Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 115

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 115
SERLYFJATEXTAR CIALIS. Lilly ICOS Limited. CIALIS (tadalafil) (ilmuhuðaðar töfiur: 10 mg, 20 mg. G04BE08 Ábendingar: Til meðferðar við ristruflunum.Til þess að CIALIS verki þarf kynferðisleg örvun að koma til. CIALIS er ekki æflað konum. Skammtar og lyfjagjöf: Til inntöku. Fullorónir karlar: Ráðlagður skammtur er 10 mg sem tekinn er fyrir væntanlegar samfarir og án tillits til máltiða. Þeir sjúklingar sem ekki fá viðunandi verkun af tadalafil 10 mg, geta reynt að taka 20 mg. Taka skal lyfið minnst 30 mínútum fyrir samfarir. Hámarksskammtatlðni er einu sinni á sólarhring. Samfelld dagleg notkun lyfsins er alls ekki ráðlögð, þar sem langtlma rannsóknir á öryggi daglegra skammta hafa ekki verið framkvæmdar og einnig vegna þess að verkun tadalafils varir venjulega lengur en I einn sólarhring. Aldraðir karlar: Ekki er þörf á skammtabreytingum fyrir aldraða sjúklinga. Karlar meó skerta nýrnastarfsemi: Ekki er þörf á skammtabreytingu fyrir sjúklinga með væga til miðlungs skerta nýrnastarfsemi. Hjá sjúklingum með mikið skerta nýrnastarfsemi eru 10 mg hæsti ráðlagður skammtur. Karlar meó skerta lifrarstarfsemi: Ráðlagðurskammturaf CIALIS er 10 mg sem tekinn er fyrir væntanlegar samfarir og án tillits til máltiða. Takmarkaðar klinlskar upplýsingar liggja fyrirum öryggi CIALIS fyrir sjúklinga með mikið skerta lifrarstarfsemi (Child-Pluch Class C); ef lyfinu er ávísaó skal læknirinn meta einstaklingsbundinn ávinning/áhættu áður en lyfinu er ávísað. Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um notkun stærri skammta af tadalafil en 10 mg hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Karlar meó sykursýkl: Ekki er þörf á skammtabreytingum fyrir sjúklinga með sykursýki. Börn og unglingar: CIALIS skal ekki gefió einstaklingum yngri en 18 ára. Frábendingar: Tadalafil jók blóðþrýstingslækkandi áhrif nitrata i klinískum rannsóknum. Talið er að það stafi af samanlögðum áhrifum nitrata og tadalafils á nituroxið/cGMPferilinn. Þess vegna má ekki nota CIALIS samhliða neinni tegund lifrænna nitrata. Lyf til meðferðar á óviðunandi stinningu getnaðarlims, þar með talið CIALIS, á ekki að gefa körlum með hjarlasjúkdóm sem ráðið er frá þvl að stunda kynlif. Læknar skulu ihuga þá áhættu sem er af kynlífi fyrir sjúklinga með undirliggjandi hjartasjúkdóm. Eftirtaldir sjúklingahópar með hjarta- og æðasjúkdóma tóku ekki þátt i klinískum rannsóknum og eru þessir sjúkdómar því frábending fyrir notkun tadalafils: sjúklingar sem höfðu fengið hjartadrep á síðustu 90 dögum, sjúklingar með hvikula hjartaöng eða hjartaöng við iðkun kynlifs, sjúklingar með hjartabilun af gráðu 2 eða hærri samkvæmt flokkun NYHA (New York Heart Association) á slðustu 6 mánuðum, sjúklingar með takttruflanir sem hafa ekki svarað meðferð, lágþrýsting (< 90/50 mm Hg), eða lágþrýsting sem hefur ekki svarað meóferð, sjúklingar sem fengið hafa heilablóðfall á siðustu 6 mánuðum. CIAUS skal ekki gefið sjúklingum með ofnæmi fyrir tadalafil eða einhverju hjálparefnanna. Varúð: Kanna skal sjúkdómssögu og rannsókn gerð til greiningar á hvort um ristruflanir só að ræóa og ganga úr skugga um hugsanlega undirliggjandi orsök áður en ákvörðun er tekin um notkun lyfsins. Áður en einhver meðferð