Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 172
PETERBROOKS
hlutum, að megininntak myndlíkingarinnar búi í „spennunni“ þar á
milli. Frásögn virkar sem myndlíking með staðfestingu sinni á skyldleika,
hún færir saman ólíkar aðgerðir, bindur þær saman með þeiin skynjuðu
einkennum sem þær eiga sameiginlegar (algeng staðhæfing Todorovs),
fellir þær saman í sameiginlega fléttu, sem hafnar óvæntmn (eða ólæsi-
legum) atburðum. Flétta er bygging aðgerða í lokuðum og læsilegmn
heildum; myndlíkingin er myndmálið sem hún notar til að ná fram hin-
um innri tengslum og fléttan verður þtú að vera myndhverfing að því
leyti sem hún skapar heild. Samt er það jafn augljóst að lykilatriði ffá-
sagnarirmar er á ákveðinn hátt ekki myndhverfingin heldur nafnskipti;
ímynd nálægðarinnar og samsetningarinnar, hinna setningaffæðilegu
tengsla.3 Lýsing frásagnarinnar þarfnast nafnskiptaima sem aðalhlekksins
í hinni táknrænu keðju; undanfara og afleiðingar, færslunnar á milli at-
riða, hreyfingar í átt að myndun heildar fyrir tilstilli þrárinnar.
Það er vandkvæðum bundið að nota „hið-sama-en-ólíka“ sem
skýringu á frásögn vegna þess að slík framsetning gerir ráð fyrir sam-
tímaleika og stöðvun, skilyrðislausu rúmffæðilegu líkani hins tíina-
bundna. Todorov, trúr kenningum Propps, viðurkennir nauðsyn þess að
skoða samhengið, röðina og viðmiðunargrunninn, og skýrir skilgrein-
ingu sína með þessum orðum: „Frekar en að vera einungis ‘tveggja hliða
peningur’ er hún [umbreytingin] aðgerð sem liggur í tvær áttir: Hún
staðfestir strax skyldleika og mismun; hún kemur hreyfingu á tímann og
stöðvar hann um stundarsakir, með einni hreyfingu; hún leyfir orðræðu
að öðlast merkingu án þess að þessi merking verði einungis upplýsingar;
í stuttu máli gerir hún frásögn mögulega og afhjúpar skilgreiningu henn-
ar“ (Todorov 1977, 240). Hugmyndin um hina tvöföldu aðgerð gagnvart
tímanum minnir okkur aftur á þá staðreynd að frásagnarmerking er þró-
uð í tíma, að sérhver frásögn tekur þátt í því sem Proust kallaði „un jeu
fornúdable ... avec la Temps“, og þessi leikur með tíma er ekki bara til í
heimi tilvísana (eða íföflunni) heldur einnig í frásögninni, ísjuzet, þó það
3 I grein sem birtíst síðar, bætir Todorov hugtakinu „raðir“ (e. successioii) við „um-
myndanir" (e. traiisforviatimi) og sér þetta tvennt sem skilgreiningu ffásagnar. Hann
ræðir jafnffamt möguleikann á að leggja þessi t\'ö hugtök að jöfnu við hugtök Jak-
obsons um „myndhvörf' (e. metaphor) og „nafnskipti“ (e. metonymy) og segir að
„tengingin sé möguleg, en virðist þó ekki vera nauðsynleg.“ Tbdorov: „The Two
Principles of Narrative", Diaaitics, 1971, s. 42. Það mælir ekkert gegn því að halda
hugtaki Jakobsons sem hinu „ráðandi hugtaki" og vísa þannig til þeirra tveggja sjón-
armiða sem móta næstum alla texta.