Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Page 31
OTTINN VIÐ SALINA
hætta að nýta sér þegar hann breytist úr lifandi veru í liðið lík.10 En líkt
og hugurinn er sáhn að öllum líkindum líffænt fyrirbæri og verður, alla-
vega í þessu lífi, aðeins reynd í líkama.
Sálina má skilgreina sem það skipuleggjandi lífslögmál sem einstak-
lingurinn upplifir sem tjáningu lífsins í huga sínum. Hún er sjálfstæð
æðri vitund um persónuleikann sem verður til fyrir tilstuðlan tengsla
sjálfsins við heildarveru einstaklingsins, vitund og dulvitund í senn, og
eitthvað sem fer sínu fram óháð vilja hans. Sálin er þannig virkur eigin-
leiki líkt og hugurinn, en með öðrum hætti þó. Munurinn felst í því að
sálin er ekki eitthvað sem einstaklingurinn fær möndlað með, beitt eða
breytt. Sjálfstætt hlutverk sálarinnar virðist vera að taka við og senda út í
heiminn staðreyndir um persónuleikann í heild og það gerir hún með því
að þrýsta einstaklingnum til að raungera þessar staðreyndir í lífi sínu. Og
hlutverk hennar virðist líka vera að skynja og miðla til persónuleikans því
sem guðfræðin hefur nefiit náð.11
***
Ein helsta klímska uppgötvun Freuds var að sýna fram á að bernsk-
ureynsla einstaklings býr með honum á fullorðinsárum og að margt af því
sem einstaklingur hefur reynt sem barn sé geymt en ekki gleymt í dulvit-
und hans. Hann taldi dulvitundina eiga upptök í flóknu samspili líkams-
hvata og ytra umhverfis og í mjög svo huglægri reynslu af þessu tvennu í
bemsku. Hann áleit þroskamöguleika einstaklings vera fólgna í því að
finna leið til að lifa í sátt við nálægð dulvittmdar sem samanstóð einkum
af bældum minningum og kröfuhörðun ætlunum lífs- og dauðahvata.
Með einföldun er sjúkdómafræði hugans samkvæmt þessari hugmynd
eftirfarandi: Taugaveiklun getur orsakast af því að einstaklingur reynir að
lifa í trássi við líf dulvitundar og lætur eins og að þetta líf sé ekki til í sjálf-
um sér eða öðmm. Alvarlegri geðtruflanir geta orsakast af því að borin
er ónóg virðing fyrir mætti hinnar djúpu undiröldu sálarinnar sem getur,
sé hún vanmetin og ekki um hana skeytt, skolað einstaklingnum í órafjar-
lægð frá sammannlegri tilvist.12
10 Ann Belford and Barry Ulanov: Religion and the Unconscious, The Westminister
Press, Philadelpia, 1975, bls. 82.
11 Sama rit.
12 Sama rit.
29