við ristruflunum hefst skal læknirinn rannsaka ástand hjarta- og æðakerfis sjúklingsins þar sem nokkur áhætta er fyrir hendi hvað varðar hjartað I tengslum við samfarir. Tadalafil hefur æðavikkandi eiginleika, sem valda vægri og timabundinni lækkun blóðþrýstings og auka því blóðþrýstingslækkandi áhrif nitrata. Alvarlegir hjarta- og æðasjúkdómar, þar með talið hjartadrep, skyndilegur hjartadauði, hvikul hjartaöng, sleglatakttruflanir, heilablóðföll, skammvinn blóðþurrðarköst, brjóstverkir, hjartsláttarónot og hraðataktur hafa komið fram eftir markaðssetningu og/eða i kliniskum rannsóknum. Restir sjúklingar sem fengu slík einkenni höfðu sögu um áhættuþætti fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Hins vegar er ekki unnt að ákveða með vissu hvort þessi tilvik tengjast beint þessum áhættuþáttum, CIALIS, stundun kynlífs eða blöndu þessara eða annarra þátta. Ekki er mælt með notkun hemla fosfódiesterasa af gerð 5 (PDE5 hemla) hjá sjúklingum meó sögu um framlægan blóðþurrðar augntaugakvilla án slagæðabólgu (NAION). Takmarkaðar klínlskar upplýsingar eru fyrirliggjandi um öryggi CIALIS hjá sjúklingum með mikið skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh Class C); ef lyfinu er ávísað skal læknirinn meta einstaklingsbundinn ávinning/áhættu áður en lyfinu er ávlsað. Sjúklingar sem fá stinningu sem varir 14 tima eða meira skal ráðlagt að leita samstundis eftir aðstoð læknis. Só langvinn stinning ekki meðhöndluð strax, geta vefir I getnaðarlim skemmst, sem getur valdið varanlegu getuleysi. Lyf til meðhöndlunar við ristruflunum, þar með talið CIALIS, skulu notuð með varúð hjá sjúklingum með vanskapaðan getnaðarlim (svo sem beygðan lim, bandvefshersli I lim (cavernosal fibrosis) eða Peyronies sjúkdóm) eða sjúklingum meó sjúkdóma sem geta valdið sistöðu getnaðarlims (svo sem sigðfrumublóðleysi, mergæxlisger (multiple myeloma) eða hvitblæði). Við mat á ristruflunum skal einnig kannað hvort undirliggjandi sjúkdómar gætu verið orsakavaldur og veita siðan viðeigandi meðferð eftir sjúkdómsgreiningu. Ekki er vitað hvort CIALIS er virkt hjá sjúklingum með mænuskaða og hjá sjúklingum sem hafa gengist undir grindarholsskurðaðgerð eða algert brottnám blöðruhálskirtils án þess að reynt væri að hlifa taugum. CIALIS skal ekki gefið sjúklingum með arfgengt galaktósaóþol, skort á Lapp laktasa eða skerl frásog á glúkósa-galaktósa. Samhliða gjöf CIAUS hjá sjúklingum sem taka alfa(1) blokka, svo sem doxazósin getur valdið lágþrýstingi með einkennum hjá sumum sjúklingum. Því er ekki mælt með að gefa tadalafil samhliða alfa blokkum. CIAUS skal gefið með varúð sjúklingum sem nota öfluga CYP3A4 hemla (ritonavir, saquinavir, ketókonazól, ítracónazól og erýtrómýcin) þvi dæmi eru um aukið tadalafil álag (AUC) þegar þessi lyf eru gefin samhliða. Ekki hafa verið rannsökuð áhrif og öryggi þess að nota CIAUS samhliða öðrum meðferð-um við ristruflunum. Þvi er ekki mælt með slikri samhliða meðferð. Hjá hundum sem fengu 25 mg/kg/dag eða meira, af tadalafil daglega i 6 til 12 mánuði (samsvarandi að minnsta kosta þrefaldri mestu blóðþóttni (spannar 3,7 - 18,6] sem sóst hjá mönnum eftir einn 20 mg skammt) fundust breytingar á þekjuvef I sáðpiplum sem leiddi til minni sæðisframleiöslu hjá fáeinum hundum. Niðurstöður úr tveim 6 mánaða rannsóknum hjá sjálfboðaliðum benda til þess að þessi áhrif séu ólikleg hjá mönnum. Áhrif af daglegri notkun I lengri tíma hafa ekki verið rannsökuð. Því er dagleg notkun alls ekki ráðlögð. