Læknablaðið - 15.04.2007, Page 92
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL
Golfið er fyrir
alla aldurshópa
- viðtal við Ásgerði Sverrisdóttur
Ásgerður Sverrisdóttir krabbameinslæknir er í hópi fremstu golfkvenna
landsins. Hún var íslandsmeistari tvö ár í röð, 1983 og 1984 og var í kvenna-
landsliðinu í golfi frá 1981 fram til ársins 1995. Hún útskrifaðist úr læknadeild
HÍ árið 1989 og hélt síðan til sérnáms í Svíþjóð og fluttist heim til íslands
árið 2004. Hún hefur ekki tekið þátt í stóru móti undanfarin ár en seg-
ist þó litlu hafa gleymt og er í dag með sömu forgjöf og árið sem hún varð
íslandsmeistari.
„Eftir að við fluttum til Svíþjóðar þá breyttist
þetta talsvert. Það var minna svigrúm til æfinga og
þátttöku í mótum og einnig komu börn til sögunn-
ar þannig að ýmislegt kom í veg fyrir fulla þátttöku
í golfinu. Golf er tímafrek íþrótt og við bjuggum í
Stokkhólmi og erfitt að komast að á golfvöllum
nema í fríum, vinnudagurinn var lengri og birtan á
kvöldin endist ekki jafnlengi og hér heima.”
Ásgerður bendir á að hér á íslandi sé einstak-
lega gott tækifæri til að stunda golfíþróttina, „ ...
þegar veður og árstíðir leyfa, en það er ekki víða
í veröldinni jafn auðvelt og fljótlegt að komast
út á golfvöll einsog hér heima. Það setur reyndar
svolítið strik í reikninginn að ekki er hægt að spila
úti yfir veturinn en á sumrin er birtutíminn svo
langur og hægt að fara eldsnemma á morgnana
eða á kvöldin með litlum fyrirvara.”
Hvenœr byrjaðirðu að spila golf?
„Ég byrjaði að dingla golfkylfum 7-8 ára gömul
því foreldrar mínir voru í Golfklúbbi Ness á
Seltjarnarnesi og 12 ára gömul krafðist ég þess að
fá að taka þátt í meistaramóti klúbbsins.”
Var þetta ekki dálítið óvenjulegt á þessum tíma?
„Jú, þetta þótti svolítið öðruvísi íþrótt og var
nærri óþekkt. Það var helst miðaldra fólk sem spil-
aði golf og klúbburinn á Nesinu var með svolítið
sérstöku yfirbragði. Golfklúbbur Reykjavíkur,
sem ég gerðist síðar meðlimur í, var stærri og með
Hávar öflugt unglingastarf, en það má reyndar rifja upp
Sigurjónsson að hann var upphaflega stofnaður af læknum. Það
356 Læknablaðið 2007/93
voru mjög fáir krakkar að spila golf á þessum tíma
og enn færri stelpur. Ég spilaði bara með strák-
unum og vandist því að þurfa að keppa við þá
líka.”
Og árangurinn lét ekki á sér standa.
íslandsmeistari kvenna tvö ár í röð.
„Það er reyndar skrýtið hvað þetta gekk vel því
á þessum sama tíma var ég á fyrsta og öðru ári í
læknisfræðinni sem voru býsna strembin. En ég
var auðvitað búin að vera spila mjög mikið golf í
mörg ár á undan, hafði verið í landsliðinu og var að
berjast um toppsæti á mótum.”
Hverjar voru þínir helstu sam- og mótherjar?
„Á mínu reki voru Steinunn Sæmundsdóttir,
Sólveig Þorsteinsdóttur, Þórdís Gei'rsdóttir og
Kristín Þorvaldsdóttir en nokkru eldri og reyndari
voru Jóhanna Ingólfsdóttir og Kristín Pálsdóttir.
Síðan koma Karen Sævarsdóttir og Ragnhildur
Sigurðardóttir til sögunnar og hafa báðar verið
íslandsmeistarar margsinnis. Ólöf María, sem er
atvinnukona á Evrópumótaröðinni núna, var að
byrja í lok míns keppnisferils. Við vorum allar að
keppa hver við aðra og æfðum líka saman í lands-
liðinu, þannig að þetta var mjög skemmtilegur
tími.”
Ásgerður segir ekki hægt að bera saman golfið
eins og það var stundað á áttunda áratugnum og
hvernig það er núna.
„Það er eiginlega alveg sama hvar litið er á.
Allar aðstæður til golfiðkunar hafa breyst mikið til
batnaðar. Þegar ég var að byrja í golfinu, þá þótti
mörgum sem þetta væri alls ekki íþrótt fyrir börn
og unglinga og sumir vildu jafnvel banna okkur
aðgang að völlunum. Sem betur fer varð þetta sjón-
armið ekki ofan á og unglingastarfið hefur skilað
gríðarlega góðum árangri, m.a. með atvinnumönn-
um erlendis. Vellirnir eru líka orðnir fleiri og betri
gæði á grasi sem notað er og umönnun vallanna
og því hægt að byrja fyrr á vorin og spila lengra