Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 112
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
ejnra, öðrum hejTnartruflunum, svefnleysi og mígreni. Þegar hann fékk
að heyra sjúkrasögu konunnar fannst honum hann kannast tið ýmislegt
þar. Aðspurð gekkst þessi kona við því að vera Dóra Freuds og var mjög
stolt af því að vera frægt móðursýkisti 1 fe11 i hins fræga sálkönnuðar. Hún
þjáðist af öllum sömu einkennum og forðum og var fúllynd, nöldursöm
kona sem var lítt elskuð af eiginmanni og sjmi. Hún hataði og tortnyggði
alla karlmenn, var sjúklega afbrvðisöm og umsætin.
Þrjátíu árum síðar frétti Deutsch meira af högum Dóru. Hún hafði
flust til Bandaríkjanna efdr dauða Ottós, til að vera nálægt syni sínmn
sem varð frægur tónlistamiaður, en hann fjarlægði sig æ meira frá móð-
urinni efdr því sem velgengni hans jókst. Hún dó í New York 1945, sex-
tíu og þriggja ára gömul, úr ristilkrabba og Deutsch hefur það efrir
starfsfélaga sínum sem stundaði hana undir lokin að hún hafi verið „eimi
ógeðslegasti móðursýkissjúklingm-inn sem hann hafi kynnst.“43 Þessari
lýsingu hefur verið mótmælt og Mahony bendir á að Deutsch fari rangt
með öll ártöl og sé svo upptekinn af því að staðfesta greiningu meistar-
ans á Idu Bauer yfirleitt að harm taki upp orðrétta eina skoðmi Freuds á
Dóru og leggi henni sjálfri í mmm í viðtalinu sem hann átti við hana.
Undirgefhi Deutsch við meistarann er ennfremm' undirsnikuð í titlinmn
á grein hans („Neðanmálsgrein við Brot úr greiningu á einu móðm'sýkis-
tilfelli eftir Freud“) þar sem hann spyrðir sína grein við sjúkrasögu
Freuds eins og formlega staðfestingu á henni eða vísun í heinúldir/stað-
reyndir.44
En hafi lýsing Deutsch á Dóru sem miðaldra konu við einhver rök að
styðjast er erfitt að víkja frá sér hugsunimú um að Freud hafi launað
henni lambið gráa með sjúkrasögunni sem hann skrifaði. Maður getur
spurt hvort sagan hafi læst Idu Bauer inni í hlutverki Dóru, gert hana að
persónu með frosið sálarlíf, rammað hana inn í texta og frásögn sem var
henni óvinveitt. Hins vegar virðist hvorki Freud né fylgismönnmn hans
hafa tekist að ljúka sögunni um Dóru. Hún heldur áfram að vera sögð og
túlkuð.
„...one of the most repulsive hysterics he had ever met.“ Felix Deutsch, M.D., 1986,
s. 43.
Mahony, 1996, s. 16.
IIO