Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 8
INNGANGUR RITSTJOR.\
Felman eru bæði prófessorar við Yale háskóla þar sem þau kenna frönsku
og bókmenntafræði. Bæði eru þekkt fyrir að beita sálgreiningu í skrifum
sínum, en á síðustu árum hafa þau einnig kemit námskeið sem blanda
saman lögfræði og bókmenntum. Greinarnar t\'ær eru um rnargt skyldar
þó að Brooks og Felman leggi ólíkar áherslur. Báðar eru mótaðar á af-
byggingarfræðum í anda þess sem belgíski bókmenntafræðingurinn Paul
de Man kynntd fyrir Bandaríkjamönnum á áttunda áratug síðustu aldar,
en hann var líkt og þau kennari við Yale háskóla. Að sama skapi byggja
báðar ritgerðirnar á hinu þekkta en umdeilda verki Freuds, Handan
vellíðnnarlögniálsins (1920) sem hann skrifaði á seinni hluta ferils síns, en
þar setur hann fram hvatakenningu sína, um tvískiptinguna í dauðahvöt
og lífshvöt.
I „Flandan Odipusar: Dæmisaga sálgreiningarinnar" setur Felman
saman brotakenndan texta franska sálgreinandans Jacques Lacan með
það fyrir augum að færa sálgreininguna til Kólonos, þangað sem Odipus
fer blindur og útskúfaður í framhaldi Sófóklesar að Odipnsi konungi.
Goðsagan um Odipus er endurtekin í tilraun sálgreiningarfræðanna til
að útiloka kenningar Freuds í Handan vellíðunarlögmálsins, en með hug-
myndum sínum um dauðahvötina ögrar hann viðteknum hugmjmdum
um vellíðunarlögmálið og því kerfi óskauppfyllinga sem Freud setti fram
í Draumráðningum (1900). I Kólonos segir Felman Odipus færa hlut-
skipti sitt í orð, áherslan er á talathöfnina fremur en að bera kennsl á
uppruna sinn, ólíkt því sem var í Ödipusi konungi. Líkt og Odipus, sem er
dæmdur til að uppgötva fortíð sína, byggir sálgreiningin kenningu sína á
persónulegum kennslum. Undir lokin tekur Odipus á sig sögu sína, þeg-
ar hann segir: „Verð ég þá fyrst maður, nú þegar ég er ekkert?“
Sú hugmynd að það sé fyrst á lokastundinni sem saga okkar verður til,
er lykilatriði í ffásagnarfræðilegum lestri Peters Brooks í kaflanum
„Meistaraflétta Freuds - líkan fyrir frásagnir", en Brooks telur viðfangs-
efni Freuds í Handan vellíðunarlögmálsins á óbeinan hátt vera „ffásagnar-
leika“ lífsins. Brooks varpar fram þeirri spurningu hvort allar frásagnir
séu ekki í eðli sínu minningargreinar, hvort skilningur okkar á sögulok-
um sé ekki alltaf mótaður af hinum mannlegu endalokum, dauðanum.
Hann setur fram þá tilgátu að djarfasta markmið Freuds með verki sínu
Handan vellíðunarlög?nálsins gæti hafa verið það að koma fram með kenn-
ingu um kraft lífsins og þann ffásagnarskilning sem við ljáum tilvist okk-
ar. I lönguninni eftir endalokunum finnuin við kjarnann í meistarafléttu
6