Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 180
PETERBROOKS
sem vaknar vegna ósjálfráðrar endurtekningar, sem er tákn hins ókenni-
lega í bókmenntum, tákn áráttukenndra endurtekninga í texta.1-
I sundurgreinandi textum (sem og bókmenntatextum) má finna smáa
en þó raunverulega sönnun um endurtekningaráráttu sem getur vegið
þyngra en vellíðunarlögmálið og rdrðist vera „frumstæðari, figgja dýpra
og vera bundnari við eðbshvatir en vellíðunarlögmálið sem hún leysir af
hólmi“ (s. 23). Nú er endurtekningin svo mikil undirstaða í retmslu okk-
ar af bókmenntatextum að freistandi er að segja allt og ekkert mn málið.
I hreinskilni sagt eru hendingar, stuðlar, hálfrím, bragarhættir og stef,
allir mirmisverðustu þættir bókmenntanna, að einhverju leyti endurtekn-
ingar sem færa okkur aftur tdl textans og gera eyra, auga og huga kleift að
mynda tengingar, hvort sem þær eru meðvitaðar eða ómeðvitaðar, á milli
mismunandi textalegra augnablika, að sjá fortíð og nútíð sem tengdar og
sem mótandi þætti í framtíð sem verður eftirtektarverð vegna þess hún
er tilbrigði við mynstrið. „Hið-sama-en-ófika“ sem Todorov setti ffam
reiðir sig á endurtekningu. Ef við hugsum um þreföldunareiginleika
þjóðsögunnar og allra formúlubókmennta, getum við ályktað sem svo að
þreföld endurtekning myndi hina minnstu áætluðu einingu aðgerðar,
lágmarks fléttu. Við höfum séð að frásögn verður að endurtaka atburði
sem hafa þegar gerst og út frá þessu frumskilyrði almennrar endurtekn-
ingar verður hún að styðja sig við ákveðna merkjanlega endurtekningu til
þess að búa til fléttu, það er, til að sýna okkur hvernig innbyrðis tengsl
atburðanna búa yfir þýðingu. Atburður öðlast merkingu með endurtekn-
ingunni, sem er bæði upprifjun á finra augnabliki og tilbrigði við það.
Hugtakið endurtekning svífur á m'ræðan hátt fram og aftur á milli hug-
myndarinnar um endursköpun og hugmyndarinnar um breytingu (eins
og við tökum betur fyrir í næsta kafla). Endurtekning skapar endurkomu
í texta, farin er sama leið til baka. Við getum ekki sagt til urn hvort þessi
endurkoma er endurkoma til eða endurkoma einhvers, t.d. endurkoma til
uppruna eða endurkoma hins bælda. Mótuð af þessari tvíræðni virðist
endurtekningin stöðva úrvdnnsluna um tíma eða gera hana að viðfangs-
efhi óljósrar sveifluhreyfingar sem bindur saman hin ólíkustu augnablik
12 Sjá Freud: „The Dynamics of the Transference" [Zur Dynamik des Ubeitragungs,
1912] í Standard Edition, bindi 12, 1969, s. 99-108; „Remembering, Repeating and
Working Through" [Errinem, Wiederholen, und Durcharbeiten, 1914] í Standard Ed-
ition, bindi 12, s. 147-56; „The Uncanny" [Das Unheimliche] í StandardEdition, bindi
17, s. 219-52.
178