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar vóla: Talið er að CIALIS hafi hverfandi áhrif á hæfni til aksturs og notkunar vóla. Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að meta hugsanleg áhrif. Þrátt fyrir að tíðni tilkynninga um svima I lyfleysu og tadalafil örmum kliniskra rannsókna hafi verið svipuð, skulu sjúklingar vera meðvitandi um hvernig CIAUS verkar á þá, áður en þeir aka eða stjórna vélum. Milliverkanlr: Rannsóknir á milliverkunum voru framkvæmdar með 10 og/eða 20 mg af tadalafil eins og fram kemur hér fyrir neðan. í þeim rannsóknum á milliverkunum sem fóru eingöngu fram með 10 mg af tadalafil, er ekki unnt að útiloka milliverkanir með hærri skömmtum. Áhrif annarra lyfja á tadalafii Umbrot tadalafils fara aðallega fram fyrir áhrif CYP3A4. Ketókónazól (200 mg daglega) er sórtækur CYP3A4 hemill sem tvöfaldaði álag (AUC) tadalafils (10 mg) og jók Cmax um 15% samanborið við AUC og Cmax þegar tadalafil var gefið eitt sér. Ketókónazól (400 mg daglega) fjórfaldaði álag (AUC) tadalafils (20 mg) og jók Cmax um 22%. Ritonavir (200 mg skammtur gefinn tvisvar á dag), sem er próteasa hemill sem hemur CYP3A4, CYP2C9, CYP2C19 og CYP2D6, tvöfaldaði álag (AUC) tadalafils en hafði engin áhrif á Cmax- Þrátt fyrir að sórstakar rannsóknir á milliverkunum hafi ekki farið fram, er mælt með að aörir próteasa hemlar, svo sem saquinavir og aðrir CYP3A4 hemlar, eins og erýtrómýcin, klaritrómýcin og Itrakónazól, greipaldinsafi sóu gefnir samhliða með varúð þvi líklegt er að þeir auki þóttni tadalafils i plasma. Þar af leiðandi gæti tíðni aukaverkana aukist. Hlutverk flutningspróteina (til dæmis p-glýkóprótein) við útskilnað tadalafils er óþekkt. Milliverkanir við lyf sem hafa áhrif á flutningsprótein er því möguleg. Rifampicin sem önrar CYP3A4 lækkar AUC tadalafils um 88%, samanborið við AUC þegar tadalafil er gefið eitt sér (10 mg skammtur). Búast má við að samhliða gjöf annarra lyfja sem ön/a CYP3A4 eins og fenóbarbital, fenýtóin eða karbamazepin muni einnig draga úr aðgengi tadalafils. Áhrif tadalafils á önnur lyf:Tadalafil (10 og 20 mg) jók blóðþrýstings-lækkandi áhrif nitrata í klínískum rannsóknum. Því má ekki gefa CIALIS samhliða neinum lífrænum nitrötum. Niðurstöður kliniskrar rannsóknar þar sem 150 einstaklingar fengu tadalafil 20 mg daglega i 7 daga og 0,4 mg nitróglýcerin undir tungu á ýmsum timum, staðfesta að milliverkunin varði i meira en 24 tima og ekki varð vart við þessa milliverkun 48 timum eftir töku siðasta tadalafil skammts. Þegar gjöf nitrata er talin nauðsynleg við aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir sjúkling sem hefur fengið CIALIS ávisað, skulu minnst 48 timar vera liðnir frá siðasta CIAUS skammti áóur en gjöf nitrata er ihuguð. Vió þessar kringumstæður, ætti eingöngu að gefa nitröt undir eftirliti læknis með viðeigandi vöktun á blóöþrýstingi. Ekki er talið að tadalafíl hafi klínisk áhrif til hömlunar eða aukningar á útskilnaði lyfja sem eru umbrotin af CYP450 samsætuformum. Rannsóknir hafa staðfest að tadalafil hvorki hemur nó örvar CYP450 samsætuform, þar með talin CYP3A4, CYP1A2, CYP2D6, CYP2E1, CYP2C9 og CYP2C19. Tadalafil (10 og 20 mg) hafði