Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 89

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 89
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MINNINGAR SKURÐLÆKNIS Framhlið Landspítalans eins og hann leit útfrá upphaft 1930. virkt en hættulegt svo það var bara notað til að ná sjúklingnum niður. Síðan var svæft með eter og það var einfaldlega gert á þann hátt að eternum var dreypt á maskann meðan á aðgerðinni stóð. Þetta var á vissan hátt öruggari aðferð fyrir börn en að nota svæfingavél sem notuð var við svæfing- ar á fullorðnum sjúklingum. Þetta voru ekki fínar svæfingar og sjúklingarnir sváfu oft klukkutímum saman eftir aðgerðir vegna þess að þeir höfðu fengið allt of mikið af svæfingalyfjum. I rauninni var þetta sama aðferð og hafði verið notuð allar götur frá upphafi svæfinga og það má segja að þetta hafi verið að líða undir lok því með komu sérmenntaðra svæfingalækna þá gerbreyttist þetta á mjög stuttum tíma.” Þótti hafa þrönga sérmenntun Sjúkrahúsin í Reykjavík voru fleiri en nú er ef svo má segja því auk Landspítalans og Landakots var Hvítabandið við Skólavörðustíg rekið sem sjúkrahús með aðstöðu til aðgerða og einnig var lyflækningadeild á Heilsuverndarstöðinni við Barónstíg. „Sú deild hafði verið stofn- uð þegar síðasti mænuveikisfaraldurinn gekk 1954-55. Þegar kom að því að skipta vöktum milli spítalanna var fyrirkomulagið þannig að Landspítalinn tók eina viku, Landakot eina viku og Hvítabandið og Heilsuverndarstöðin þriðju vikuna saman. Þá tók Hvítabandið handlækningar og Heilsuverndarstöðin lyflækningar en þó skipt- ust Landspítalinn og Landakot á um að taka við beinbrotum þessa þriðju viku því Hvítabandið hafði ekki röntgentæki. í dag finnst manni skrýtin tilhugsun að reka heilan spítala með aðgerða- stofu án röntgentækja. Fleira gerði aðgerðir á Hvítabandinu erfiðar því í húsinu var engin lyfta og skurðstofan var á annarri hæð en legudeildir á þrem hæðum. Það þurfti því að bera sjúklingana á milli hæða. “ Höskuldur lýsir því að sérnám í skurðlækn- ingum hafi verið með nokkuð öðrum hætti en nú tíðkast. „íslenskir læknar fóru margir til Svíþjóðar í sérnám í skurðlækningum og þar var ekki á þeim tíma um skipulagt sérnám að ræða eins og nú er. Sérnámið fólst í því að menn réðu sig á skurðdeild- ir í ákveðinn tíma og söfnuðu tíma og reynslu í ýmsum greinum skurðlækninga. Þetta var nám sem kom sér mjög vel hér heima því skurðlæknar urðu að geta sinnt flestu ef ekki öllu þegar þeir gengu vaktir á íslensku spítölunum, bæði í Reykjavík og úti á landi. Þegar ég kom heim frá sérnámi í Bandaríkjunum í bæklunarskurðlækningum 1967 hafði ég eingöngu stundað slíkar skurðlækningar þó að fyrsta árinu væri skipt milli taugaskurðlækn- inga og lýtalækninga. Var það talið heppilegra fyrir bæklunarskurðlækni en að fá þjálfun í kvið- arholsskurðlækningum. Þegar ég kom heim þótti ég hafa ákaflega þrönga sérmenntun og það reyndi verulega á mig að taka vaktir á handlækningadeild Landspítalans þar sem ég þurfti að sinna öllu. Þetta bjargaðist allt saman því ég hafði þó verið nógu mikið á handlæknisdeildum til að geta metið sjúklingana og framkvæmt nauðsynlegar algengar aðgerðir en líka metið í hvaða tilfellum var óhætt að bíða fram á næsta dag. Svo höfðu menn ákveðin verkaskipti eins og ég tók að mér að gera við brot en aðrir tóku af mér erfiðari kviðarholsaðgerðir. Þannig gekk þetta fyrir sig á þessum tíma.“ Hin „þrönga” sérmenntun Höskuldar í bækl- unarskurðlækningum var þó ekki þrengri en svo að hann gerði allt sem gera þurfti í þeim efnum. „Það var engin sérhæfing innan sérgreinarinn- ar. Ég sá um öll brot og sinnti bæði börnum og fullorðnum, og allir sjúkdómar í stoðkerfi féllu undir mína grein. Núna er búið að skipta bækl- Bakhlið Landspítalans þarsem horft erfrá inn- keyrslunni frá Barónsstíg. Brúin er fyrir aðkeyrslu sjúkrabíla. Stóru glugga- rnir tveir á annarri hœð eru gluggar þeirra tveggja skurðstofa sem voru á spítalanum á þeim tíma. „ Glugginn á milli er á her- bergi sem hýsti autoklava (sótthreinsunarskáp) og var jafnframt skol. Innsti glugginn á þessari hœð var á skiptistofu (smáaðgerða- stofu), sem jafnan var kölluð „Kórea". Þegar ég hófstörfá spítalanum var búið að steypa upp í innskotin báðum megin til að fá rými fyrir hjúkrunar- stöð, skoðunarherbergi ogfleira. Kórea var þá orðin gluggalaus," segir Höskuldur Baldursson. Læknablaðið 2007/93 353
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.