Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 72
SIGURÐUR J. GRETARSSON
maður mikilvægrar meðferðarstöðvar fyrir andlega vanheil börn, án þess
að hafa til þess viðhlítandi þjálfun. Hann hélt því fram af eðlislægum
myndugleik að einhverfa bama, autism á ensku, væri til komin vegna til-
finningakulda foreldra þeirra. Sú kenning hafði í för með sér meðferð
þar sem mikilvægt var að meina foreldmm einhverfra barna að hitta
börnin sín. Sálfræðin - með sínar einstrengingslegu mælingar - sýndi að
þessi kenning er röng. Ekkert sérstakt samband er milli einhverfu barna
og tilfinningakulda foreldra.13
Víðsýnn mannskilningur - sýn á manninn með dýrslegt eðli á aðra
hlið og metnað guðanna á hina - er ekki sterkasta hlið sálfræðinnar og
varla helsta verkefiii hennar. Aðalsmerki og einkenni hemrar heftu verið
hlutlægt sjónarhorn og tilraunaaðferð. Þetta hefur hefur haldið greiniimi
við jörðina og er að því leytinu kostur. En hlutlægnisáherslur greinarmn-
ar og margvísleg gKma hennar við vísindaheimspeki raunHsinda á tutt-
ugustu öld kunna að hafa tafið kenningasmíð hennar, meðal annars urn
sálarlífshugtök. Það hefur tdl dæmis löngum vafist fyrir sálfræði að móta
einn samhæfðan skilning á almennum sálarlífshugtökum, eins og vilja,
þrá, skoðun og trú. En það er saga sálfræðinnar, sýn hennar á sjálfa sig,
aðferðir hennar, kenningar og niðurstöður, ffernur en ótti sálfræðinga
við hið óþekkta sem skýrir fálæti hennar um sálgreiningu.
Höfundarverk Freuds er ekki aðeins um sálfræðileg viðfangsefni í
venjulegum skilningi orðanna. Rit hans um trúarbrögð og þróun menn-
ingar sem hann ritar tiltölulega seint á ferli sínum setja kenningu hans
mn skapgerðarmótun og sálarmein í samhengi við afar voldug Hðfangs-
efhi, eðli trúar og eðli menningar.14 Sú hlið sálgreiningarinnar hefur
treyst sess hennar í samfélags- og bókmenntarýni, í guðffæði, mannfi'æði
og félagsfræði. Þar heyrist mér sálgreining vera í fullu fjöri og ekki erindi
mitt hér að leggja dóm á þær kenningar. En í sálfræði heyrir sálgreining
sögunni til sem raunvísindaleg kenning og það er engin skömm að því.
Þá eru þeir líka allmargir sem aðhyllast sálgreiningu sem eins konar
lífsskoðtm eða sýn. Margir fræðimenn, til dæmis Lacan og Ricoeur, hafa
hafnað því að sálgreining eigi eða þurfi að eltast við vísindalega staðfest-
ingu af því tagi sem hér hefur verið lýst. Afstaða Freuds sjálfs til þess var
13 Pollak, R. (1995). The creation ofDr. B: A biography ofBnmo Bettelbeim. New York:
Simon & Schuster.
14 Freud, S. (1997). Undir oki sibnenningar [þýð. Sigurjón Björnsson]. Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag.
7°