engin klinisk marktæk áhrif á AUC S-warfarins, eða R-warfaríns (CYP2C9 hvarfefni) og tadalafil hafði engin áhrif á lengingu prótrombintima sem warfarín veldur. Tadalafil (10 og 20 mg) hafði engin áhrif á lengingu blæðingartíma sem acetýlsalicýlsýra veldur. í lyfjafræðirannsóknum á lyfhrifum var kannað hvort tadalafil yki blóðþrýstingslækkandi áhrif blóóþrýstingslækkandi lyfja. Helstu flokkar blóðþrýstingslækkandi lyfja voru rannsakaðir þar með taldir kalsíumgangalokar (amlódipln), ACE (angiotensin converting enzyme) hemlar (enalaprll), beta-adrenvirkir viðtakablokkar (metóprólól), tlazlð þvagræsilyf (bendroflúazið), og angiotensln II viðtakablokkar (ýmsar tegundir og skammtar, einir sér eða samhliöa með tíazlðum kalsíumgangalokum, betablokkum og/eða alfablokkum). Tadalafil (10 mg ef frá eru taldar rannsóknir með angiotensin II viðtakablokkum og amlódipín, en þá var 20 mg skammtur notaður) hafði engar kliniskar marktækar milliverkanir við neinn þessara lyfjaflokka. í annarri klíniskri rannsókn á lyfhrifum tadalafils (20 mg) var samhliða meðferð rannsökuö með allt að 4 flokkum blóóþrýstingslækkandi lyfja. Hjá einstaklingum sem tóku mörg blóðþrýstingslækkandi lyf, virtust breytingar á blóðþrýstingi við komu á göngudeild tengjast þvi hversu góð blóöþrýstingsstjórn var. Hjá einstaklingum f rannsókninni þar sem náðst hafði góð blóóþrýstingsstjórn, var blóóþrýstingslækkunin I lágmarki og svipuð því sem sést hjá heilbrigóum einstaklingum. Hjá einstaklingum i rannsókninni sem höfðu ekki svarað blóðþrýstingslækkandi meðferð, var lækkunin meiri en tengdist ekki blóðþrýstingslækkandi einkennum hjá meirihluta sjúklinganna. Tadalafil 20 mg samhliöa meðferð með blóðþrýstingslækkandi lyfjum getur valdið blóðþrýstingslækkun, sem (undantekning alfa blokkar - sjá hór að neðan) er venjulega væg og hefur liklega engin klíniskt áhrif. Greining á gögnum úr 3 stigs rannsóknum sýndi engan mun á aukaverkunum hjá sjúklingum sem tóku tadalafil með eða án blóðþrýstingslækkandi lyfja. Hins vegar skal veita þessum sjúklingum viðeigandi upplýsingar um mögulega blóðþrýstingslækkun ef þeir eru meðhöndlaðir með blóóþrýstingslækkandi lyfjum. Tadalafil (20 mg) samhliða doxazósini (8 mg daglega), sem er alfa (1 A)-adrenvirkur viðtakablokki, jók blóðþrýstingslækkandi verkun doxazósíns. Þessi áhrif voru viðvarandi 12 timum eftir gjöf og voru I flestum tilvikum horfin eftir 24 tima. Reiri einstaklingar höfðu hugsanlega klínískt marktæka blóðþrýstingslækkun i standandi stöóu í hópnum sem fékk bæði lyfin. Sumir einstaklingar fengu svima en yfirliði var ekki lýst. Ekki hafa verið gerða rannsóknir með lægri skammta af doxazósini. Þvi er ekki mælt með samhliöa gjöf tadalafils og alfa blokka. I einni rannsókn á 18 heilbrigöum sjálfboðaliðum, hafði tadalafil (10 og 20 mg) engin marktæk klinisk áhrif á blóðþrýstingsbreytingar vegna tamsulósins, sem er sértækur alfa (1A)- adrenvirkur viðtaka blokki. Ekki ervitaö hvort unnt eraðyfirfæra þessár niðurstöður á aðra alfa (1 A)-adrenvirka viðtakablokka. Tadalafil (10 eða 20 mg) hafði engin áhrif á þóttni áfengis i blóði (meðalþéttni i blóði 0,08%). Auk þess fundust engar breytingar á þóttni tadalafils 3 timum eftir samhliða notkun áfengis. Áfengisgjöf var hagað til að hámarka frásogshraða áfengis (fastandi að morgni og engin fæðuinntaka heimiluð