Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 71

Læknablaðið - 15.04.2007, Síða 71
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA Álvktun: Árangur brottnáms lungnameinvarpa frá nýrna- frumukrabbameini er góður í völdum hópi sjúklinga (29% 5 ára lífshorfur), mun betri en fyrir sjúklinga sem fara ekki aðgerð. Þó verður að hafa í huga að hér er um valinn efnivið að ræða. V-14 BNP-mælingar til að ákvarða meðferðarlengd á ECMO-dælu. - Sjúkratilfelli af 27 ára karlmanni með svæsna hjartaþelsbólgu og hjartabilun Einar Þór Bogason', Bjarni Torfason1-3, Tómas Guðbjartsson1-3, Felix Valsson2 einarthb@gmail. com 'Hjarta- og lungnaskurðdeild og 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 3læknadeild HÍ Inngangur: BNP (brain natriuretic peptide) er hormón sem er losnar úr sleglum hjartans við þan á hjartavöðvafrumum og hefur hækkað gildi á BNP sýnt sterka fylgni við hjartabil- un. Einnig hefur nýleg rannsókn bent til fylgni hækkaðs BNP gildis og lakari árangurs eftir hjartaskurðaðgerð. Lýst er tilfelli af svæsinni hjartaþelsbólgu þar sem beita þurfti ECMO-dælu (extra-corporeal membrane oxygenation) eftir ósæðarrót- arskipti. Sýnt er fram á fylgni milli BNP-mælinga, hjartabilunar og meðferð með ECMO-dælu. Tilfelli: 27 ára karlmaður með tvíblaða ósæðarloku var lagður inn á gjörgæsludeild Landspítala - með nokkra daga sögu um bak- verk og háan hita. Ómskoðun sýndi ígerð í ósæðarrótinni með lokuhrúður á lokublöðum auk alvarlegs lokuleka. Streptococcus mitis ræktaðist úr blóði og var hafin meðferð með sýklalyfjum. Sólarhring síðar var gerð bráðaaðgerð vegna skyndilegrar önd- unar- og hjartabilunar auk losts. Þar kom í ljós tætt óæðarloka með stórri ígerð í ósæðarrótinni sem teygði sig niður á míturlok- una auk fistils inn í vinstri gátt. Skipt var um ósæðarrótina með tilfærslu á kransæðum og notast við lífræna ósæðaarloku án grindar (Freestyle®). Aðgerðin var tæknilega erfið og tók rúmar 10 klst (vélartími: 382 mín, tangartími: 273 mín). Leggja þurfti bæði ósæðardælu (IABP, intra-aortic balloon pump) og ECMO- dælu, sem var veitl úr hægri gátt í lærisslagæð, til að halda uppi súrefnismettun og blóðþrýstingi. Gera þurfti enduraðgerð til blóðstillingar sama sólarhring. Blæðing var veruleg og fékk hann samtals í aðgerð 50 ein. af plasma,37 ein. af rauðkornaþykkni og 11 ein. af blóðflögum. Ástand sjúklings var mjög tvísýnt næstu daga en fór svo hægt batnandi. Sjö dögum frá aðgerð var hægt að fjarlægja ECMO-dælu og tveimur dögum síðar ósæðardælu. Viku síðar var hann tekinn úr öndunarvél og rúmum mánuði frá aðgerð útskrifaður heim. í legunni voru gerðar endurteknar BNP mælingar sem sýndar eru á mynd 1. í ljós kom fylgni BNP- mælinga við annnars vegar hjartabilunareinkenni sjúklings og hins vegar hvenær ECMO-meðferð var hafin og henni hætt. Hins vegar hafði lítil áhrif á BNP þegar ósæðardæla var fjarlægð. Tveimur mánuðum frá aðgerð voru BNP-gildi nánast eðlileg. Álykfun: Geysilega hátt BNP fyrir aðgerð samrýmdist mikilli hjartabilun sjúklings. Við minnkað álag á hjartað með notkun ECMO-dælu Iækkaði styrkur BNP verulega sem og hjartabil- unareinkenni. Þegar ECMO-dælan var fjarlægð og álag á hjartað jókst á ný hækkaði styrkur BNP aftur. Þessar niðurstöður gætu bent til þess að nota megi styrk BNP sem bæði viðmið um virkni og meðferðarlengd með ECMO-dælu. Þar sem um einstakt til- felli er að ræða er Ijóst að frekari rannsókna er þörf. Mynd 1 Styrkur BNP V-15 Miðblaðsheilkenni. Klínisk einkenni og meinafræði Jón Þorkell Einarsson', Jónas G Einarsson', Helgi ísaksson2, Tómas Guöbjartsson3 * * * * * * 10 11, Gunnar Guömundsson' tomasgud@landspitali. is ‘Lungnadeild,2rannsóknastofa í meinafræði og 3hjarta- og lungnaskurödeild Landspftala Inngangur: Miðblaðsheilkenni (Middle lobe syndrome) er sjald- gæft sjúkdómsástand í miðblaði hægra lunga. Lítið er vitað um klínísk einkenni og meinafræði þess. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þessi atriði. Efniviður og aðferðir: Skoðuð voru sjúkragögn sjúklinga þar sem miðblaðið hafði verið fjarlægt (lobectomy) árin 1984 til 2006. Þeir fundust með leit í gagnagrunni Rannsóknarstofu í meinafræði, Landspítala, og sjúkraskýrslur frá klínískum deild- um voru kannaðar. Niðurstöður: Um var að ræða 17 sjúklinga, fjóra karla og 13 konur á aldrinum 2-86 ára (meðalaldur 53 ár). Algengast var að sjúklingar hefðu endurteknar sýkingar (13) og hósta (11). Einnig uppgang (9), mæði (8), brjóstverk (7) og blóðhósta (2) sem einkenni. Átta voru með teppusjúkdóm í lungum. Við skoðun heyrðist önghljóð yfir lungum hjá sjö sjúklingum. Tölvusneiðmyndir voru til af öllum sjúklingunum og sýndu þær þéttingu (9), samfall (9), berkjuskúlk (6) og dreifðar þétt- ingar (4). Hjá einum sást aðskotahlutur í berkju. Alls sáust níu mismunandi vefjafræðilegar orsakir fyrir miðblaðsheilkenni. Algengast var að sjá berkjuskúlk eða hjá átta sjúklingum. Þrír höfðu aðskotahlutsviðbragð. Til viðbótar var algengt að sjá trefjavefslungnabólgu og berkjubólgu. Berkjuspeglun hafði verið gerð í 15 sjúklinganna og var fyrirstaða í miðblaðsberkju hjá einum. Ályktanir: Miðblaðsheilkenni var algengara í konum. Endurteknar sýkingar, hósti, uppgangur og mæði voru algeng Læknablaðið 2007/93 335
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.