Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 22
HÖGNI ÓSKARSSON
fræðinga eða rithöfnnda, kannski vegna ótta um að verða álitnir óþjóð-
hollir; kannski af ómeðvitaðri ritskoðun, til að fela reynslu, sem ekki var
hægt á neinn hátt að gera skiljanlega í rituðu máli. Það var skoðun Seb-
alds að flest það sem ritað var af Þjóðverjum um hörmungarnar á fyrstu
áratugunum eftir stríðið hafi á einn eða annan hátt átt að fela áföllin.
Heinrich Böll skrifaði reyndar skáldsögu um tímabilið, Engillinn seni
þagði (þ. DerEngel Schwieg), sem var raunsönn frásögn um hryllinginn og
bölmóðinn, um hina ytri og innri eyðileggingu, hinn lifandi dauða.13
Bókin var ekki gefin út fyrr en 1992 rúmlega 40 árum eftir að hún var
skrifuð.
Kannski var þetta leið þess, sem hafði tapað, til að ögra sigurvegurun-
um, láta eins og ekkert hefði í skorist. Þrátt fyrir fhykinn, þrátt fyrir
skordýr og rottur, þrátt fyrir nöturlega fæðu og mengað vatn, þrátt fyrir
hópa heimilislausra sem lifðu á berangri eða í rústum. Ekki skyldi ski'á
þessar staðreyndir, heldur afneita þeim, samsama sig sigurvegaranum á
yfirborðinu, hefja nýja byrjun. Þjóðverjar kröfðu bandamenn aldrei um
skýringar á hinum skefjalausa hernaði gegn óbreyttum borgurum, siðlaus
eins og hann var; sigurvegarinn hefur alltaf réttinn sín megin. Líklegra
er þó að slík kröfugerð hefði orðið ansi snúin fyrir þjóð sem hafði drep-
ið milljónir í gasklefum og þrælað ótölulegum fjölda til dauða í vinnu-
búðum og verksmiðjum. Það kann að vera að margir hafi litið á eld-
sprengjtumar sem réttláta refsingu, ekki sem brjálaðan stríðsrekstur. Ekki
má gleyma því, að það voru Þjóðverjar sem voru upphafsmenn loftárása
á varnarlitlar borgir; Guernica, Amsterdam, og Lundúnir svo dæmi séu
tekin.
Hér að framan má sjá að margt er líkt með aðferðum einstaklingsins
og stórra hópa, jafnvel heilla þjóða, til að mæta og laga sig að stórum
áföllum eða missi. Hinar ómeðvimðu aðferðir Austerlitz og þýsku
þjóðarinnar eru þær sömu og heilbrigðisstarfsmenn sjá hjá fórnar-
lömbum stóráfalla og ofbeldis, sem koma til meðferðar vegna áfalla-
röskunar (e. post-traumatic stress disorder, PTSD). Þó svo að mörgum þyki
áfallaröskun vera tískuhugtak, er það engu að síður svo að sé ekki
brugðist rösklega og faglega við, er hætt við að einstaklingurinn, eða
jafhvel hópurinn, sé dæmdur til að berjast við lítt meðvituð vandamál,
sem geta gosið upp af litlu og illskiljanlegu tilefni.
13 H. Böll. Der Engelschwieg. Köln, 1992.
20