Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 39
FREUD UM SIÐMENMNGU OG SAMFÉLAG
Þannig má sjá að heimspekileg afstaða Freuds birtist í andstöðu við
ffumspeki, efasemdum um fyrirbærafræði, sem hann telur einfeldnings-
lega vegna þess að hún hafnar hinu dulvitaða, og trú á vísindalega aðferð.
Þessi einkenni gætu gert Freud að rökfræðilegum raunhyggjumanni ef
ekki væri fyrir það að hugmynd hans um vísindi virðist ekki vera í sam-
ræmi við rökfræðilega raunhyggju.12 Einkum er erfitt að gera sömu kröfu
um sannanleika til kenninga hans og rökfræðileg raunhyggja gerir til vís-
indakenninga. Þetta á við hvort sem við föllumst á túlkun Griinbaums á
vísindaskilningi hans eða göngum út frá sjónarhorni Ricoeurs. Freud tel-
ur til dæmis að skýringagildi hugtaks dulvitundarinnar sé meginréttlæt-
ing þess.13 Sú krafa er talsvert veikari en krafa rökfræðilegrar raunhyggju
um réttlætingu og er í meira samræmi við hugmyndir pragmatista um
hugtök vísindanna.14
Um miðja síðusm öld var talsvert skrifað um hvort og með hvaða hætti
kenning Freuds uppfyllti kröfur vísindalegrar aðferðar. Meginefasemd-
imar um kenninguna vora settar fram af heimspekingum eins og Karli
Popper, sem benti á að enga niðurstöðu sálgreiningarinnar væri mögulegt
að afsanna. Væri því haldið fram að einstaklingur hefði tiltekna duld eða
beitti tilteknum vamarhætti gæti kenningin ekki með nokkru móti lýst
skilyrðum sem dygðu til að sýna fram á að slíka tilgáta væri röng. Þannig
væri í raun enginn munur á niðurstöðum sálgreiningarinnar annarsvegar,
hugdettum eða tilviljanakenndum tilgátum hinsvegar. Þó að afstaða vís-
indanna til sálgreiningar Freuds hafi ekki breyst og ekki beri á tilraunum
tál að fella hana í ramma raunvísinda, þá má segja að deilan um hversu vís-
indaleg kenningin væri hafi fyrst og fremst markað „menningarmun“
tveggja ólíkra hópa fræðimanna. Annarsvegar þeirra sem starfa að sál-
greiningu og fást við kenningar hennar, hinsvegar raunvísindamanna, vís-
indaheimspekinga og sálffæðinga. Þennan menningarmun má sjá á
margskonar samræðu sálgreiningar og raunvísinda í gegnum tíðina.1'’
Um gagnrýni sálfræðinnar á sálgreiningu er fjallað annarsstaðar í
12 Sjá Daniel Berthold-Bond (1989). „Freud’s Critique of Philosophy“. Metaphilosophy
(20) 3&4, bls. 276.
13 Sjá t.d. „Sjálfið og þaðið“, bls. 246-250.
14 Sjá til dæmis John Dewey (1938) Logic: The Theory oflnquiry. Later Works 12. bindi,
University of Southem Illinois Press, 1986.
15 Sjá til dæmis Sidney Hook (1958a) „Science and íMythology in Psychoanalysis“ og
Emest Nagel (1958) „Methodological Issues in Psychoanalytic Theory“ í Sidney
Hook ritstj. (1958).
37