Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 53
BLEKKTNGAR SOLVEIGAR
Fyrstu viðbrögð Sólveigar þegar hún sá mig voru undrun. Hún átti
síður von á að ég myndi hafa fyrir því að mæta. Mér kom hún fyrir sjón-
ir eins og nývaknað bam. Hún var dreymin á svip, ýmist brosmild eða
tárvot, talaði lágum rómi og hélt athygli minni auðveldlega. I fyrsta við-
talinu sagði Sólveig mér að hún vissi hvorki hver hún væri né hvað hún
vildi í Kfinu. Hún sagðist vera sammála hverjum þeim sem hún talaði við
og gera skoðanir hans eða hennar að sínum. Hún hefði tilhneigingu til
að ýkja og ætti erfitt með að halda sig við sannleikann. Hana langaði til
að eiga marga vini en fyndist hún hafa meiri þörf fyrir þá en þeir fyrir
hana. Hún væri oft einmana og leitaði huggunar í áfengi. Eina mann-
eskjan sem hún væri náin væri sonur hennar.
I næstu tímnm sagði Sólveig mér ffá fjölskyldu sinni sem er kaþólsk og
úr efri millistétt. Faðir hennar kom lítið við sögu en móðir hennar var
fyrirferðarmikil og skilaboð hennar voru skýr, bömin áttu að vera glað-
leg og koma vel fyrir. Að láta í ljós vansæld taldist til veikleika og sjálfs-
vorkunnar. Mat hennar á bömum sínum fór heldur ekki á milli mála;
elsta dóttirin var fullkomin, sonurinn dáður og duglegur, yngsta dóttirin
gædd listrænum hæfileikum og Sólveig: Misheppnuð. Hún sagði Sól-
veigu að hún hefði ekki yfir neinu að kvarta, hún skyldi hætta að vor-
kenna sjálffi sér, finna sér mann og hfa fyrir bam sitt.
Eftir á að hyggja sagðist Sólveig hafa litið á hjónaband sitt og Tómas-
ar sem uppreisn gegn fjölskyldunni og gildum hennar. Tómas kom úr
verkalýðsstétt, eða eins og móðir hennar orðaði það, „hann er mann-
gerðin sem borðar ffanskar kartöflur úti á götu“. Þegar þau skildu,
tvæimur árum fyrir meðferðina, hafði Tómas verið lokaður irrni í hjóna-
herberginu í tvö og bálft ár en mæðginin höfðust við í stofunni. Hann fór
aðeins út á nóttunni og herbergið var eins og svínastía með snöm hang-
andi niður úr loftinu. Sólveig fékk harm loks fjariægðan úr íbúðinni á
þeirri forsendu að þeim mæðginunum stafaði hætta af honum. Meðan á
þessu stóð gaf Sólveig vinnufélögum sínum til kynna að hún væri í far-
sælu hjónabandi. Myndin sem hún dró upp af aðstæðum sínum var að
hún væri lukkunnar pamfíll, hún ætti frábæran son og hugulsaman og
nútímalegan eiginmann sem tæki á móti henni í lok vinnudags með heit-
um mat og straujuðum þvotti.
Það rifjaðist upp fyrir Sólveigu að hún fór ekki að tala fyrr en á öðm
ári í skóla, þegar hún var sex ára gömul. Fram að þeim tíma myndaði hún
einhverskonar hljóð sem engirm skildi nema móðir hennar. Þegar gestir
51