Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 164
SHOSHANA FELMAN
gleymst hefar hvaða hlutverki hinn skapandi sannleikur gegn-
ir þegar hann myndast. (S—II, 29)
Á mótsagnakenndan máta er Ödipusargoðsagan undirstaða sálgreining-
ar sem vísindagremar einmitt vegna þess að hún líkamnar gleymsku sína.
Og þessi vísindi líta aðeins með velþóknun á sig sem vísindi (án vand-
kvæða) þegar þau nánast gleyma skáldskaparlegu upphafi sínu, augnablik-
inu þegar þau urðu til, með öðrum orðum, þegar þau nánast gleyma að
þau geta þakkað goðsögu sköpun sína og þekkingar framleiðslu. Að þessu
leyti er sálgreiningin, sem hugsar uin hið raunverulega á táknrænan
máta, ekki svo ólík öðrum vísindagreinum (t.d. eðlisfræði). Hver vísinda-
grein á sér rætur í skáldskaparlegu augnabliki, skapandi skáldskapur (til-
gáta) býr við undirstöður sérhverrar kenningar.
Með því að styðjast við myndhverfingu úr eðlisfræði er hægt að segja
að hin skapandi, skáldaða goðsaga sálgreiningarinnar hafi sörnu þýðingu
fýrir hana sem vísindagrein og Heisenberg-lögmálið hefur fyrir nútíma-
eðlisfræði: Einkenni goðsögulegrar frásagnar svipar um margt til óvissu-
lögmáls sálgreiningarkenningarinnar. Hún stangast ekki á við vísindin -
hún skaparþau - svo framarlega sem hún er ekki ranglega talin vera vissu-
lögmál.
Spurningin um stöðu vísinda í sálgreiningu snýst því ekki, samkvæmt
Lacan, um hugarstarf heldur skuldbindingu. Og slík viðurkenning á goð-
sögu sálgreiningarinnar felur ekki í sér þá kröfu að litið sé með velþókn-
un á goðsöguna, heldur sýnir hún þörfina fyrir hana og mikilvægi þess að
fara handan hennar.
Vísindi eru drifkrafturinn sem felst í því í\ð fara handan. Vísindamað-
urinn skuldbindur sig í senn til að viðurkenna goðsöguna og leitast um
leið við að fara handan goðsögunnar. Vísindunum er fyrst lokið þegar
þessari (goðsögulegu, frásagnarlegu) færslu að „fara handan“ lýkur. Goð-
sagan ríkir aðeins á kosmað vísindanna þegar hún er ekki viðurkennd og
því er trúað að hún sé vísindi. Það er einmitt á þeirri stundu þegar við
höldum að við séum handan goðsögunnar sem við erum skáldskapur
(gefum okkur skáldskapnum á vald). Það er ekkert „handan“ goðsögunn-
ar - vísindin eru alltaf á einn eða annan hátt, ný (sköpuð) goðsaga.
Það er ekkert handan við frásagnarlega færslu goðsögunnar. En frá-
sagnarleg færsla goðsögunnar er einmitt það sem getur flutt okkur hand-
an við hana sjálfa, ef við þorum að fara þangað.
162