fyrr en 2 timum eftir gjöf áfengis). Tadalafil (20 mg) jók ekki meðaltals blóðþrýstingslækkandi áhrif áfengis (0,7 g/kg eða um 180 ml af 40% áfengi [vodka] i 80 kg karlmann) en sumir einstaklingar urðu varirvið stöðubundinn svima og róttstöðu blóðþrýstingslækkun. Þegar tadalafil vargefið samhliða lægri skömmtum áfengis (0,6 g/kg), varð ekki vart við blóðþrýstingslækkun og tiðni svima var sambærileg við áfengi eitt sór. Tadalafil (10 mg) jók ekki áhrif áfengis á skilvitlega starfsemi.Sýnt hefur verið fram á að tadalafil auki aógengi etinýlestradíóls til inntöku ; gera má ráð fyrir svipaðri aukningu á aðgengi terbútalins til inntöku, þó klinísk áhrif sóu óþekkt. Þegar tadalafil (10 mg) var gefið samhliða teófýllíni (ósértækur fosfódiesterasa hemill) I rannsókn á lyfhrifum, fannst engin milliverkun við lyfjahvörf. Einungis varð vart vió væga aukningu á hjartslætti (3,5 slög/mln). Þrátt fyrir að þetta sóu væg áhrif og hafi ekki haft kliniska þýðingu I þessari rannsókn skulu þau höfð I huga ef þessi lyf eru gefin samhliða. Rannsóknir á milliverkunum við sykursýkislyf hafa ekki verið framkvæmdar. Aukaverkanir: Algengustu tilkynningar um aukaverkanir eru höfuðverkur, meltingartruflun. Mjög algengar (>10%) Höfuðverkur, meltingartruflun. Algengar (1-10%): Svimi, andlitsroði, nefstífla, bakverkur, vöðvaverkur. Sjaldgæfar aukaverkanir (0,1-1%): Þroti i augnlokum, tilfinning sem lýst er sem augnóþægindi og blóóhlaupin augu. Aukaverkanir sem tilkynnt var um vegna tadalafils voru tímabundnar og yfirleitt vægar eða miölungs alvarlegar. Takmarkaðar upplýsingar eru um aukaverkanir hjá sjúklingum eldri en 75 ára. Aukaverkanir sem örsjaldan koma fyrir og tilkynnt hefur verið um eftir markaðssetningu hjá sjúklingum sem taka tadalafil eru: Augu: Framlægur blóðþurrðar augntaugakvilli án slagæðabólgu (NAIÓN).þokusýn, sjónsviðsskeróing, æðastiflun i sjónu. Líkaminn í heild: ofnæmisviðbrögð með útbrotum, ofsakláða, andlitsbjúg, Stevens-Johnson heilkenni og skinnflagningsbólgu. Hjarta- og æðakerfi: Alvarlegir hjarta- og æðasjúkdómar, þar með talið hjartadrep, skyndilegur hjartadauði, hvikul hjarlaöng, sleglatakttruflanir, heilablóðföll, skammvinn blóðþurrðarköst, brjóstverkir, hjartsláttarónot og hraðataktur hafa komiö fram eftir markaðssetningu og/eða i klíniskum rannsóknum. Flestir sjúklingar sem fengu slik einkenni höfðu sögu um áhættuþætti fyrir hjarta- og æöasjúkdóma. Lágþrýstingur (algengara að komi fyrir þegar tadalafil er gefið sjúklingum sem þegar taka blóðþrýstingslyf), háþrýstingur og yfirlið. Húð og undirhúð: mikil svitamyndun. Meltingarfæri: kviðverkir og maga- vólindisbakflæði. Þvag- og kynfæri: reðursistaða og langvarandi stinning. Pakkningar og verð (apríl 2006): CIALIS 10 mg x 4 stk: 5.196 kr. CIALIS 20 mg x 4 stk: 4.599 kr. CIALIS 20 mg x 8 stk: 8.397 kr. Lyfiö er lyfseðilsskylt (R) og sjúklingur greiðir þaö að fullu (0). Samantekt á eiginleikum lyfs er stytt í samræmi vió reglugerð um lyfjaauglýsingar. Hægt er aö nálgast samantekt um eiginleika lyfs í fullri lengd hjá Eli Lilly Danmark A/S Útibú á íslandi, Brautarholti 28,105 Reykjavík. Eli Lilly - Útibú á fslandi - Brautarholti 28 - pósthólf 5285 125 Reykjavík • Sími 520 3400. fax 520 3401 ■ www.lilly.is Cialis. (tadalafil) Læknablaðið 2007/93 379
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.