssýkingar og 3 kviðarholssýking- ar), dauðsföll (4), blæðingar (3), rof á skurðsári (2), garnastífla (ileus) sem leiddi til enduraðgerðar (1) og endurtengingarleki í einu tilfelli (anastomosis leakage). Alvarlegustu fylgikvillar, á borð við dauðsföll og endurtengingarleka, voru eingöngu tengdar bráðaaðgerðum. í skurðaðgerð varð í einu tilfelli skaði á þvagleiðara sem lagfærður var í aðgerð og í öðru tilfelli varð miltisskaði. 13 sjúklingar (11,1%) þurftu enduraðgerð vegna fylgikvilla í sjúkrahúslegunni. Umræður: Fylgikvillar eru nokkuð algengir eftir ristilaðgerðir. Krabbamein og sarpasjúkdómur eru algengustu ástæður að- gerða á ristli. Þessir sjúkdómar eru oftast meðal eldri sjúklinga með tilheyrandi tíðni hjarta- og æðasjúkdóma sem eykur tíðni fylgikvilla. 3,42% sjúklinga í okkar rannsókn létust í kjölfar aðgerða. Þetta voru allt bráðaaðgerðir. Enginn lést eftir val- aðgerð. Samanborið við erlendar rannsóknir teljum við að ár- angur ristilaðgerða á FSA sé að minnssta kosti jafngóður og í öðrum sambærilegum rannsóknum. Smæð FSA veldur því að úrtak rannsóknarinnar er lítið. V-07 Árangursrík meðferð sjúklings með umlykjandi lífhimnuhersli Lýðttr Ólafsson', Fjölnir Elvarsson2, Jón Gunnlaugur Jónasson3, Margrét Árnadóttir2, Páll Helgi MöIIer' lyduro@simnet.is 'Skurðlækningadeild, 2nýrnadeild og 3rannsóknarstofa í meinafræði, Land- spítala Inngangur: Umlykjandi lífhimnuhersli (encapsulating peritoneal sclerosis) er vaxandi vandamál meðal kviðskilunarsjúklinga. Orsökin er óljós. Sterameðferð, tamoxifen, næring í æð og skurð- aðgerðir hafa skilað mismundandi árangri. Flestar skurðaðgerð- ir við umlykjandi lífhimnuhersli sem greint hefur verið frá hafa verið gerðar í Japan. Efniviður: Greint er frá 63 ára gömlum karlmanni sem greindist með umlykjandi lífhimnuhersli eftir 88 mánaða kviðskilunar- meðferð. Niðursföður: Eftir viðeigandi meðferð við S.aureus lífhimnu- bólgu, var sjúklingur enn alvarlega veikur; lystarlaus, með hita, hækkað CRP og þykknað smágirni á sneiðmyndum. Umlykjandi Læknablaðið 2007/93 331
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.