Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 78
SIGURJÓN BJÖRNSSON
II Helstu skrif Freuds um trúmál
Freud skrifaði talsvert um trúmál. Má víða í ritum hans rekast á umsagn-
ir og athugasemdir um þau efni. Og í einkabréfum hans bregður stöku
sinnum f\Tri r glósum í þá átt. Eitt sinn kallar hann sig t.a.m. „iðrunarlaus-
an trúleysingja“, að vísu í gamantón.
Hér á eftir verður gerð htillega grein fyrir helstu skrifum Freuds mn
trúmál, þó að fara verði afar fljótt yfir sögu. En áður en að því efhi kem-
ur er rétt að víkja lítillega að ffæðilegum undirbúningi og andrúmslofd á
háskólaárum Freuds. Hann hóf nám í læknisffæði við læknadeild háskól-
ans í Vínarborg árið 1873, aðeins sautján ára gamall, en útskrifaðist ekká
sem læknir fyrr en árið 1881. I rauninni hafði hann ekki mikinn áhuga á
að verða læknir, en sagðist hafa neyðst til þess af fjárhagsástæðum. Ahugi
hans beindist að öðru. Hann sótti fyrirlestra í heimspeki og náttúruvís-
indum, því umffam allt vildi hann verða vísindamaður og stunda rann-
sóknir. Meðan á læknanámi stóð og fjTSt á eftir (1876-1882) vann hann
að taugaffæðilegum rannsóknum á rannsóknarstofu prófessors Briicke,
sem var með þekktustu vísindamönnum Ewópu á sínu sviði. Sýndi Freud
þar frábæran árangur og birti margar Hsindagreinar. Síðan hélt hann
áfram tauga- og heilarannsóknum í nokkur ár ásamt sérnámi í geð _ og
taugasjúkdómum. Hann var yfirlæknir á barnadeild í taugasjúkdómum
frá 1886-1892. Ritaskrá Freuds til ársins 1897 - að undansldliimi bók-
inni Studien iiber Hysterie (1895) og tveimur til þremur ritgerðum, sem
teljast tál sálfræðiverka hans - nær yfir 25 ritgerðir mn taugaranlsóknir,
tvær bækur um málstol og heilalamanir hjá börnum og fimm bækur
þýddi hann á þessu tímabili (eina eftir John Stuart Mill og tvær bækur
efiár Charcot og Bernheim hvorn fyrir sig).
Prívatdósent varð hann við læknadeild Vínarháskóla 1885, þó að gyð-
ingur væri, en lengi mátti hann bíða eftár prófessorstátlinum.
Þessi upptalning ætti að nægja tál að sýna, að þegar Freud hóf sálfræði-
störf sín, var hann orðinn þrautskólaður sem rannsóknamaðm og naut
enda mikils álits sem slíkur. Rannsóknir hans einkenndust af þróunarleg-
um viðhorfum. Hann leitaðist við að rannsaka þróun taugakerfisins frá
frumstæðustu dýrum og tál mannsins. Hjá Freud sem og mörgum öðrum
tengdist þetta þróunarrannsóknum og kenningum Daiævins og raunar
hjá Freud einnig erfðakenningu Lamarcks. Andrúmsloftið einkenndist af
vísindalegri bjartsýni, efhishyggju og trú á vísindalegar aðferðir.
76